Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1930, Blaðsíða 5

Freyr - 01.07.1930, Blaðsíða 5
Búnadarmálablað Útgefendur: Jón H. Þorbergsson, Sigurður Sigurðsson, Pdlmi Einarsson, Sveinbj. Benediktsson. <£rei/r Af greiðslum aður og gjaldkeri: Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 131. Árg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júli. XXVII. ár. Reykjavík, Júlí — Ágúst 1930 Nr. 7—3. Sáðsléttur Það hefir verið deilt um, hvort sáðslétt- ur gæti talist trygg jarðabót. Hafa sumir búmenn haldið því fram, að svo væri eigi. Væri því réttmætt að láta eigi taka út og mæla þessa jarðabót, fyr en eftir nokkur ár, þá séð væri hvemig hún reyndist. Á ferðum mínum um landið í sumar hefi ég veitt sáðsléttum sérstaka eftirtekt, og af þeim athugunum fengið fulla vissu um, að mönnum víðsvegar um land hefir lán- ast að gera ágætar sáðsléttur, sem bæði eru varanlegar og gefa mikla eftírtekju, J>egar á fyrsta ári. Sem dæmi þessu til sönnunar má nefna: Sáðsléttur Ræktunarfélagsins á Akur- eyri og fleiri þar í grend, sem nú eru nær 30 ára gamlar og hafa alla tíð gefið góða eftirtekju. Þetta munu elstu sáðsléttur á landinu, framkvæmdar í stærri stíi. 1 Norður-Þingeyjarsýslu eru víða ágæt- ar sáðsléttur, til dæmis í Leirhöfh á Sléttu, Efrihólum í Núpasveit, og Þverá í Öxarfirði (nánar um þetta á öðrum stað i blaðinu). Á Austurlandi eru góðar sáðsléttur a Eiðum og víðar. Á Suðurlandi eru mestar og víðlendast- ar sáðsléttur í grend við Reykjavík og hafa flestar gefið góða raun. Vestanlands eru víða góðar sáðsléttur, t. d. á Hvanneyri og Hjarðarholti í Dölum (.sem hafa gefist ágætlega) og víðar. I Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum er fremur lítið af sáðsléttum. Góðar sléttur eru við BlÖnduós og ágætar á Hólum í Hjaltadal. Af þessu stutta yfirliti sést, að sáð- sléttur geta gefist vel um land alt, sé til þeirra vandað. Síðan vélavinnan kom til sögunnar breiðist sáðsléttuaðferðin út. Þaksléttuaðferðin er að hverfa úr sögunni, en sáðsléttuaðferðin að koma í staðinn. Við sáðsléttuaðferðina ber ýmislegs að gæta, ef vel á að fara. Aðalatriðin eru þessi: , ! ; 1. Hæfilega rakur jarðvegur, því þarf framræslu, ef votlent er. 2. Góð jarðvinsla (gróðurlagið alt mulið og jafnað). 3. Nægur áburður. 4. Gott grasfræ, og sambland hinna helstu grasfrætegunda, sem best eiga við eftir staðháttum. 5. Girðingar um sáðslétturnar, svo þær séu algerlega friðaðar fyrir ágangi búfjár. 6. Viðeigandi hirðing á sáðsléttunum. Um öll þessi atriði mun Freyr á komandi vetri flytja nánari leiðbeiningar og skýr- ingar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.