Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1930, Síða 19

Freyr - 01.11.1930, Síða 19
FRE YR 119 Áburðarmagn fyrir hafra var pr. ha.: 100 kg. kali. 400 — Superfosfat. 100 — Saltpétur. Fyrir byggið var sama af kali og fos- forsýru en 75 kg. af saltpétri, Af byggi hefir Klemens í tilraununum 12 afbrigði en 16 afbrigði af höfrum. Af grasfræi fékst í fræræktarstöðinni 90—100 kg. af eftirtöldum tegundum, háliðagrasi, mjúkfaxi, vallarsveifgrasi og og túnvingli. Á Rangársöndum hafði Klemens til- raunir með kornrækt á 200 og 400 fer- metra reítum, og þroskaðist korn þar. Af þeim, sem tekið hafa upp kornrækt, roá nefna Arna bónda, á Sámsstöðum, ræktaði hann bygg í 4 dagsl. og fékk um 20 tunnur í uppskeru. Páhni Einarsson. Búnaðarframfarir í Svarfaðardal. Sem kunnugt er gengur Svafaðardalur upp frá Eyjafirði vestanverðum. I dalnum neðantil er nokkurt undirlendi og sléttar engjar, þó aðeins á fáum bæjum. Dalur- inn er víðast mýrlendur, með hallandi, þýfðum mýrum og tún voru flest þýfð. Svarfdælingar eru frá fomu fari orð- lagðir dugnaðarmenn, bæði til sjósóknar og sem jarðyrkjumenn. 1 dalnum eru um 90 býli. Árið 1885 var stofnað búnaðfélag í daln- um, sem um langt skeið hefir verið eitt af afkastamestu búnaðarfélögum þar nyrðra. Síðastliðið ár var það búið að vinna, samkvæmt jai’ðabótaskýrslum: Til 1924 ........... 53.611 dagsv. 1924—1929 .......... 29.187 — Samt. 82.798 dagsv. Nú síðast hafa Svarfdælingar lagt mik- mn hug á að útvega sér góð heyvinnu- tæki. Fyrsta sláttuvélin kom þar í dalinn 1914. Gísli Jónsson bóndi á Hofi fékk hana. Nú eru til 32 sláttuvélar í dalnum. Fyrsta rakstrarvélin kom 1925, nú eru þær 20 í dalnum. Fyrsta snúningsvélin kom í Svarfaðardal 1927, nú eru þær 5. Áburðardreifara til að dreifa með búpen- ingsáburði fengu Svarfdælingar 1925, nú eru þeir 5. í sumar er unnið með dráttarvél í Svarf- aðardal. Þar er nú verið að setja upp 2 raforkustöðvar. S. S. ----o--- Bókarfregn. Skýrslur Búnaðarfélags Islands nr. 5. Nautgriparæktin 2. Skýrsla 88 bls. Þessi skýrsla er um störf nautgripa- ræktarfélaganna á árinu 1929. Það ár sfcörfuðn 47 félög, þar af 24 ný. Voru i íélögunum haldnar skýrslur alls yfir 4156 kýr. Eins og vænta má, er mikinn fróðleik að finna í skýrslunni, og ættu bændur ekki að láta hjálíða að kynna sér þann fróðleik. I eldri félögunum er auk upplýsinganna frá árinu 1929 gefið yfirlit yfir þróun fé- iagsins frá byrjun, t. d. Nautgriparæktar- félag Rauðasands Barðastrandasýslu. Meðalársnyt á kú árin 1906—1911 2154 kg. Meðalársnyt á kú árin 1929 3026 kg.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.