Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1938, Page 16

Freyr - 01.11.1938, Page 16
174 FREYR ÞaS er talið víst, að sjúkdómur þessi hafi borist hingað til lands með karakúl- féinu, þareð hennar hefir aðeins orðið vart á bæjum, þar sem karakúlkindur hafa verið. Nú er það víst, að þessi sjúkdómur er í féinu á eftirtöldum bæjum: Hæli í Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu, Breiðdalsvík, Útnyrðingsstöðum á Héraði og á Hólum í Hjaltadal. Sjúkdómur þessi lýsir sér sem lang- vinn uppdráttarsýki. — Sjúkar kindur leggja af, verða úfnar og ósjálegar á svip, og hafa skitu öðru hvoru. Þær smá tærast upp og verða afholda með öllu, áður en þær deyja. Sjúkdómur þessi er ólæknandi. Kind- ur geta þó lifað all-lengi, eftir að þær sýkjast, þ. e. a. s., þær geta verið að drag- ast upp a. m. k. í heilt ár. Þegar sjúkri kind er slátrað, þá kem- ur í Ijós að þarmaveggirnir eru þykkir, og mjógirnið, einkum neðsti hluti þess, er með þykknaðri slímhúð,sem er hvítleit og hrjúf, oft með óeðlilegum fellingum og skorum í, a. m. k. þegar veikin er kom- in á all-hátt stig. Auk þess eru garnmörs- eitlarnir venjulega til muna stækkaðir. Nú hefir verið ákveðið að hefjast strax handa, og rannsaka hve útbreidd þessi fjárpest kunni að vera hér á landi. Verður reynt að útrýma henni með öllu, ef mögulegt er. Landbúnaðarráðherra hefir falið und- irrituðum að hafa yfirumsjón með því, að útbreiðsla veiki þessarar verði rannsök- uð. Vil ég því biðja þá bændur, sem ein- hverntíma hafa haft karakúlkind í um- sjá sinni, eða sem búa í nágrenni við þá staði, þar sem karakúlkindur hafa verið, og sérstaklega þá, sem hafa keypt fé, eða átt fé í fóðri á þeim stöðum, síðustu þrjú til fjögur árin, að íhuga vandlega, Frá Sámsstöðum. Kornrækt. I tiiraunastöö Búnaðarfélags Islands að Sáms- stöðum, var s.l. vor sáð byggi og höfrum til korn- ræktar í 7 ha. lands. Er það um 1 ha. meira en mest hefir verið áður. Sáning byrjaði seint í apríl og stóð j7fir fram- yfir mánaðamótin. Reynist jafnan bezt að sá svo snemma vors, sem fært er. Sprettan var hægfara framan af snmri, en þó náðu hafrarnir ágætum þroska og byggið sæmilegum. Þá var og sáð rúgi í % ha., en hann þroskaðist heldur lakar en venja er til. Kornskurður bvrjaSi í fyrstu viku september- mánaðar og’ var lokið er vika var af október. TíSarfar var hagstætt til þurrkunar og náðist kornstöngin öll vel hirt í hlöðu. Stoi-mar seinni- part sumars gerðu nú minna tjón en oft hefir orðið áður. Þreskingu kornsins er ekki lokiS, en Klemens Kristjánsson gizkar á að uppskeran muni Verða um 16—22 tn. af ha. Grasfrærækt. Hún var í sumar álíka og veriS hefir undanfar- in ár. Yar fræ af sveifgrösum, vingul tegundum, háliðagrasi o. fl. teg., tekið af sem næst 2 ha. lands. Frætekjan varð um 700 kg., en það er ná- )ægt meðallagi, miðaS við undanfarin ár. Kartöflurækt. I sumar voru ræktuð á Sámsstöðum 24 afbrigöi af kai'töflum. Uppskeran varð alls um 170—180 tn. Bezt reynd- ust ,„Eyvindur“ (Kerrs pink), Dukker. Jórvíkur- hertogi (Duke of York), Böhm og Gultauga. Hafa öll þessi afbrigSi verið reynd á Sámsstöðum í nokkur ár. Þá má nefna Akurblessun (Aeker- hvort þeir hafi orðið varir við nokkra uppdráttarsýki í fé sínu, síðustu tvö tii þrjú árin, og ef svo kynni að vera, þá að tilkynna mér það þegar í stað, bréflega eða í sírrla. Halldór Pálsson, sauðfjárræktarráðunautur.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.