Einherji


Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 4

Einherji - 22.04.1953, Blaðsíða 4
'4 EINHEEJI Togararnir B.v. ELLIÐI kom til Hafnarf jarðar s.l. mánu dag og losaði þar 271 smálest af fiski, þar af voru 40 tonn ufsi og 10 tonn karfi. Þessa veiði hafði togarinn fengið á 12 sólarhring- um. en tvo sólarhringa af þeim var þó ekki hægt að vera við veiðar vegna óveðurs. B.v. HAFLIÐI hefur núverið 7 daga á veiðum, og er væntanlegur til Akraness um næstu helgi. ^UM DAGINN 50.G VEGINNW3 Hver verður þingmaður Sigl- firðinga? En sem komið er, hefur ekki nema einn flokkur hér í hænum ákveðið framboð sitt við alþingis- kosningar þær, sem fram eiga að fara á komandi sumri, þ.e.a.s. Al- þýðuflokkurinn. Fyrir valinu varð Erlendur iÞorsteinsson, sá hinn sami, sem verið hefur fyrir Al- þýðuflokkinn allt frá þv.í, að Siglufjörður varð sérstaikt kjör- dæmi. Þeir, sem telja sig kunnuga á krataheimilinu, hafa þá sögu að segja, að mikil óánægja ríki innan Alþýðuflokksins með fram- boð Erlendar. Frjálslyndari öfl flokksins hafi viljað hafa heima- mann í framboði, sem njóti meira trausts meðal Alþýðufloikksmanna almennt, en Erlendur nýtur. Eins og kunnugt er, fylgir Erlendur Stefáns Jóhanns línunni, og það ,voru þau öfl innan Alþýðuflokks- ins hér, sem tryggðu honum fram boðið. . Er Áki fallin í ónáð? Innan Sósialistafélagsins hér í bænum rikir nú mikil upplausn og vandræði. Sama upplausnin og víðast hvar gerir nú vart við sig i liði kommúnista. Talið er, að Gunnar Jóhannsson, bæjarfulltrúi, eigi að vera eftirmaður Áka; — hann sé talinn líklegasta fram- iboðsefni til að halda kommún- istadeildinni saman. Það sé aðal- atriðið. Hitt, hversu happasælt það væri fyrir bæjarfélagið, að hafa hann sem þingmann, það skipti minna máli, þegar verið sé að bjarga flokknum. Verður formaður heilbrigðisnefnd- ar Siglufjarðar þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins hér? Nú til margra ára hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hér í bænum ekki gengið heill til skógar. Ýmis- konar kvillar og ógleði hafa herj- að innan flokksins. Með þessu framboðsefni telja hinir hraustari menn innan flokksins að vænta megi batnandi heilsufars, a.m.k. verði allt gert, sem hægt er til þess að svo megi verða. JSKÝRSLA sendinefndarinnar Framhald af 1. síðu málið yrði afgreitt í bæjarstíórn á sunnudaginn 29. tf.m., er þess að geta, að það kom til af því að uppboð var ákveðið á togurunum þriðjudaginn 31/3, og þeir aðilar, sem kröfðust uppiboðs neituðu um lengri frest, en þeir höfðu þegar gefið og einnig var sýnt, að svar- skeyti bæjarstjómar yrði að liggja fyrir á mánudagsmorgun, ef takast ætti að ganga frá öllum lánsskjölum og samningum fyrir páska. Samkvæmt umboði bæjarstjórn ar var af bæjar-stjóra undirrituð þessi skuldabréf: Við Landsbank- ann að upphæð kr. 958.000,00, við Útvegsbankann, Reykjavík, að upphæð kr. 1.750.000,00 og við Ríkissjóð að upphæð kr. 750 þús. Lánsskjöl vegna 1.075.000,00 lén- töku við Útvegsbankann hér hafa enn ekki verið undirskrifuð, en fjármálaráðuneytið hefir áritað einnig þau lánsskíöl. Þá var undir rituð svohljóðandi samkomulag við ríkissjóð: „R'íkisstjórnin setur eftirtalin skilyrði fyrir því, að hún veitir Bæjarútgerð Siglufjarðar ríkis- ábyrgð samkv. XVIII. lið 22. gr. fjárlaga 1953 fyrir láni í Lands- banka íslands að fjárhæð kr. 958.000.00 til greiðslu á vanskil- um við stofnlánadeild Sjávarút- vegsins: 1. Ríkisstjórnin hafi heimild til eftirlits með útgerðarrekstrin- ■ um og greiði útgerðin kostnað við eftirlitið. 2. Útgerðin skuldbindur sig til að senda ríkisstjórninni ársfjórð- ungslega eða oftar, ef krafist er, reikningsyfirlit um rekst- urinn. Ennfremur að veita eftirlitsmanni iríkisstjórnarinn- ar aðgang að öllum bókum og skjölum fyrirtækisins, svo og aðrar upplýsingar um rekst- urinn, er hann telur máli skipta. 3. Ef hagur útgerðarinnar batn- ar svo, að dómi ríkisstjórnar- innar, að hún telur, að útgerð- in geti greitt lánið upp, skuld- bindur hún sig til að greiða lánið að fullu innan tveggja mánaða frá því, er krafa kom fram um það frá ríkisstjórn- inni. 4. Að skipið verði rekið áfram frá Siglufirði.“ Einnig var undirritað „Trygg- ingabréf útgefið til handa ríkis- sjóði, sem fylgir hér með í afriti, svo og samningur við Síldarverk- smiðjur r'íkisins, sem einnig fylgir hér með í afriti. Með tilvísun til 2. gr. samnings við Síldarverksmiðjur ríkisins skal það tekið fram, að „viðunandi samningar“ um greiðslu lausa- skulda hafa tekizt. I sambandi við 3. gr. skal það framtekið, að upp í þá skuld, sem þar greinir verða greiddar kr. 80.000,00 þannig, að þeirri upp- hæð verður létt af Síldarverk- þmiðjunni Rauðku. , Eftir að nefndin hafði meðtekið skeyti frá bæjarstjórnarfundinum ivar gerð tilraun til að fá þv'i breytt í samningnum, að Rauðka yrði losuð úr umræddu veði, en það fékkst ekki. Óskað var eftir fundi í stjórn 5. R. vegna samþykktar bæjar- stjórnar um löndun bræðslusíldar togaranna, ef til þess kæmi, að þeir færu á síld. Þar sem stjórn S.R. var ekki fullskipuð í Reykja- vík og viðsk.framkvæmdastjóri fjarverandi var engin samþykkt gerð í málinu, en málið all mikið rætt. Fyllsta ástæða er til að ætla að samkomulag náist um þessi Imál. Eins og skýrt er frá hér að framan ræddi nefndin við Atvinnu málanefnd ríkisins og fór fram á að veruleg upphæð yrði úthlutað af atvinnybótafé ríkisins tU Sigl- firðinga og hafði nefndin þá sér- staklega í huga framhaldslánveit- ingar til Friðriks Guðjónssonar, sem hafði hug á að kaupa 3 báta í bæinn, svo og lán til Vigfúsar Friðíónssonar, til byggingar fisk- hjalla og smærri lán til þeirra útvegsmanna hér, sem höfðu ákveðið að fullgera báta sína til þorskveiða. Atvinnumálanefnd ríkisins gerði tillögu til r'ikisstjórnarinnar um að tæpar 500.000,00 yrði úthlutað til Siglufjarðar af fyrrnefndu at- vinnubótafé. Ríkisstjórnin hækk- aði þessa upphæð í kr. 750.000,00 enda skyldi hún öll renna til að tryggja rekstur bæjartogaranna. Fyrir því fæst ekkert fé í ár af atvinnubótafé ríkissjóðs til báta- kaupa í bæinn né til annarra fram kvæmda en útgerðar togaranna. Jafnframt þv'i, að ríkissjóður ábyrgðist og útvegaði 4.500.000,00 lán til bæjarútgerðarinnar sam- þykikti ríkisstjórnin að ábyrgjast enskt lán fyrir rafveitu Siglu- fjarðar. Svohljóðandi skeyti var rafveitustjóranum sent um þetta efni: i ' „Fjármálaráðuneytið hefir ákveð ið að ábyrgjast lántökuna Bret- landi vegna Skeiðsfossvirkjunar- innar £ 17339-0-5, enda verði tekj- um rafveitunnar ekki ráðstafað til fjárfestingar nema með samþykki ráðuneytisins. Jón Kjartansson.“ Við framkv.stjóra Sameinaðra verktaka var oft rætt svo og Fé- lagsmálaráðuneytið varðandi f jölg un Siglfirðin-ga 1 vinnu á Kefla- víkurflugvelli, en engin leiðrétting fékkst á þessum málum og hefir ekki fengist enn. Við Fiskimálastjóra var rætt varðandi aflatryggingarsjóð, og upplýsti hann, að endurskoðun sjóðsreglugerðar stæði yfir og ýmsar lagfæringar myndu fást á reglugerðinni, t.d. yrðu bótasvæð- in færð mun meira saman frá því sem nú væri. Nefndinni er það vel ljóst, að langur tími fór í umrædda ferð, en hún vill taka það fram, að hún gerði allt, sem í hennar valdi stóð itil að flýta afgreiðslu mála, en það er ekkert flýtisverk að út- vega á þessum tíma ríkisábyrgð og lán að upphæð 4,5 millj. kr. Virðingarfyllst. Jón Kjartansson, Ólafur Ragn- ars, Sigurjón Sæmxmdsson, Þór- oddur Guðmundsson. SAMNINGUR 1. Bæíarstjórn Siglufjarðar veitir stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins hér með óafturkallanlegt umboð til þess að annast alla útgerðarstjórn og rekstur tog- araútgerðar frá 31. marz 1953 til jafnlengdar næsta ár á ábyrgð og fyrir reikning bæj- arsjóðs Siglufjarðar. Eftir þann tíma getur bæjarstjórn Siglufjarðar eða útgerðar- stjórnin sagt upp samningum með 6 mánaða fyrirvara. 2. Siglufjarðarkaupstaður leiti eftir samningum um greiðslu lausaskulda bæjarútgerðarinn- ar og tekur ábyrgð á að ná viðunandi samningum um greiðslu þeirra að áliti stiórn- ar S.R, Gengið er út frá, að sjóðveðskröfur og aðrar kröf- ur, sem ekki verður komist hjá að greiða, að áliti fulltrúa Sigluf jarðarkaupstaðar og stjórnar S.R., verði greiddar nú þegar af lánsfé þv'í, sem ríkisstjórnin hefur útvegað. 3. Skuld bæjarútgerðarinnar við síldarverksmiðjuna Rauðku kr. 218.000,00 greiðist ekki, að svo stöddu. 4. Siglufjarðarkaupstaður láti út- svör skipverja á togurunum „Elliða“ og „Hafliða“ standa inni hjá útgerðinni sem áhættu fé. 5. Bæjarstjórnin skuldbindur sig til þess að framselja nú þegar til bæjarútgerðarinnar hluta- bréf Siglufjarðarkaupstaðar og Rauðku í Fiskþurrkun h.f. og verði fyrirtækið rekið af bæiar útgerðinni. 6. Bæjarstjórnin er samþykk því, að Lnneign Sigluf jarðarkaup- staðar á viðskiptamannareikn- ingi við bæjarútgerðina ca. kr. 1.565.000,00 færist sem fram- lag kaupstaðarins til bæjarút- gerðarinnar á vaxtalausum bið reikningi. 7. Bæjarútgerðin greiði SR lx/2% af brúttótekjum útgerðarinnar í þóknun fyrir framkvæmda- stjórn. skrifstofustörf, skrif- stofuhúsnæði, ásamt ljósi og hita. 8. Með framangreindum skilmál- um tekur stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins að sér útgerðar stjórn og rekstur togaraút- gerðar bæjarins með Sigurð Jónsson sem framkvæmda- stjóra. Það skal tekið fram, að atvinnumálaráðuneytið, sem Síldarverksmiðjur ríkisins heyra undir, hefur fyrir sitt leyti ekki á móti því, að verk- smiðjustjórnin takist á hendur útgerðarstjórn Sig’ufjarðar- togaranna. 9. Samningur þessi er gerður í fimm samhljóða eintökum; —- heldur hvor aðili tveim ein- tökum, en hið fimmta verður afhent atvinnumálaráðuneyt- inu. Reykjavík, 31. marz 1953. F.h. bæjarstjórnar Siglufjarðar kaupstaðar, samkv. umboði Jón Kjartansson (sign.) F.h. stjórnar Síldarverksmiðja r'ikisins Sveinn Benediktsson (sign.) Frímerki — Frímerki! Kaupi háu verði öll íslenzk frí- merki; einnig hinna Norðurland- anna og einnig þýzk. Sendið merkin — greiðsla um hæl eða sendið lista — tilboð rnn hæl. SIGURÐUR Þ. ÞORLÁKSSON S. R. Raufarhöfn N.-Þing. Ábyrgðarmaður: RAGNA RJÓHANNESSON Siglufjarðarprentsmiðja h, f.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.