Freyr - 01.02.1922, Qupperneq 7
FREYR
13
þessu, sem aö framan er greint, er starf-
semi Ræktunarsjóös íslands lokiö meö lög-
um þessum. RæktunarsjóSurinn, eöa lög
hans, eru aö vísu ekki nefnd eöa numin
úr gildi í lögum þessum. Enda mun og
ætlunin vera sú, aö þessi eina miljón, er
ríkissjóöur leggur bankanum til frá Rækt-
unarsjóöi, endurgreiöist aftur smátt og
smátt. — En hvenær veröur þaö ?
Viö árslok 1920 var Ræktunarsjóöurinn
oröinn 1026616 kr., og Kirkjujaröasjóöur-
inn rúm ein miljón kr. — Ræktunarsjóö •
urinn heföi óöum vaxiö, og getaö því smátt
og smátt fullnægt betur en veriö hefir,
ætlunarverki sinu, aö veita b æ n d u m
hagkvæm lán til allskonar jaröarbóta. Ár-
iö sem leiö lánaöi hann í þessu skyni um
150 þús. kr.
Þaö er ekkert útlit fyrir, aö Ríkisveð-
bankinn geri betur en þetta, næstu árin,
auk þess sem lánskjörin hjá honum verða
mun lakari.
Lakast er, hvaö Ríkisbankinn hefir lítiö
handbært fje, til að lána næstu árin. Starfs-
fjeð fær hann mest í skuldabrjefum og
bankavaxtabrjefum. Og um verðbrjef veö-
deildarinnar er þaö kunnugt, að þau eru
nú lítt eöa alls ekki seljanleg.
Hins vegar er bankanum ætlað að veita
lán út á hverskonar fasteignir í landinu,
í bæjum, kauptúnum og sveitum. Hefir
hann því í mörg horn aö líta, og hætt við
aö margir verði aö fara „bónleiðir til
búðar“, því ekki getur hann hjálpað ö 11-
u m, eins og alt er í garöinn búið.
Bót í máli er það fyrir landbúnaðinn.
skulum við segja, að i 12. gr. er beint
á k v e ð i ð, aö lán til hans skuli s i t j a
fyrir öðrum lánum. Verður þessu
ákvæði væntanlega fylgt, er til kemur,
enda sjálfsagt, að hafa eftirlit meö því, að
svo verði gert.
Annars verður að gera ráð fyrir því og
vænta þess, að bankanum vaxi brátt svo
„fiskur um hrygg“, að hann veröi áöur
en langt um líður megnugur þess, aö veita
landbúnaðinum þann láns-styrk, sem hann
munar eitthvað um, til frambúöar.
Sigurður Sigurðsson.
Árið 1921.
Svo sem venja hefir verið að undan-
förnu, verður einnig að þessu sinni skýrt
stuttlega frá því helsta, er gerst hefir árið
sem leið á sviði landbúnaðarins.
V e t u r i n n 1920—21 mátti kallast
góöur og í sumum hjeruðum landsins með
þeim bestu, er komið hafa nú lengi. Á
Norður- og Austurlandi var óvenjulega
snjóljett. Sunnanlands og vestan var veð-
uráttan lakari, umhleypingar og úrkomu-
samt með köflum. En yfirleitt var veturinn
mildur og þurfti víöa lítið að gefa, enda
voru sagðar heyfirningar í vor venju frem-
ur á Norður- og Austurlandi. í Þingeyjar-
sýslu var sumstaðar slept fje á afrjett um
sumarmál. — Á Suðurlandi gáfust hey víða
upp að lokum, og olli því það, hvað heyin
frá sumrinu 1920 voru lítil og slæm.
Fjenaðarhöld víðasthvar sæmileg og
sumstaðar ágæt. Lökust voru þau sunnan-
lands, og stóð það í sambandi við vond hey.
V o r i ö var kalt. Um sumarmálin gerði
nokkra hlýja daga, sjerstaklega 26.—30.
apríl. En eftir sumarmálin kólnaði veður-
áttan. Voru nálega alt vorið upp frá þvx
sífeldir norðannæðingar og frost aö nótt-
unni. Naut sjaldan sólar og fór því gróðri
lítið fram. Fimm vikur af sumri — 26.—
26. maí — gerði norðangarð og kulda.
Var frostið þá 5—io° C. norðanlands að
nóttunni, og hríðarveður. Syðra og vestra
snjóaöi alstaðar á fjöll og niðurundir bygð.
Ær voru þá víða teknar inn, þar sem búið
var að sleppa þeim.