Einherji - 21.05.1966, Qupperneq 1
• Samvinnufélögin
skapa sannviröi á
vöru og auka öryggi
hvers byggSarlags
• GangiS í sam-
vinnufélögin.
• VerzliS viS sam-
vinnufélögin
• Samvinnan skap-
Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. ar betri lífskjör.
7. tbl.
Laugardagur 21. maí 1966.
35. árgangur
Stöndum vörð um Siglufjörð
B-listinn
Kosningaskrifstofa B-listans á kjör-
dag er í Framsóknarhúsinu, Túng. 8
Stuðningsfólk B-Iistans! Kjósið
snemma. Hafið samband við skirfstof-
una — Sími 7 16 53.
Vinnum öll að sigri B-listans!
l) ngi r kj )Ú B-1 isfa
Æskan er framtíðin Leið fjöldans >f
B |js|jnn Hér eru fulltrúar unga fólksins. Á engum lista eru jafnmargir fulltrú
ar unga fólksins eins og á B-listanum-
ÁVARP
Félag ungra Framsóknarmanna hvetur allt ungt
fólk í Siglufirði til þess að standa öflugan vörð um
hagsmunamál Siglufjarðar, að berjast fyrir hví, að
núverandi ástand bæjarmála taki snöggum breyting-
um til batnaðar, svo siglfirzk æska þurfi ekki að
kvíða komandi framtíð.
Félag ungra Framsóknarmanna mun berjast fyrir
bættu atvinnuástandi, fjölbreytni og aukningu at-
vinnuveganna, svo sem flestir, ungir sem gamlir,
geti fengið starf við sitt hæfi. Félagið mun leggja
áherzlu á að núverandi aðstaða til allra íþróttaiðk-
ana heyri fortíðinni til, og sigifirzkri æsku sé boðið
upp á sæmandi aðstöðu eins og önnur bæjarfélög
gera.
Við fögnum stofnun tómstundaheimilis fyrir ungl-
inga og vonum að það starf sem þar er unnið eigi
eftir að reynast bæjarfélaginu heilladrjúgt í fram-
tíðinni.
Félagið hvetur allt ungt fólk til þess að vinna að
uppbyggingu bæjarins og telur bæjarfélagið skyld-
ugt, gagnvart íbúum þess, að vinna að og hafa for-
göngu um þá hluti.
Við teljum samgöngumál Siglufjarðar mjög þýð-
ingarmikið atriði varðandi framtíð bæjarins, og
leggjum ríka áherzlu á að lokið verði sem allra fyrst
flugvallarbyggingu og gerð Strákavegar.
Það er krafa ungs fólks í Siglufirði, að bærinn
verði skipulega upp byggður, og núverandi kák í
þeim málum hverfi án tafar fyrir fastmótuðu og vel
unnu skipulagi.
Að lokum hvetur Félag ungra Framsóknarmanna
í Siglufirði allt fólk, ungt sem gamalt, til alvarlegr-
ar umliugsunar um hið ískyggilega ástand, sem
myndazt hefur í málefnum Siglufjarðar hin síðari
ár, og heitir á alla að leggja sitt að mörkum til efl-
ingar og samstöðu allra bæjarbúa að standa vörð
um sitt byggðarlag.
FÉLAG IJNGRA FRAMSÓKNARMANNA,
SIGLUFIRÐI
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
JÓN SVEINSSON
BENEDIKT SIGURJÓNSSON
BJARNI ÞORGEIRSSON
SIGURJÓN STEINSSON
SVERRIR SVEINSSON
Bogi Sigurbjörnsson:
Styðjum B-listann, til siprs
siglfirzkum málefnum
22. maí 1966, þegar kosn-
ing nýrrar bæjarstjórnar
skal fara fram, mun ef til
vill hafa meiri áhrif á fram-
tíð Siglufjarðar, en menn al-
mennt gera sér í hugarlund.
Þó mun aðgerðarleysi, fram
ikvæmdaleysi og vanstjóm
núverandi stjórnenda bæjar-
félagsins komin á það hátt
stig, að allir bæjarbúar, ung-
ir sem gamlir, eru uggandi
um framtíð bæjarins.
Ekkert bæjar- eða svei1»-
arfélag á Islandi, sem byggi-
Framhald á 3. síSu