Einherji - 13.11.1956, Blaðsíða 1
tðð Jfr atitöóknatrmattna í J&icjlufivði
Tíminn
er orðinn 12 síðu blað.
★
KAIJPIÐ og LESDE)
Tímann
Afgr. í Eyrarbúðinni.
9. tölubiað.
Þriðjudaginn 13. nóvember 1956.
25. árgangur.
EYSTEINN JONSSON,
fjármálaráðherra,
FIMMTUGUR
Það er kunnara en frá. þurfi að
segja, að þegar Framsóknarflokk-
urinn var stofnaður í desember
1916, þá stóðu að þeirri flokks-
stofnun glöggskyggnir gáfumenn
með ríka framíaraþrá. I ung-
mennafélagshreyfingunni og sam-
vinnusamtökunum höfðu þeir lagt
fram fyrsta skerf sinn til félags-
málabaráttunnar í landinu, og
hann lofaði góðu. Þessir menn
sáu, að til þess að gjöra hugsjónir
ungmennafélaganna og samvinnu-
manna að veruleika, varð að
stofna pólitískan flokk, sem mið-
aði stefnu sína algerlega og ein-
göngu við íslenzka staðhætti, ís-
lenzkt þjóðfélagsástand og sér-
þarfir þær til breytinga og fram-
fara, sem mótast höfðu af sögu
þjóðarinnar, — þess vegna stofn-
uðu þeir Framsóknarflokkinn.
Eins og það var lán Framsókn-
arflokksins að stofnendur hans
voru hugsjónaríkir baráttumenn,
eins hefur það verið lán flokksins
að til forustu í flokknum hafa
valizt á liðnum árum sókndjarfir
og víðsýnir drengskaparmenn. —
Einn þessara forustumanna Fram-
sóknarflokksins er fimmtugur í
dag, 13. nóvember. Það er ritari
flokksins, Eysteinn Jónsson fjár-
málaráðherra.
Þegar maður lítur til baka yfir
liðna atburði í sögu þjóðarinnar
og flettir blöðum í stjórnmálasög-
unni síðustu áratugina, gætir svo
víða afskipta og forustu þessa
manns, að maður gæti haldið að
hann væri mun eldri en kirkju-
bækurnar segja. En þegar maður
aftur á móti sér hann í ræðustól,
við skrifborð sitt í stjórnarráð-
inu eða á gangi, þá trúir maður
því ekki, að þessi maður hafi í
dag fimm tugi að baki. En svo
er það nú samt.
Eysteinn Jónsson er fæddur 13.
nóvember 1906 á Djúpavogi, son-
ur presthjónanna þar, séra Jóns
Eysteinn Jónsson
Finnssonar og frú Sigríðar Hans-
dóttur Beck. Á unglingsárunum
stundaði hann alla algenga vinnu
til sjós og lands og kynntist því
snemma lífsbaráttu íslenzkrar al-
þýðu til sjávar og sveita. Árið
1927 lauk hann burtfararprófi úr
Samvinnuskólanum og gerðist þá
ritari í Stjórnarráðinu. Skattstjóri
í Reykjavík varð hann 1930, eftir
að hafa verið við nám erlendis og
fjármálaráðherra varð hann árið
1934, þá 28 ára gamall. Hann
varð viðskiptamálaráðherra 1939
og gegndi því embætti til 1942.
Hann varð ráðherra á ný 1947 og
þá menntamálaráðherra. Árið 1950
varð hann fjármálaráðherra og
hefur hann gegnt því embætti
óslitið síðan til þessa dags. Þing-
maður Sunn-Mýlinga hefur Ey-
steinn Jónsson verið síðan 1933
og formaður þingflokks Fram-
sóknarmanna frá því 1943. í
stjórn Sambands ísl. samvinnu-
félaga hefur hann verið frá 1944
og varaformaður Sambandsins
síðustu 10 árin.
Eins og að líkum lætur hafa af-
skipti Eysteins Jónssonar af
landsmálum og löggjöf verið
margþætt og margvísleg, þann
tæpa aldarfjórðung, sem hann
hefur átt sæti á alþingi og þau
ár, sem hann hefur verið ráð-
herra. Jafnan hafa afskipti hans
af þessum málum miðast við það,
að auka á alhliða þjóðfélagsum-
bætur og stuðla að hverskonar
framförum í • menningu og lífs-
kjörum þjóðarinnar. Eg vil rekja
hér að nokkru afskipti þessa
stjórnmálamanns af sjávarútvegs-
og hagsmunamálum Siglufjarðar.
Ándstæðingar Framsóknar-
flokksins hafa oft haldið því fram
að flokkurinn væri aðeins stétta-
flokkur bænda, sem miðaði starf-
semi sína eingöngu við sénhags-
muni landbúnaðarins, en teldi sér
óviðkomandi málefni annarra
stétta og afkomu annarra at-
vinnuvega. Engar röksemdir hafa
þó verið færðar fyrir slíkum full-
yrðingum, enda tala verk Fram-
sóknarflokksins á liðnum árum
allt öðru máli, eða á þessa leið:
Framhald á 4. síðu
Uppbygging atvinnu-
lífsins í Siglufirdi
Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkir einróma til-
lögu um að beita sér fyrir öflun nýrra atvinnutækja
Samþykkt sú, sem bæjarstjórn
gerði, fer hér á eftir:
„Með fundarsamþykkt frá 26.
júlí 1955, var samþykkt að kaupa
nýjan díeseltogara til bæjarins, ef
möguleikar væru fyrir iiendi, og
óska aðstoðar ríkisstjórnarinnar í
því efni. Af ástæðum sem kunnar
eru, hefur enn ekki orðið úr þess-
um togarakaupum. Með framkomu
hins nýja togarakaupafrumvarps
á Alþingi, hefur hinsvegar opnazt
nýr möguleiki fyrir bæjarsjóð til
togarakaupa og fyrir því samþ.
nú bæjarráð að sækja um til at-
vinnutækjanefndar og ríkisstjórn-
ar, að þessir aðilar úthluti til
Siglufjarðar einum til tveimur
togurum af þeim 15 togurum,
sem ákveðið er, að keyptir verði
til landsins á næstunni. Jafn-
framt samþ. bæjarráð að gerð
verði kostnaðaráætlun, sem lögð
verði fyrir bæjarstjórn til athug-
unar, yfir byggingu hraðfrysti-
húss á lóð Rauðku, eða næsta
nágrennis, sem rekið verði sam-
hliða Rauðkuverksmiðjunni. Jafn-
framt samþ. bæjarráð að kjósa
4 manna nefnd innan bæjar-
stjórnar, ásamt þingmanni kjör-
dæmisins og Gunnari Jóhanns-
syni og bæjarstjóra til að vinna
að þessum málum, enda vinni
bæjarstjóri og þingmennirnir Á.J.
og G. J. að þessum málum við
ríkisstjórnina.“
1 nefndina voru kosnir eftir-
taldir menn:
Bjarni Jóhannsson
Sigurjón Sæmundsson
Öskar Garibaldason
Ólafur Ragnars
Varamenn:
Ragnar Jóhannesson
Georg Pálsson
Þóroddur Guðmundsson
Kristján Sigurðsson
Bygging nýs hraðfrystihúss,
sem rekið yrði í sambandi við
síldarverksmiðjuna Rauðku og
kaup á einum til tveimur togur-
um, sem einnig yrðu reknir í sam-
bandi við þessi fyrirtæki, er
stærsta átakið, sem bæjarstjórn
•hefur beitt sér fyrir til þess að
skapa hér lífvænlega afkomu
bæjarbúa og útrýma atvinnuleysi
og fólksflótta úr bænum af þeim
sökum.
1 næsta blaði verður nánar rætt
um þessi mál.