Freyr - 01.11.1930, Blaðsíða 8
108
FREYR
Að því er stefnt að gera öll slægjulönd
vélslæg. Þá fyrst getur heyskapurinn far-
ið að verða viðráðanlega ódýr. En mjög
er misjafnt hve bændum er þetta mark
ljóst. Til eru margar jarðir þar sem nátt-
úran leggur bændunum rennisléttar
grundir til undir tún. Venjulega eru þær
svo snöggar að þær verða ekki slegnar
með vél, en með notkun tilbúins áburðar
verða þær ekki einungis vélslægar, heldur
margfaldast eftirtekjan af hverjum
bletti. Þeir bændur, sem slíkt land hafa
eiga vel að athuga, hvort það ekki borgi
sig fyrir þá að kaupa tilbúinn áburð fyrir
kaupamannskaup, hafa manninum færra
við heyskap, og nota vélar. Mjög oft fá
þeir með því meiri og til muna ódýrari
hey en áður, og afkoman verður öll önnur.
Undanfarin ár hefir mikið verið hugsað
um það, að stækka túnin. Þetta er virð-
ingarvert, og það lastar enginn, en til er
íslenzkt spakmæli sem segir: „Það er ekki
minni vandi að gæta fengins fjár en afla“.
Mér dettur það oft í hug þegar ég fer
framhjá bæjum, sem róta í sundur ný-
ræktinni, en svelta gömlu túnin, svo þau
spretta svo illa, að ekki er nema hálf upp-
skera af. Allir sjá, þegar þeir hugleiða
þetta, hve slíkt er heimskulegt. Verkið
við að slá túnið er líktt, hvort sem af því
fást 10 hestar af dagsláttunni eða 80 eins
cg hvorutveggja er til. Hið fyrra er al-
gengt, en hið síðara heldur fátítt en þó
allalgengt á túni og túni hér og þar um
landið. Og það er ekki nóg með það, að
eftirtekjan verði minni, mestu munar á
því, að sprettan er ekki nógu góð til þess
að nota vélar á túnið. Um alt land hittir
maður bændur, sem ekki telja sig geta
notað vélar á túnin. Orsökin er oftast sú,
að túnið er að meira eða minna leyti
svelt. Athugið því nú í kreppunni hvort
þið hafið efni á þvi að svelta túnin.
Hvort ekki borgar sig betur að fá á það
gott gras og nota á það vélar, en láta
kaupamanninn slá það sæmilega „slá-
andi“. Athugið það, gerið það fyrir mig,
og sérstaklega þó fyrir sjálfa ykkur.
Og nýræktin er misjöfn. Hún sést líka
soltin, með æpandi kargysnum stráum,
rök, með blágráum ýlustráum hér og þar,
cg óvöltuð, svo hún ekki verður vélslæg
þegar hún grær upp. Öll verk, sem hönd-
um er kastað til, verða illa gerð. Vetl-
ingatök eru aldrei góð. Það verður að
leggja alúð við nýræktina, gera hana vel,
svo af henni fáist mikið og gott fóður,
og slá megi hana með vélum. Hún er ekki
gerð til að fá út á hana styrk, hún er gerð
til þess að niðjar okkar njóti hennar og
hún skapi varanlega aukinn þjóðarauð.
Þess vegna á hún að vera vel gerð. Munið,
gerið hana vel.
Þegar óþurkar ganga, eins og var um
nokkra landshluta í sumar, eiga bændur
að gera vothey. En þó svo sé, og þó það
sé um mannseldur síðan farið var að gera
það hér á landi, og þó mikið hafi verið
gert til þess að útbreiða þá heyverkunar-
aðferð, þá eru það ekki nema 162 bændur
af þeim 1035, sem voru í nautgriparækt-
arfélögunum 1929, sem gerðu vothey.
Hinir eru ekki enn komnir upp á lag
með að nota sér þessa sjálfsögðu hey-
verkunaraðferð. Og þó eiga allir að gera
það í óþurkum. Það er ekki lítill munur á
heyöflunartilkostnaðinum að setja í vot-
hey og þurka, þegar óþurkar ganga. Þið
sem komnir eruð upp á lag með að gera
það, bendið þeim, sem enn eru ekki byrj-
aðir, á reynslu ykkar. Kennið þeim. Lær-
ið hver af öðrum.
Eins og það er mikilsvert fyrir afkomu
bóndans, að afla ódýrra heyja, eins er
líka mikils vert, að vel sé á þeim haldið
að vetrinum. Þessu gefa margir bændur
tiauðla nógan gaum.
Það er reynsla margra bænda í mörg-