Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1930, Síða 11

Freyr - 01.11.1930, Síða 11
FRE YR 111 En kýr, sem mjólkar 5000, eins og bestu hérlendar - kýr gera, skilar 70 % af fóðrinu aftur í mjólkinni. Það er bví mikils virði að hafa kýrnar fáar og góðar. Að þvi á að keppa I sauðfjársveitununi þar sem mjólkurmarkaður er enginn. — Annars eiga þær bæði að vera góðar og rnargar. Við ber það, að kýr sýna ekki fult gagn af því að þær vanta sölt i fóðrið. Þetta gildir sérstaklega um hámjólka kýr, og kýr sem fá hey, sem sprottið er nærri sjó, og af engjum, sem sjór hefir gengið á og yfir. Þá þarf að gefa þeim fóðursalt. Ýmsir sem það gerðu síðastliðinn vetur telja sig hafa haft mikið gagn af þvi. Það fæst hjá S. f. iS. 50 kg. sekkur kostar 17,50, en 5 kg. sekkur 3,00. Kúnni er gef- in ein matskeið á dag, í fóðurbætinn eða yíir heyið. Einhverjir eru þeir vafalaust sem eiga kýr, sem þetta vantar. Þeir geta haft þeirra meira gagn með því að nota íóðursalt. Séð hefi ég gamlar, góðar mjólkurkýr, sem hafa verið búnar að mjólka svo frá sér sölt, að þær hefir orð- ið að drepa fyrir tímann, af því að van- rækt var að gefa þeim fóðursalt. Athugið þið þetta, sem eigið hámjólka kýr. Eins og kýrnar sýna misjafna raun eft- ir meðferðinni, eins er líka féð misarð- samt eftir því hvernig með það er farið. Mjög er það almennur siður um landið, að sleppa fé síðari hluta vetrar, ef jörð er auð og bærilega viðrar. Aðstaðan er hér ákaflega misjöfn, svo sitt gildir á hverjum stað. En í þessu sambandi þurfa menn að minnast þess að lambið tekur út aðalvöxtinn í móðurlífi síðasta mánuðinn, sem ærin gengur með. Burðurinn fer því mjög eftir því hvernig ánni líður síðasta mánuðinn áður en hún ber. En nú er það alviðurkent, að þyngd lambsins að haustinu stendur í hlutfalli við hvað það viktar nýfætt. Ýmsir góðir menn eru að hjálpa mér til að finna hvernig þetta er. Enn eru þær rannsóknir ekki komnar það langt, að hægt sé að taka málið rækilega fyrir, en hátt á þriðja hundrað lamba hefir þó verið vikt- að fyrir mig vor og haust. Langflest hafa þau 10—12-faldað nýborna þungann yfir sumarið. Lömbin sem hafa vegið 2 kg. nýborin, hafa viktað 20—23 kg. að haust- inu og þau sem hafa viktað 5,5 kg. nýbor- in, hafa viktað 55—60 kg. að haustinu. Ég þori ekki enn að fullyrða að þetta sé höfuðreglan, þó alt virðist benda á það, en sé svo, er augljóst hver skaði það er, að láta ekki ánni líða nógu vel síðast á meðgöngutímanum. Tveir 'bændur, sem ég hitti í haust, og sem ég hafði bent á að þetta mundi vera svona, sögðu mér, að ]>eir hefðu reynt þetta síðastliðinn vetur, og að ég hefði hér rétt fyrir mér. Annar gaf 24 verstu ánum sínum ágætlega (mat cg töðu) síðustu 6 vikur meðgöngutím- ans. Lömbin þeirra skáru sig úr í haust. Hinn gaf 12 ám betur til reynslu, og það fór á sömu leið, lömbin þeirra voru lang- þyngst nýborin og líka í haust. Enn einn bóndi, sem vanur er að sleppa mjög snemma í ágætt land, lét 40 lamb- gimbrar fá í fyrra. Með þær fór hann á- gætlega, gaf þeim töðu og þegar hann sleppti ám sínum fyrir páska, gaf hann ])eim áfram og gaf þeim fram á burð. Lambgimbrar-Iömbin markaði hann und- ir annað roark, svo þau væru auðþekt að haustinu. En í haust voru það bestu lömbin, báru af hinum. Ég ræð engum til að leika þetta eftir, en þetta er eitt með öðru sem bendir á að þær bráðabirgðar- athuganir sem ég hefi verið að fá menn til að gera, og það sem af þeim má draga, sé ekki út í loftið gert, og því skal ég lofa að taka málið betur fyrir þegar ég fæ nóg gögn til þess. En athugið þið nú þetta vel fjáreigend-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.