Freyr - 01.02.1922, Síða 5
um virðiiigarverðs fasteignarinnar, en inn-
en þeirra takmarka má í reglugerö bank-
ans ákveöa, hve mikiö má lána út á fast-
eignir einstakra tegunda eöa flokka.
„Nú hefir bankinn minna fje en svo til
umráöa, aö hann geti sint ölium lánbeiön-
um, þótt tryggingar sjeu nægar, og skulu
þá lán til landbúnaöar sitja fyrir öörum.
Nánari fyrirmæli til tryggingar því, aö
landbúnaöarlán njóti forgangsrjettar, skulu
sett með reglugeröarákvæöum (12. gr.
annar málsliöur).
Hús og önnur mannvirki, sem eldur get-
ur grandaö, má því að eins taka sem veö,
að þau sjeu vátryggð gegn brunahættum
í vátryggingarstofnunum, er stjórn bank-
ans og landsins telja góöa og gilda.
Að jafnaði skal eigi lánað nema gegn
fyrsta veörjetti. En þaö telst fyrsti
veðrjettur, þótt áöur hvíli fyrsta veörjett-
arskuld á eigninni, ef lániö á að nota til
þess að greiða hina eldri skuld, og bank-
inn hefir uppfærslurjett á eftir 'nenni. Enda
haldi hann þá eftir af láninu nægilegri
upphæð til aö taka öll eldri veöbönd af
eigninni. — Bankinn getur og lánaö út á
eign, til viðbótar eldra láni, sem hann hefir
áöur lánað eöa veödeild Landsbankans, og
telst það einnig til fyrsta veðrjettar.
Þá má í reglugerð heimila bankanum, aö
hann megi taka gildan veörjett næst á
eftir veötrygðum skuldum eöa kvöðum á-
kveðinnar tegundar, þó svo, að lán bank-
ans, að viðbættum eldri skuldbindingum,
er á eigninni hvíla, fari eigi fram úr
af verögildi hennar. En af þeim lánum má
taka sjerstakt áhættugjald, er greiðist
varasjóði.
í reglugerð skal tekið fram um það,
hvernig eignir skuli virtar, sem nota á að
veði í bankanum, og einnig um það, hvern-
ig virðingamenn skuli útnefna. Virðingin
fer fram á kostnað lántakanda. — Þó má
í reglugerð ákveða, að sjerstaka virðing
þurfi eigi, ef lánið fer ekki fram úr ákveðn-
um hluta af virðingarverði eignarinnar til
skatts, eða alt að hálfri skattvirðingarupp-
hæðinni.
Lántakendur eru skyldir til, svo oft sem
stjórn bankans krefst, að láta í tje skilríki
fyrir því, að veðið eöa veðin hafi eigi
rýrnaö svo, að bankanum sje hætta búin,
þeirra hluta vegna. Vanræki látakandi
þetta, eða verði bankastjórnin þess vör,
að veðsett eign hafi rýrst í verði, getut
bankinn látiö fara fram skoðun eða virð-
ingu á ný, á kostnað lántakanda.
Bankinn getur látið í virðingerðum til-
greina verö fasteignarinnar, miðað viö þaö,
sem hún var í upphafi, og í öðru lagi verð
þeirra mannvirkja, er gerðar hafa veriö
á eigninni. Skal í reglugerð ákveða nánar
um þessa sundurgreining, og hvað lána
megi mikið út á eignina sjálfa eða umbæt-
ur hennar.
Ef beðið er um lán til jarðarbóta eða
annara endurbóta á fasteignum, er hafa i
för með sjer varanlega verðhækkun eign-
arinnar, má við virðingu meta sjerstaklega
þá verðhækkun, og miða svo lánið eða
upphæð þess við virðingarverð eignarinn-
ar, að meðtaldri verðhækkuninni“. — Af
láninu má þó eigi greiöa strax út meira en
lána mætti út á eignina óbætta, en hitt
jafnóðum og jarðarbótin eða endurbótin er
gerð og kemur að gagni til verðhækkunar
eigninni.
Lánbeiöninni verður að sjálfsögðu að
fylgja lýsing á hinu fyrirhugaða mann-
virki, áætlun um kostnað og arð af endur-
bótinni, hver sem hún er. — Á undan hverri
útborgun þess hluta lánsins, sem miðast
við jarðarbótina eða endurbótina, verður
að hafa farið fram bráðabirgðamat á mann-
virkinu eða því, sem búið er af því, og
má aldrei borga út meira af láninu, sem
lofað var, en svo, að nemi y af verði eign-
arinnar eins og endurbótinni er komið við