Freyr - 01.02.1922, Side 19
FRE YR
Yatnsaflið vinnur
dag og nótt.
Reykjavík, 14. janúar 1922.
ísland.
Klæðaverksmiðjan
Laugaveg 30
Sími 404.
Álafoss“
Símnefni: „Álafoss“,
AS spara það erienda.
Nota það innlenda,
er einasta ráðið til þess
aS rjetta af verslunarhaila
tslands. Notið því fataefni
úr „Álafoss“-dúk.
Heiðraði herra.
Vjer viljum eigi láta ónotað það tækifæri á hinu nýja ári að bjóða j’ð-
ur gleðilegt ár og óska yður alls hins besta á komandi ári.
Vjer viljum versla við yður á þessu ári og þeim komandi, vjer vitum að
þjer þurfið þess með er vjer búum til, og eru það þá fyrst góð og sterk
FATAEFNI bæði í erfiðis- og spariföt, svo höfum vjer SOKKA, TEPPI,
TREFLA o. fl. Vjer viljum einnig vinna fyrir yður þessar vörur, ef þjer
sendið oss ull, en vjer getum selt yður þær tilbúnar. Sem yður er kunnugt
er það vort áhugamál að útbreiða og auka iðnaðinn hjer á landi úr íslensk-
um efnum, og viljum vjer fá yður. lconu, börn og alt yðar heimilisfólk í
lið með oss.
Vjer vonum að liugtak yðar sje: Notið íslenskar vörur. Ivaupið ekki ann-
að en íslenskar vörur ef þær eru til. Spyrjið um þær fyrst af öllu þar sem
þjer verslið. Með því hjálpið þér til að koma ull yðar i hátt verð.
Ef þjer hafið eigi föst viðskifti við oss, þá reynið nú þegar, Sendið um-
boðsmanni vorum eða okkur góða vorull eða sendið oss kr. 61,75 þá fáið
þjer sent pr. post ágætt alullarfataefni 3,25 mtr., dökkleitt, brúnleitt,
gráleitt fataefni. Nú hafa umboðsmenn fengið þessi sýnishorn ásamt fleir-
um, ef þjer náið fljótlega til hans, þá er það gott, annars skuluð þjer senda
os fyrirspurnir. Vjer viljum fá yður sem starfandi viðskiftamann vorn. Með
því gerið þjer oss og yður sjálfum og afkomendum yðar mest g'agn.
Til þess lifum vjer: Útrýma sem fyrst öllum þeim vörum er vjer sjálf-
ir getum framleitt. Verum samtaka í því arð lyfta þjóð vorri úr feni erlendr-
ar framleiðslu. — Verum oss sjálfum nógir.
Pantið því nú þegar hjá oss fataefni.
Virðingarfylst.
Klæðaverksmiðjan „Álafoss“
pt. Reykjavík.