Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1922, Qupperneq 14

Freyr - 01.02.1922, Qupperneq 14
í? R E Y R áð Heim. Nú vil jeg yfir hafiö halda, til heiðalandsins nyrst í mar. Þar á jeg föSurgjöld aö gjalda til gömlu fjallakonunnar. Hún er svo mörgum meinum hlaSin, í mold er sigin feSrahöll. Nú vil jeg reisa úr rústum staSinn og ryöja tún og engjavöll. Og jeg vil græSa græna viöu, um grýttu fjallahlíöarnar, aS hylja hverja skemdarskriSu og skyggja’ á gömlu raunirnar. Svo vil jeg eyða æfidögum viS önn og störf á feSragrund. ViS hljóm af íslands æSaslögum jeg augum loka’ á banastund. A. Búnaðarnámsskeið vestra. (Ni'ðurl.) 4. Námsskeiöiö á Hólmavík var haldiö 17.—22. mars. Voru áheyrend- ur tíðast um 70—80. Flestir úr Hrófbergs- hreppi og Kaldrananeshreppi. Úr Árnes- hreppi voru 6, þar á meöal bræöur tveir frá Dröngum og einn maður —■ Pjetur GuS- mundsson — frá Ófeigsfiröi. Þaö var löng leiö hjá þeim aö sækja námsskeiSiS, og yfir vondan fjallveg — TrjekyllisheiSi — að fara. Fyrirlestra fluttu þeir þremenningarnir, Kristinn Theódór og Sigurður, og voru þeir um svipaö efni og áður. En til við- bótar hjelt Kristinn fyrirlestur um áhrif hugsunarlífsins á likamann, og Sigurður talaöi um búnaðarhorfur og um arfgengi og ætterni á mönnum. Auk þess fluttu þarna erindi I n g i m. Magnússon bóndi og yfirullarmats- maður á Bæ í Króksfirði, um ullarverkun, og Kristmundur læknir G u ð j ó n s- s o n um slys og „hjálp í viðlögum“. Erindin voru 24 alls. Kveldfundirnir voru fjörugir. Rætt var meöal annars um konur, aSskilnaö rikis og kirkju, bannmáliö, barnafræðslu, stundvísi, skemtanir, slátrun á skepnum o. fl. Aö loknu námsskeiöinu á Hólmavík, hjelt Kristinn á Núpi heim til sín. 5. Hjarðarholtsnámsskeiðið var haldiö 4.—9. apríl. Sóttu það um 60 manns. En veður var ekki gott þessa daga og dró það úr aðsókninni. — Fátt var um konur á þessu námsskeiði, ólikt því er verið hafði á hinum námsskeiðunum, einkum í Önundarfirði og við Djúp. Erindi fluttu þeir Sigurður og Theódór, og auk þeirra, K r i s t i n n búfr. G u ð- m u n d s s o n frá Grund (nú á Plólum í Hjaltadal), er ráðinn var til þess af Bún- aðarsambandi Dala- og Snæfellsness, og Björn kennari Jónsson í Hjarðar- holti. — Björn hjelt fyrirlestur um æsku- lýðinn, vinnubrögð á dönskum bændabýl- um og um skáldið Stephan G. Stephansson. Kristinn talaði um garðrækt (2 fyrirl.), girðingar og þúfnasljettun, starfshæfileika og vinnugleði, og um Eggert Ólafsson. Theódór ræddi um búpeningsræktun, útlit, einkenni og hirðing búfjár. Þar á meðal talaði hann um hestana og kvað hart að orði um meðferðina á þeim. Sigurður mint- ist á áburð, votheysverkun, heyskap og heyvinnuáhöld, fólksstrauminn úr sveitun- um og fjölgun býla og bar saman land- búnað og sjávarútveg. Ennfremur hjeldu þarna fyrirlestra Árni læknir Árntison í Búðardal, um berklaveikina og útbreiðslu hennar, J ó n G u ð m u n d s s o n í Ljárskógum, um refi og háttu þeirra, Jóhannes Ólafsson bóndi á Svínhóli um tryggingar búfjár gegn harðindum og1 Guðbr. Jörundsson frá Ameríku, um búskap íslendinga i Kanada og bæjarhúsbyggingar. Fluttir voru 28 fyrirlestrar alls og fyrirlesararnir voru 8. Á kveldfundunum töluðu menn um tryggingar búfjár, verklega kunnáttu karla og kvenna, mjaltir á kúm, verðlaun fyrir skepnuhirðingu, húsmæðranámsskeið, gift- ingar, hvort betria væri að vera giftur eða ógiftur. Minst var einnig á stjórnmál, en alt þó með gát.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.