Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1938, Síða 18

Freyr - 01.11.1938, Síða 18
Vænt fé. m FRE ÝR Garðávexíir. Kartöflurœkt hefii' aukist mjög hin síðustu árin og síöastliðið vor mun hafa verið sett meira af kartöflum en nokkru sinni fyr. Ve'ðrátta í sumar var ekki hagstæð kartöflum víða á landinu, sízt austan og norðanlands, og kartölfugras féll þar snemma vegna kulda. Upp- skeran hefir því brugðist tilfinnanlega í þeim lands- fjórðungum. Munu jafnvel dæmi til að ekki hafi verið tekið upp. Af Vestfjörðum er látið vel af sprettu víða og sunnanlands, allt austur að Hornafirði hefir upp- skera oröið sæmileg víða. A þessu sama svæði hef- ir hún þó sumsstaðar brugðist tilfinnanlega, vegna næturfrosta. Gulrófnaræktin hefir ekki vaxið að sama skapi, sem kartöfluræktiu, en þó miðar einnig nokkuð áfram með hana. Líkindi eru til að rófnauppskera hafi víða orðið í góðu meðallagi, en annars berast af því litlar fréttir, hvernig gengur með rófurnar. Síðustu búnaðarskýrslur, sem Hagstofan hefir gefið út, eru fyrir árið 1936. Þá var uppskera af kartöflum tæplega 84,4 þús., en af rófum og næp- um tæpl. 24,7 þús. tn. Árlegt meðaltal árin 1931—35, var af kartöfl- um ríflega 42,6 þús. tn., en af rófum og næpum ríflega 17,3 þús. tn. Þetta sýnir að vísu góða framför, einkum í kart- öfluræktinni, en þó þarf þessi ræktun enn að auk- ast stórlega, til þess að viðunandi megi heita, eink- anlega þegar þess er gætt, að kartöflurnar eru eina „brauðplantan“, sem við ræktum enn til nokk- urra muna. Önnur matjurtarækt fer vaxandi í landinu, og einkanlega er gróðurhúsaræktin í hröðum vexti við heitu uppspretturnar. Á garðyrkjusýningu, sem haldin v.ar hér í Reykja- vík í haust — og skýrt verður frá hér í blaðinu -sérstaklega — upplýsti Ingimar Sigurðsson, að í sumar hefði framleiðsla tómata numið hér um 40 smálestum. Markaðui' var nægur fyrir þessa fram leiðslu, þótt verðið sé hátt (2 kr. á kg. til fram- leiðenda). Æskilegt væri að Hagstofan, færi nú að ganga eftir framtali á allri matjurtarækt í landinu, og sérstöku framtali á gróðurhúsaræktinni og annari ræktun á „keitum stöðum“. Einnig væri æski- legt að fá árlega sundurliðað framtal á stærð þess lands, sem notað er til kartöfluræktar og gul- rófnaræktar, til þess að finna megi hverja upp- skeru þessai' matjurtir gefa hér af ha. og hver áramunur er á því,. Svo að segja um land allt reyndist sláturfé í haust með allra vænsta móti, enda gekk sauðfé vel fram í vor, gróður lifnaði snemma, en v'eðráttu vai' þó svo farið, að jörð var að gróa langt fram á sumar, einkum til fjalla, svo að gera má ráð fyrir að fé hafi haft nýgræðing mikinn hluta sumars. Á þeim svæðum, þar sem mæðiveikin hefir drepið mest, kemur og það til greina, að miklu færra fé hefir verið í sumarhögunum en áður, og einmitt á þessum svæðum var féð nú einna vænst, en það má sennilega einnig þakka því, að þar sé nú hið fáa fé sem eftir er betur fóðrað en áður gerðist og almennt er. Freyr mun síðar birta skýrslur um tölu sláturfjár alls og meðal kjötþunga lamba, eins og undanfarin ár, en hér skulu nefnd nokk- ur dæmi um afburðavænt fé. 140 dilkar frá Einari hreppstjóra Halldórssyni á Kárastöðum í ÞingvalLasveit höfðu til jafnaðar 17% kgk kroppþunga og mest 23 kg. — 65 dilkar frá Torfa bónda Jónssyni að Gilsreymi í Lunda- reykjadal höfðu til jafnaðar 17% kg., og dilkai' frá Davíð bónda Björnssyni í sömu sveit 17% kg. Dilkur frá Hofi á Kjalarnesi hafði 24 kg. kropp. 40 geldingslömb frá Sigurjóni bónda Oddssyni á Rútsstöðum í Svínavatnshreppi höfðu til jafn- aðar 20 kg. kroppþunga og netjumör til jafn- aðar 1,7 kg. (mest 2,5 kg.). Þessi lömb gengu á góðu haglendi, girtu í heimalandinu. 2 dilkar, eign Gunnars bónda Þórðarsonar í Grrænumýrartungu höfðu um 27% kg. kropp- þunga og Jón bóndi Hannesson í Deildartungu fargaði lambi er hafði 26% kg. kroppþunga. Tvílembingar frá Helluvaði í Mývatnssveit höfðu til samans 45 kg. kroppþunga og þrílemb- ingar frá Yöðlum í Reyðarfirði 45% kg. •—- Móðir þrílembinganna er 6 v. og hefir ætíð áður verið tvílembd. — Geld ær 4 eða 5 v., eign Pétura Jónssonar Gautlöndum vóg á fæti 100 kg., kropp- urinn vóg 45 kg. en mörinn 10 kg. Jón ll. Þorbergsson, bóndi að Laxamýri, skrif- ar: „I haust slátraði ég tveggja vetra hrút, sem þótti ljótur og margir reyndu að gera grín að — líklega mest vegna þess að ég átti kanii. — Hrúturinn vóg 99 kg. á fæti og lagði sig með 49 kg. kjot, 7 kg. mör og 11% kg. gæru. Geri aðrir betur“.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.