Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 6
Í64
FRÉ YE
Kaupmannahöfn. „Borgina með hina
fögru turna“. Það sjást stórar og smáar
byggingar, gamlar og nýar. Frægar
byggingar, eins og konungahallir, söfn,
Konunglega leikhúsið, kirkjur, skrúð-
garðar og stórir lystigarðar o. m. fl.
Fast við Bellahöj er önnur hæð litlu
lægri, er Bispebjerg heitir, þar er reist
eitt stærsta minnismerki á Norðurlönd-
um: Grundtvigskirkjan. Hún er ein hin
fegursta bygging, sem til er í Danmörku.
Uppistaðan í stíl hennar er frá gömlu
sveitakirkjunum dönsku, sem enn standa
víða út um sveitir Danmerkur, mörg
hundruð ára gamlar.
Á þessum fagra stað, Bellahöj, völdu
danskir bændur að halda hátíðlegt 150
ára afmæli lausnar átthagafjötranna.
Það gerðu þeir með þeim myndarskap,
sem lengi mun í minnum hafður, í öllum
landbúnaðarlöndum heimsins. Landbún-
aðarsýningin danska 1938, „Bellahöj-
sýningin“ (en undir því nafni mun hún
ganga framvegis í Danmörku), var svo
fullkomin, fjölþætt og fjölsótt, að Dön-
um mun verða sómi að um aldur og æfi.
Sýningarstaðinn var ekki hægt að velja
heppilegri. Hvergi gátu danskir bændur,
sem ekki höfðu tíma til að vera í Kaup-
mannahöfn meira en 1—2 daga, séð eins
mikið af fegurð borgarinnar í jafn
skammri svipan. Hvergi var hægt að
búast við eins mörgum sýningargestum
eins og inni í Kaupmannahöýn sjálfri.
Þegar svo þar við bættist, að veðurguð-
inn gaf hið ákjósanlegasta veður, þurrt,
en þó aldrei of heitt, þá er skiljanlegt,
hversu hátt sýning þessi var virt, bæði
innanlands og utan.
II. Landbúnaðarsýningin.
Laust eftir aldamótin 1800 byrjuðu
danskir bændur að halda búf jársýningar.
Fyrst aðeins í fáum landshlutum, og að
eins sýnd húsdýr, en síðar í hverju hjer-
aði, og nú er yfirleitt sýnt á sýningum
þessum allt, sem viðkemur búskap og að
framleiðslu landbúnaðarafurða lýtur. —
Beztu dýrunum á hverjum bæ er safnað
saman og þau metin og borin saman á
sýningunum og veitt verðlaun eftir verð-
leikum.
Landbúnaðarsýningin í Bellahöj var
landssýning, þar var aðeins úrval af því
bezta, sem til var í dönskum búnaði, valið
af fagmönnum.
Það yrði of langt mál hér, að lýsa ná-
kvæmlega landbúnaðarsýningunni. Eg
verð því að láta nægja að drepa aðeins
á helztu greinar hennar og þýðingu sýn-
ingarinnar í heild.
Forseti sýningarinnar, H. Hauch, sagði
við opnun hennar, að danskir bændur
vildu meðal annars leitast við að sýna:
1. Danskar jurtir, og hvað hægt er að
rækta í ökrum og skógi.
2. Dönsk húsdýr, og hve langt þeir væri
komnir í kynbótum og ræktun þeirra.
3. Samvinnufélagsskapinn og þýðingu
hans í landbúnaðinum.
4. Alþýðufærðsluna (sveitafræðslu) í
hálfa aðra öld.
5. Búnaðarsöguna. Ástandið eins og
það var, ástandið eins og það varð, og að
síðustu hið erfiða ástand, sem landbún-
aðurinn hefir átt við að búa, nú hin síð-
ustu árin.
Sýningunni var í rauninni skipt niður í
fimmtán greinar, skipulega raðað um allt
sýningarsvæðið.
Tvær höfuðgreinar sýningarinnar,
jarðræktin (jurtaræktin) og húsdýra-
ræktin munu þó fyrir flesta hafa haft
almennasta og mesta þýðingu, a. m. k.
fyrir alla bændur og búalið, sem þangað
sóttu.