Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1930, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1930, Blaðsíða 9
109 FRE YR um svieitum landsins, að úr því að korni fram um jól, þá sé jörðin svo létt, að ef þeir þá beiti fénu, þá éti það sig svo fult af beitinni, að þeir fái það ekki til þess að éta nóg af útheyinu, sem þeir hafa að gefa því með beitinni, til þess að það haldist við. Þeir eru því hættir að beita miðjuna úr vetrinum, en gefa inni, til þess að geta haldið fénu við. Burtséð frá því, að þetta stafar oft af óhóflegri stóð- eign, sem urar landið, þá er þetta neyðar- ráð. Margir bændur hafa leitað annara ráða, en þó eru hinir miklu fleiri, sem gefa inni. 0g ráðin sem þeir hafa leitað, sem ekki gefa inni, er að gefa fóðurbæti með beit- inni. Það er vitanlegt, að það er eggja- hvíta og sölt er kindina vantar með beit- inni. Á því þarf hún að fá uppbót. í út- heyinu, og töðu reyndar líka, er svo lítið af þessum efnum, samanborið við fyrir- ferð fóðursins, að þegar kindin er orðin full úti, getur hún ekki étið nóg til við- bótar, og helst því ekki við. En þá er síldarmjölið á sínum rétta stað. Þá á að gefa það. Og þá er oftast nóg að gefa af því skamt sem nemur 50 gr. á á, eða að hafa 20 ær um kílógrammið. 100 kg. af síldarmjöli kosta nú hér í Reykjavík 32 kr. hjá S. í. S. Bóndinn getur gefið þau 20 ám í 100 daga, ef þær hafa fylli sína úti, og haldið þeim vel við. Annars þyrfti hann að gefa þeim um 2400 kg. af heyi og er þá gengið út frá að hann gæfi inni. Hvort verður ódýrara? Athugið það bændur góðir. Aðrir hafa gefið ufsa eða síld og revnst prýðilega. Yfirleitt má segja, að bændur, 'sem þetta hafi gert, telji sig hafa gefið fóðurbæti á kind fyrir 2—4 krónur og við það sparað 1—2 hesta af heyi. í flestum sýslum landsins eru emhverjir, sem hafa reynt þetta. Athugið reynslu þeirra, lærið af þeim. Það er al- veg víst, að hér er eitt ráðið, sem vert er að athuga hvort ekki getur hjálpað til að bæta fjárhagsafkomuna. Þá hefir það ekki lítið að segja fyrir bóndann hvort hann á góðar, arðsamar skepnur eða eigá. Þetta viðurkenna flestir eða allir, en sumir gera það aðeins með vörunum. Gera ekkert sem sýnir að þeim sé Ijóst að þeir þurfi að eiga arðsamar skepnur, enda þótt þeir viðurkenni hverja þýðingu það hefir fyrir bóndann. Jeg lield því að þeim sé málið ekki ljóst, þó að þeir láti svo. En þessi munur er mik- ill.. Sem meðaltal af 9 ára æfi, hefir besta ærin á sauðfjárræktarbúinu á Hrafnkells- stöðum skilað 67,3 kg. í lifandi lamba- þunga á ári. Sú versta er með 43,6. Báðar hafa að öllu leyti staðið við sama borð. Ilver munur haldið þið að það hefði ver- ið fyrir bónda sem á 100 ær, að eiga þær allar eins arðsamar og þá bestu, eða eins arðlítlar eins og þá vlerstu? Viljið þið hugsa ögn um það. Haldið þið ekki að eitthvað sé gerandi til þess að eignast þær allar eins og þá bestu? Einn bóndi hér á landi, sem mér er kunnugt um, hef- i) haldið sérreikning um hverja sína á all- an sinn búskap. Hjá honum munar um þriðjung á arðsömustu ættunum og þeim arðrýrustu. Hann hefir milli 20—30 ár hagað sínu úrvali á líflöbmunum eftir reynslunni, sem hann fékk á ánum og arð- semi ánna hefir stóraukist. Hann veit vel hvernig hvert lamb er ættað. Hann setur ekki á minstu lömbin, af því að í þeim sé minst frálag. Hann hugsar um framtfðina, og lítur á hvernig lömb hann muni þá fá, þegar píslirnar verða að ám. Hann setur ekki heldur á lömb, sem að vísu líta sæmilega út, en sem hann veit ekkert um hvernig eru ættuð, en það gerir enn fjöldinn allur af fjáreigendum landsins.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.