Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 12

Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 12
170 FRE YR eða meljuþurr, koma fram vaxtartruflan- ir. Jurtin á mishægt með að ná næringu úr jarðveginum og vex ýmist ört eða mjög hægt. Þola tegundirnar þetta mis- jafnt. Loks sá ég rótarflókasvepp á Eyvindarkartöflum síðastliðið vor. Voru alldjúp dökk sár eða blettir á spírun- um. Varð að fleygja dálitlu af útsæði þessvegna. Venjulega er þó þessi kvilli meinlítill. Af öðrum kvillum í sumar má nefna birkimaðk og blaðlýs. Dugði Dana-eitur- duft vel gegn þessum óþrifum. En víða voru engar varnir notaðar, eða duftinu dreift of seint. Féllu blöðin þá óvenju snemma af ribsinu, vegna blaðlúsamergð ar neðan á blöðunum. í slíkum görðum ætti að úða tré og runna með Carbó- krimp (1:10) í marz—apríl í vetur. Blað- lýs þrífast bezt í þurrviðrum og var því mikið um þær sunnanlands í sumar. Ryð- sveppur sást allvíða á birki í sumar. Urðu blöðin ryðbrún á lit. Er bezt að safna birkiryðsjúku laufi saman á haustin og brenna það. Á reyni bar nokkuð á rauð- um vörtum og ennfremur sáust rótar- sveppir, er valda því að rótin fúnar og tréð visnar. Vörtugreinar skal skera af og rótarfúatré ber að fella, til að hindra smitun. í gróðurhúsum eru hnúðormarn- ir eða rótarormarnir versti kvillinn. Munu gróðurhúsaeigendur nú í þann veginn að hefja herferð gegn ormunum. Verður reynt að hreinsa moldina með heitu vatni, gufu eða lyfjum, t. d. Sul- fana. Er vonandi að heita vatnið dugi. Líklega þarf það að standa alllengi á, ef til vill í hólfum, og verður að reyna að varðveita hitann sem bezt, t. d. með því að þekja jarðveginn á meðan. Sést af þessu öllu hve áríðandi er að menn þekki kvillana og kunni skil á helztu varnarráðum. Því miður er erfitt að ná í Mjólk- og mjólkuriðnaður. II. Smjörsamlög. í mjólkuriðnaðinum er hægt að greina á milli þrennskonar skipulagsforma: 1. Fullkomin mjólkurbú. 2. Rjómabú. 3. Smjörsamlög. Mjólkurbúin eru án efa fullkomnust þessara þriggja skipulagsforma. Þau veita allri mjólk meðlima sinna móttöku. Úr mjólkurfeitinni vinna þau smjör, en úr undanrennunni skyr, osta, sýrða und- anrennu o. m. fl. Þau hafa mikinn stofn húsa, véla og áhalda. Stofn- og rekstrar- kostnaður þeirra er því mikill. Þau eru, miðað við hin skipulagsformin, dýr framleiðslutæki. Því meiri mjólk sem þau fá til framleiðslunnar, þeim mun minni verður rekstrarkostnaður þeirra pr. lítr. mjólkur, að öðru jöfnu. Eigi þau að sýna góða afkomu, verður því mjólkurmagnið að vera mikið, en af því leiðir að magn afurða hlýtur og að verða í stórum stíl. Mjólkurbúin útheimta því stór og blóm- leg markaðssvæði. Flutningskostnaður hráefnisins þ. e. a. s. mjólkurinnar verð- ur mikill, þareð rúmfang hennar er stórt. Húsakynnin, áhöldin, vélarnar, á- samt því hve nýlegt og óskemmt hrá- efnið er, myndar góð skilyrði til fram- leiðslu góðrar vöru. Vörur mjólkurbú- anna hafa því góð skilyrði til þess að vinna markað. í sveit með góðum rækt- unarmöguleikum, þar sem samgöngur eru góðar og hægt að ná á markað, er því ekkert til fyrirstöðu að byggja mjólk- urbú. Þarf þetta að lagast, því mikið er í húfi. Ingólfur Davíðsson.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.