Freyr - 01.11.1938, Page 15
173
F R E Y R
veikin hafi legið í fé þeirra undanfarin
þrjú ár, þá drepist enn hlutfallslega jafn-
margt af hennar völdum, eins og fyrsta
árið, sem hennar varð vart. Þeir sömu
bændur telja líka, að mjög gangi illa
með uppeldi lamba hjá sér.
Sem betur fer virðast þeir færri, sem
hafa þessa sögu að segja, heldur en hinir.
Bezta sönnun þess er sú, að þeim fækkar
nú óðum, sem vilja reyna að útrýma
mæðiveikinni með niðurskurði og fjár-
skiptum.
Á ferðum mínum í haust átti ég tal um
þetta við allmarga bændur. Margir þeir,
sem enn voru að missa ærnar að mun,
þótt þeir hefði haft veikina í fé sínu und-
anfarin 2—3 ár, höfðu orðið fyrir þeim
óhöppum, að missa marga eða alla hrút-
ana. Sumir þeirra höfðu jafnvel alið upp
lömb undan hrútum, sem höfðu veikst
eða drepist á tímabilinu frá fengitíma til
sláturtíðar.
Þar sem reynzlan sýnir þó, að vissir
stofnar fjárins virðast hafa meiri mót-
stöðu gegn veikinni en aðrir, þá er það of
djarft teflt, að ala upp út af foreldrum,
sem annaðhvort eru orðin veik eða dauð
úr mæðiveiki, áður en lambið er sett á
vetur. Slíkt er næstum því að gera leik
til þess, að halda mæðiveikinni við í
fénu. Aldrei skyldi a. m. k. ala upp
hrútlamb, nema undan foreldrum, sem
mæðiveikin hefir ekki unnið bug á.
Það er því meiri ástæða, en nokkru
sinni fyrr, fyrir bændur á mæðiveikis-
svæðinu, að halda ættartölubækur yfir
sauðfé sitt. Með því móti geta þeir valið
til undaneldis af þeim stofnum, sem mesta
mótstöðu sýna gegn veikinni.
Þeir, sem telja það of mikla fyrirhöfn
að halda nákvæmar ættartölubækur yfir
fé sitt, gætu a. m. k. merkt ærnar þannig,
þegar þær fá, að þeir gætu séð að vorinu
Sjúkdómur í sauðfé
áður óþekktur hér á landi.
Opið bréf til bænda.
Á nokkrum stöðum hér á landi hefir
orðið vart við illkynja sjúkdóm í sauð-
fé, sem áður hefir verið hér óþekktur.
Nú er vissa fengin fyrir því, hver þessi
sjúkdómur er. Ásgeir Einarsson, dýra-
læknir á Reyðarfirði, fann fyrstur veiki
þess hér á landi. Síðan hefir Rannsókn-
arstofa Háskólans fundið þessa sömu
veiki á tveimur stöðum.
Sjúkdómur þessi er þekktur víða um
heim, t. d. bæði í Þýzkalandi og Bret-
landi og er hann kallaður á ensku
Johne’s disease, sem við getum kallað
Johne’s-sýki.
við hvaða hrút þær hafa fengið, ef þeir
eiga fleiri en einn hrút.
Að vorinu þarf svo að merkja lömbin
undan hverjum hrút með alúminíum-
merki í eyra, eða á annan öruggan hátt,
svo að hægt sé að sjá að haustinu, undan
hvaða hrút hvert lamb er.
Ef svo tækist til, að einhver hrútanna
veiktist eða dræpist úr mæðiveiki, yfir
vorið eða sumarið, þá yi'ði hægt að lóga
öllum lömbunum undan honum.
Bændur á mæðiveikissvæðinu! Það er
úti um sauðfjárræktina, að minnsta kosti
um alllangt skeið, ef okkur tekst ekki að
ala upp nýjan fjárstofn á rústum hins
gamla. Ég hefi von um að það takist. Við
verðum allir að vera samtaka um að gera
það, sem skynsamlegast er, til þess að
flýta fyrir því, en það er fyrst og fremst
að ala upp fé út af þeim einstaklingum
og ættum, sem reynast hraustastar og ó-
næmastar fyrir mæðiveikinni.
Halldór Pálsson.
L