Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1922, Side 17

Freyr - 01.02.1922, Side 17
FREYR 2 3 legt erindi og merkilegt, og lýsir einkar vel lifnaöarháttum og lífskjörum bænda og búenda á þeim tíma. — Jón heitinn i Djúpadal var framúrskarandi dugnaöar- bóndi og kona hans eigi síöur í sinni röð, Hann bætti jörð sína mikið og bygði upp öll hús á henni og geröi þau vandaöri og betri en þá tíökaöist. Hann var sívinnandi og þau hjón bæði, smiður á trje og járn og bókamaður mikill. Væri ástæða til að prenta upp kafla úr þessu fróðlega erindi til að sýna, hvernig búskapurinn var rek- inn — unnið og stritað — á myndarheim-- ili í sveit fyrir 60—70 árum, en rúmið leyfir það ekki. Einyrkin og kona hans. í tímaritinu „H 1 í n“ V. árg., sem get- ið er um hjer á undan, er ritgerð eftir hús- frú Þórunni Richardsdóttur í Höfn, og er eftirfarandi smágrein tekin úr henni: „Jeg þekki gömul hjón; þau eru fyrir nokkru búin að halda gullbrúðkaup sitt. Þau voru einyrkjar og áttu mörg börn, en unnust af alhug og voru samtaka í öllu, og „Þar er allur sem unir eins í kotbæ sem höll.“ Konan sagði, þegar hún mintist á erfið- leikana: „Fyrst sótti jeg vatnið langt út í mýri í einni skjólu með barn á hinum handleggnum, næst fóru börnin að geta lyft undir skjólurnar með mjer, þegar jeg var þreytt. Seinna var grafinn brunnur hjerna heima við, þá hljópu drengirnir mínir og sóttu vatnið á svipstundu, þegar þeir voru búnir að hjálpa pabba sínum; svona hefir það gengið á flestum sviðum — altaf farið batnandi.“ í ellinni áttu þau rólega daga hjá börnum sínum, elskuð og virt. Á virku dögunum unnu þau ull, hann kembdi, hún spann, en lásu saman og spil- uðu eins og börn á sunnudögum. Nú er konan dáin, en hann bíður. Mjer dettur í hug Tellos frá Aþenu, er Sólon vissi sæl- astan, þegar jeg sje þennan góða, gamla mann, sem ætti skilið, engu síður en Tell- os, að vera grafinn á ríkiskostnað, þó hann sje íslenskur sveitabóndi." Hverju orði sannara. Duglegur eftirleitarmaður. Blaðið „D a g u r“ á Akureyri gat þess í nóv. í vetur (45. tölubl.), að maður að nafni Benedikt Sigurjónsson úr Mývatnssveit, hefði í eftirleit í haust lent í svaðilförum og hættum. Er það eigi í fyrsta sinni, sem þessi maður hefir verið tæpt staddur i eftirleitum og jafnvel hætt kominn. í haust var hann, segir „Dagur“, búinn að fara í tvær eftirleitir. í fyrri ferð- inni fjekk hann gott veður og fann þá 16 kindur. En í seinna skiftið fór hann fram í svonefnd Grafarlönd og fann 20 kindur í ferðinni. Lá hann í þeirri ferð úti í 7 nætur, og fjórar af þeim i fönn, en hinar í sæluhúskofa. Þegar hann kom sunnan af fjöllunum að sæluhúsinu, sem er við veg- inn milli Grímsstaða og Reykjahlíðar, var hann þrotinn að vistum. Tók hann þá það ráð, að skera kind sjer til matar. Hjelt síðan að Grímsstöðum á Fjöllum og var þá töluvert kalinn. En þrátt fyrir kalið gekk hann litlu síðar frá Grímsstöðum og vestur í Mývatnssveit. „í þetta sinn hefir Benedikt einsamall hrifið 36 kindur úr greipum vetrarins,“ , segir blaðið og er það vel og hraustlega ' gerl . Útflutt hross. Sala á hrossum til útlanda hefir verið síðustu árin svo sem hjer greinir: Árin 1913—1913 eru flutt út 11202 hross samtals. En síðan hefir útflutningurinn numið: Arið 1916 ......... 2384 — 1917 ............. 6 — 1918 .......... 1093 — i9J9 .......... 3249 — 1920 ......... • 3443 — 1921 .......... 1877 En nú er útlitið með sölu á hrossum til útlanda mjög dauft. Spá sumir að ekki verði neitt verulegt flutt út af hrossum þetta ár. Þó er ekkert hægt að fullyrða um það, en óneitanlega eru horfurnar slæmar. Árið 1920 voru fluttar út 25 kindur á fæti. Rý heyverkun. Þýskt fjelag „Electrofutter Gesellschaft

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.