Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1922, Síða 8

Freyr - 01.02.1922, Síða 8
14 FREYR Um og eftir sólstö'Sur fór aö hlýna í veðri. GerSi þá votviSri og síöan góöa tíö. Fór þá fyrst aö spretta aö ráði. Mátti heita, aö tún yröu fullsprottin á hálfum mánuöi. Þrátt fyrir kuldann og sólarleysiö fram eftir öllu vori varö grasvöxtur sæmilegur, einkum á túnum, og sumstaðar ágætur. Gátu flestir byrjaö slátt þeirra hluta vegna í tæka tíö. — En seinni part júnímánaðar gekk þung kvefpest um landið. Olli hún töfum við heyannir og allskonar óhag- ræöi. Dóu margir úr þessari kvefsótt. Um 14. sumarhelgina — 24. júlí — geröi norðanveður mikið nálega um alt land og frost aö nóttunni. Tók þá alveg fyrir sprettu. Var svo hvast suma dagana, að eigi varö staðið að slætti eða átt við önn- ur heyverk. Fauk hey þá sumstaðar, bæði á Snæfellsnesi sunnaveröu, í Borgarfirði, á Kjalarnesi og víðar. Stóð þetta veður í hálfan mánuð. Heyskapur gekk allvel og betur en á horfðist. — Sunnanlands og vestan heyj- aðist vel. Austanfjalls er talið, að heyjast hafi með besta móti, einkum í Flóanum. Og nýting á heyjum var þar góð. í Húna- vatnssýslu og Skagafirði varð meðalhev- skapur yfirleitt. Einnig í Steingrímsfirði. En á Austurlandi voru óvenjumiklar rign- ingar. í ágústmánuöi og vatnavextir. Skrið- ur fjellu á tún og engjar og geröu tölu- verðan usla. Bæjarhús hrundu á einum bæ sökum úrfellis o. s. frv. — í Þingeyjar- sýslum var einnig slæm tíö og nýting ekki góö. í Bitru og Kollafirði í Strandasýslu voru lengst af óþurkar, þokur og súld. Á Hornströndum og á Skaganum milli Húnaflóa og Skagafjaröar var og óhag- stætt tíðarfar og þurkleysi. í brjefi úr Skagafirði er sagt, að hey- skapur hafi orðið í góðu meðallagi. „Gengu þó veikindi og tafði það mikið fyrir hey- skapnum.“ Or Eyjafirði er skrifað, að tíð- in þar hafi verið köld, en heyskapur þó í meðallagi, nýting lakari. —■ Af Langanesi er skrifað, að tíðin hafi verið stirð og heyfengur tæplega í meðallagi, vegna ó- þurka. „En bót í máli, að til eru nokkrar heyfyrningar.“ Úr S.-Þingeyjarsýslu er sagt, að sumarið hafi verið afar óþurka- samt. „Stórrigningar, kuldar og krapa- hriðar með köflum. Tún óvanalega vel sprottin, en útengjar í meðallagi. Töður hröktust meira og minna, en úthey varð í betri verkun.“ Af Ströndum er skrifað, að óþurkar hafi gengið þar, frá því um mitt sumar og fram að höfuðdegi. „En þá gerði góða tíð í 3—4 daga og náðu menn þá því, sem þeir áttu úti. Eftir það gott til leita. Hey- skapur í meðallagi. Og þó að taðan lægi lengi á túnunum, hraktist hún ekki að sama skapi, vegna kuldans í veðrinu.“ H a u s t i ð var mjög úrfellasamt um alt Suður- og Vesturland. Sífeld hrök og stormar. Um veturnæturnar gerði snjó og frost. Tók þá nálega fyrir jörð sumstað- ar, svo taka varð fje í hús. Eftir rúma viku gerði blota, er stóð skamma stund. Tók þá aftur að snjóa og gerði harðindi. Fje var tekið inn og því gefið. En um 3 vikur af vetri — nálægt 12. nóv. —: breytti enn til, og gerði hláku. Um jólaföstuna — 3ja vikna tíma — var besta tíð um alt land. Af Snæfellsnesi er skrifað: „í haust hafa mátt heita sífeldar ófærur, og tæpri viku fyrir vetur setti niður svo mikinn snjó, að gefa varð sauðfje. Svo hlánaði og leysti upp að liðnum veturnóttum, en frysti strax aftur, og nú er hjer (5. nóv.) víðast haglaust eða hagalítið, og fje á fullri gjöf. Snjórinn svo illa gerður, að hann rífur ekki.“ Á Austurlandi var haustveðuráttan góð. Eins var hún það í Þingeyjarsýslum og í Eyjafirði. Og yfirleitt var veðráttan betri á Norðurlandi en syðra og vestra. Garðrækt brást mjög þetta ár. Ollu

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.