Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1922, Blaðsíða 3

Freyr - 01.02.1922, Blaðsíða 3
Ríkisveðbanki íslancls. ÞaS er all-langt síSan a5 því var fyrst hreyft, aS nauösynlegt væri aS stofna sjer- stakan banka eða lánsstofnun fyrir land- búnaöinn. Hvenær þaö var, eða hver var fyrstur til að kveða upp úr með það, er mjer eigi kunnugt. — En fyrstu d r ö g i n að þeirri málaleítun á A 1 þ i n g i, að sjer- stakri landsstofnun fyrir landbúnaðinn vrði komið á fót, var t i 11 a g a til þingsálvkt- unar um, að skora á landsstjórnina að at- huga og undirbúa það mál, og leggja að því loknu frumv. fyrir þingið um það efni, er þingmenn Árnesinga báru fram á a u k a- þinginu 1916 — 17. Tillagan var samþykt í einu hljóði. Á Alþingi 1917 var gerð fyrirspurn til stjórnarinnar um það, hvað gert hefði verið í þessu máli. Svaraði þáverandi atvinnu- niálaráðherra fyrirspurninni á þann veg, stjórnin hefði málið hugfast,> en að tími hefði eigi unnist til að undirbúa það. Þá voru þegar gerðar ráðstafanir til, að mál- ið yrði rannsakað. Loks flutti þingmaður N.-ísaf. tillögu á Álþingi 1919, þar sem á ný er skorað á tandsstjórnina „að hlutast til um, að komið verði sem fyrst á fót sjerstakri lánsstofnun landbúnaðinn, er veitt geti bændum hagkvæmari lán til búnaðarbóta en nú er kostur á“. Áður en þessi síðasta tillaga kom fram, hafði stjórnin hugsað sjer að fela einhverj- um góðum manni rannsókn og undirbún- ing þessa máls. Mun hún þar hafa haft augastað á cand. jur. Böðvari Bj ark- an. Enda varð brátt niðurstaðan sú, að honum var falinn þessi undirbúningur Fór hann utan í því skyni, haustið 1919 — til Danmerkur og Svíþjóðar — og var í 6 mánuði í ferðinni. Rannsakaði hann í þessari ferð fyrirkomulag fasteigna- veðbanka í þessum löndum, og leitaði auk þess upplýsinga um samskonar láns- stofnanir, bæði í Þýskalandi, Sviss og víð- ar. Eftir að hann kom úr þessari ferð bjó hann til frumvarp um fasteignaveðbanka, og ljet fylgja því ýtarlega greinagerð og ský^ringar, sem því miður hafa þó eigi verið prentaðar. Frumvarpið var síðan lagt fyrir þingið 1921, og samþykt sem lög. — En skiftar voru skoðanir manna um málið. Sje óhlut- drægt litið á alla málavöxtu, verður því eigi neitað, að báðir málspartar höfðu nokk - uð til síns máls. — Ríkisveðbankinn er íasteignaveðbanki, en ekki bein- línis eða eingöngu lánsstofnun fyrir 1 a n d- b ú n a ð i n n. Honum er ætlað, eins og síðar verður skýrt, að lána út á fasteignir t. d. hús, bæði í bæjum, kaupstöðum og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.