Einherji


Einherji - 20.04.1967, Blaðsíða 2

Einherji - 20.04.1967, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Fimmtudagur 20. apríl 1967 Stjórnmálaáiyktun 14. flokksþings Framsóknarflokksins i. . . Framsóknarflokkurinn starfar sem alhliða umbótaflokk ur og stefna hans hefur verið og er í megindráttum þessi: Að vernda og efla menningarlegt, efnalegt og stjómar- farslegt sjálfstæði þjóðarinnar og afsala í engu rétt- indum hennar. Að vinna að efnahagslegu sjálfstæði sem allra flestra ein- staklinga á grundvelli samviimu og einkaframtaks. Að vinna að jafnrétti og jafnræði, m.a. með því að spoma gegn yfirdrottnum auðhringa og óeðlilegum afskipt- um ríkisvaldsins og með auknum almannatryggingum og góðri aðstöðu til menntunar fyrir alla. Að efla vísindi, tækni og verkkunnáttu. Að beina fjármagni til aukningar framleiðslu og fram- leiðni atvinnuveganna og að veigamestu þjónustufram kvæmdum og dreifa því til atvinnugreina og lands- hluta með viðráðanlegum kjömm. Að gera hið ítrasta til að efla jafnvægi í byggð landsins. Að vinna að því að sætta f jármagn og vinnuafl og tryggja svo sem hægt er, að hver og einn beri réttan hlut frá borði af þjóðartekjunum. Að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð og jafnvægisleysi í fjármálum þjóðarinnar. n. Flokksþing Framsóknarflokksins haldið í Reykjavík 14. —19. marz 1967 telur að við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara á næsta sumri_ liggi ljóst fyrir, að nú- verandi ríkisstjórn hefur ekki vaidið verkefnum sínum. I bókinni „Viðreisn“, sem stjómarflokkarnir gáfu út á kostnað ríkissjóðs 1960 og sendu ókeypis inn á hvert heim ili, standa skýra letri fögur fyrirheit, sem þeir gáfu þjóð inni. Framsóknarfl. benti strax á, að mörg þessara fyrir- heita væri ekki hægt að efna, eftir þeim leiðum, er stjórn- arflokkarnir boðuðu, en við því skelltu þeir skollaeymm, og höfnuðu bæði smærri og stærri tillögum um stefnu- breytingu, þar á meðal tillögu um sltipun milliþinganefnd- ar allra flokka til þess að skapa — ef unnt væri — alls- herjarsamstöðu um efnahagsmálagmndvöll. Eftirfarandi staðreyndir leyna sér ekki, þrátt fyrir margvíslegar yfirhilmingar og blekkingatilraunir þeirra, er ábyrgðina bera: Stefna stjórnarinnar hefir reynzt mjög illa, og hin já- kvæðu fyrirheit í upphaflegum boðskap stjórnarinnar orðið flest miklu verri en markleysur. Ríkisstjórnin hefir ekki skeytt þeirri þingræðislegu stjórnarskyldu, að taka afleiðingum misheppnaðrar stefnu sinnar með því að segja af sér, en þess í stað beitt þrá- setu og reikað sitt á hvað í athöfnum, eins og villtur maður á heiði yfir slóð sína. Efnahagsmál þjóðarinnar eru gjörsamlega gengin úr skorðum og gmndvöllur atvinnulífsins brostinn. Undirstöðuatvinnuvegimir geta ekki staðið undir því verðlagi, sem óðadýrtíðin hefur skapað í landinu. Ríkisbúsapurinn er rekinn með síhækkandi álögum, sem hverfa í æ ríkara mæli til beinnar eyðslu. Að sama skapi hafa framlög ríkisins til nauðsynlegrar uppbygging- ar og verklegra framkvæmda minnkað hlutfallslega. Það sem hefir bjargað frá beinu hmni þessi ár, er met- afli ofan á metafla úr sjó ár eftir ár ásamt greiðri sölu á hækkandi verðlagi á aðalútflutningnum fram undir þetta. I stað þess að hagnýta skilyrði þessara einstæðu góð- æra til þess að treysta efnahagsgrundvöllinn og öryggi efnahagslífsins hefir stjórnarfarið leitt af sér óðaverð- bólgu með ófögnuði þeim, er það ástand elur, og gleypt hefir jafnharðan að mestu ávinning hinna góðu ára. Um leið og verð lækkaði lítilsháttar erlendis á útflutn- ingsvörum landsins á sl. ári, taldi ríkisstjórnin sig þurfa að grípa til þess, er hún meira að segja sjálf kallar „neyð- arráðstöfun“, þ.e. að setja lög um stöðvun verðlags, og sannar ekkert betur en sú lagasetning, hve kornlaust er í hlöðum ríkisstjóraarinnar eftir hin gjöfulu góðæri — auk þess að löggjöfin er sýndarmennska en hinum raimvem- lega vanda skotið á frest fram yfir kosningar. Ríkisstjórnin og flokkar liennar hafa sýnt háskalegt ósjálfstæði gagnvart ágangi erlends valds. Nægir í því sambandi að nefna sem dæmi: Undansláttarsamninginn við Breta í landhelgismálinu. Heimildina til hömlulauss sjónvarps frá Keflavíkurvelli. Leyfi til uppbyggingar hemaðarmannvirkja í Hvalfirði. Utanstefnuákvæðin í ál- bræðslusamningnum við Svisslendinga. Lengur má ekki svo til ganga, ef þjóðin vill ekki glata efnahagslegu og stjómarfarslegu sjálfstæði. Reynsl- an af stjórnarfari síðustu ára er alvarleg áminning og lærdómsrík sem víti til varnaðar. WUM DAGINN DG VEGINN Frá norðurslóðum. Siglufirði 16. april 1 dag er norðaustan stórhrið með 10 stiga frosti. Umsklptin eru snögg sem fyrr. S. 1. viku var hér hagstæð hláka með sunn- an vindi, lítiili úrkomu og 6—10 stiga hita aUan sólarhringinn. I gær virtist vorið komið og kol- mórauðir lækir fossuðu eftir göt- um og gangstígum. f dag er vet- ur á ný og þó ekki nema þrír dagar tU sumarmála. Þannig er íslenzk veðrátta, fljót að skipta um ham og ærið óstöðug. En almanaksvetri er að ljúka og sumarmál á næsta leiti. SKfÐAMÓT OG SAMGÖNGU- UEYSI ...Eins og áður er getið var Skíðamót fslands haldið á Siglu- firði um páskana. Veður var mjög óhagstætt og samgöngur við Slgiufjörð vægast sagt léleg- ar. Er það furðulegt tómlæti hins opinbera og raunar mildi, að ekki hlutust slys af. Drangur var eina farartækið, sem hélt Slglufirði í sambandi við umhelminn og gerði aUmörgum kleift að kom- ast á skíðamótið. Enda urðu þátttakendur og gestir miklum mim færri en tU stóð, og sýndu þó margir keppendur mlklnn dugnað og harðfengi við að kom- ast á mótstað. Snjór var meira en nógur. Meiri en komið hefur í Siglufirði um árabU. AUt var á kafi og ófærð truflaði fram- kvæmd skíðamótsins, en samt fór mótið hið bezta fram og varð mótsstjórn og Siglfirðingum öll- um tU sóma. Mörg hundruð Siglfirðinga lögðu þar hönd að, að svo mætti verða. Sunnlendingum þóttl snjórinn mikUl og nýstárlegt að geta stig- ið upp á þakbrún tveggja hæða húsa, er þeir gengu eftir sköflum á götum bæjarins. Og eigi minnk- aði undrun þeirra er þeir sáu íbúa húsanna ganga niður 4—6 snjótröppu stiga, er þelr hurfu 4nn í hús sín. Og þetta var í lok marzmánaðar, á páskum 1967. ATVINNA Atvinna má nú kaUast næg í bili. Tunnuverksmiðjan starfar enn. Niðurlagning síldar á Rúss- landsmarkað í fuUum gangi og vlnna í frystihúsi S.R. er góð eins og er. Siglfirðingur hefur lagt upp lun 120 tonn af ísuðum fiski á hálfum mánuðl og togar- inn HafUði og Hringur, 60 t. bátur, hafa einnig lagt afla á land. Og á morgun mun Hafliði landa 140 tonnum. Sjórinn virð- ist fuUur af hrognkelsi og mikU veiði, ef einhver gæti hagnýtt sér hana, en enginn viU kaupa grásleppuhrogn. Einstaka maður reynir eitthvað að salta sjálfur í óvissu um sölumöguleika eða verð. Er það sannarlega íhugun- arefni, og ekki vanzalaust, að við skulum ekkl enn geta skap- að okkur verðmætl og útflutn- ingsvörur úr hrognkelsinu, sem er þó einn af þeim góðfiskum, sem árvissastur er um að ganga á grunnmið okkar. J. Þ. Aflabrestur og harður vetur. Skagaströnd, 17. apríl 1 gær var hór stórhríðarveður með nokkru frosti, en í dag er að birta upp. Ekki kom snjór að ráði, en gránaðl aftur. Annars var snjór mikið farinn á hlák- unni í hinni vikunni. Hér gerði mikinn snjó fyrlr páskana og var alveg haglaust og hross á gjöf og eru það raunar enn. Ekki er annað vitað en að fóðurbirgðir séu nægar. — Hér var varla far- ið á sjó allan marzmánuð vegna gæftaleysis. í apríl hefur afli ver- ið sáratregur, bæði á línu og í net, þó frekar vottur á línuna. Einn bátur stundar rækjuveiðar. Er rækjan soðin og fryst, síðan flutt tll Bíldudals og pilluð þar í vélum. Hér við Húnaflóa eru engar vélar til þeirra hluta. Stóð til að slíkar vélar kæmu til Hólmavíkur, en af því varð ekki og munu þær nú komnar til Isafjarðar. — Sauðfjárræktarfé- lagið hér á rafmagnsklippur til að rýja sauðfó og hefur nokkuð af fé verið rúið hér í vetur. Var slíkt eitthvað gert í fyrra líka. J. Þ. Þetta má kallast harður vetur. Blönduósi, 17. apríl Níu stiga frost og hríðarveður í gær. 1 dag er kalt. MikU breyt- inffi því að undanförnu hefur verið hlýtt. AUur snjór að hverfa. Aurbleyta og vatnsagi spiUti vegum. Vegur í Langadal fór tmdir vatn er Blanda ruddi sig með miklum fyrirgangi, en því var lokið og vegir að verða færir aftur er frostið kom á ný. Þetta má kallast harður vetur. Snjór aUmikill, veður slæm og haglendi litið sem ekkert. Varð að gefa hrossum um langan tima. Hey voru með mlnnsta móti í haust, en vetur gjafa- frekur. T. d. brást háarspretta næstum alveg s. 1. sumar. Bænd- ur hafa mikið gefið fóðurbæti, svo hey munu endast fram í maí. Húnavaka var hér frá S.—9. april og fór hið bezta fram að vanda. Mislinga rhafa grasserað hér, en þeir haf ekki heimsótt Blönduós um mörg ár. Ó. S. Rækjuvinnslan brást. Mjólk- in minni. Hvammstanga, 17. apríl Sólskin í dag. Stórhríðarveður í gær og 12 stiga frost. Grátt í rót. GamaU snjór að mestu horf- inn. Vegir voru famir að spUIast af for og bleytu, en hafa nú froslð á ný án þess að tími ynn- Ist tU að lagfæra þá. Hér var skiðakennari frá Sigluflrði, Ágúst Stefánsson. Kenndi hann skóla- börnum á skiðum. Var snjór þá nægur, en um Ieið og hann fór gerði hláku og snjóinn leysti. Mjólkurframleiðsla er hér í hér- aði um 8% minni en á sama tíma í fyrra. Rækjuvinnslan brást al- veg. Var byrjað á þessu í fyrra og gerðu menn sér vonir um framhald nú. Fróðir menn segja að rækjan liafi tekið að ganga úr skelinni í byrjun marz nú í ár, en annars er það ekki fyrr en i apríl sem hún gerir það og er þá ekki talin hæf tU vinnslu. Það eru nú ekki nema tveir dag- ar til sumarmála og vonandi að sumarið komi sem fyrst svífandi sunnan yfir heiðar. Okkur leiðist að bíða. B. S. Stirðar gæftir og aflatregða. Hofsósi, 17. apríl í gær var stórhríðarveður með allmiklu frosti, en í dag er birt upp í bUi. Jörð frosin og snjóföl. Komin va rauð jörð að mestu og lá í vegum með aurbleytu. Annars var hér aldrei mjög mik- ill snjór, og vegir ruddir jafn- óðum. Hætt er við að sumir verði tæpir með fóður, ef töf verður á komu batans, en aðrir eru þá aftur eitthvað aflögufærir. Sérstakar ógæftir hafa verið að undanförnu. Afli sáratregur I net og önnur veiðarfæri eru nú aUs ekki í notkun. Grásleppuveiði er ekki stunduð, e nrauðmagaveiði góð þegar gefur og markaður nægur fyrir hann í héraðinu. Um hafnarmálin er fátt að segja eins og er. Vonast var eftir fram kvæmdum við höfnina með vor- inu, en óvíst hvernig það verður. Oddviti Hofsóshrepps er nú fyrir sunnan að athuga og ýta á eftir því máli. N. H. Vegir stórspilltir. Snjór mikið íarinn. Ási í Vatnsdal, 17. apríl Hér er kominn sæmUegur hagi fyrir hross, en vegir stórspUltir af vatnsaga og aurbleytu. T. d. er vegurinn hjá Ási x Vatnsdal alveg ófær. Má heita horfinn á kafla, og því mjög erfitt um mjólkurflutninga og alla umferð. Heybirgðir voru með minnsta móti á s. 1. hausti, en bændur hafa notað mikið af fóðurbæti og vonandi að hey endist og allt fari vel, en ekki má mikið útaf bregða. Sauðburður byrjar ekki hér fyrr en um miðjan maí, eitt- hvað misjafnt á einstöku bæj- um. G. J. i| Sérstök ódýr ungmennafargjöld j tóku gildi á flugleiðum Flugfélags íslands milli landa 1. apríl s. 1. j J| Frá og með 1. apríl býður Flugfélag Islands þeim far- 2 þegum sínum, sem eru á aldrinum 12 til 22 ára upp á S 'l sérstök lág fargjöld á flugleiðum félagsins milli landa, j svonefnd ungmennafargjöld. Ungmexmafargjöldln eru 25% 2 Jj lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum. 2 l| Á fargjaldaráðstefnu Alþjóðasambands flugfélaga, IATA, S 'I í Honolulu s. I. haust komu Evrópuflugfélögin innan sam- j takanna sér saman um að koma á sérstökum lágum ung- í !j mennafargjöldum á flugleiðum innan Evrópu. Þetta mál 2 l| var rætt á fundinum í Honolulu, en síðan endanlega sam- ? þykkt á framhaldsfundi, sem haldinn var í Róm í nóvem- j Jj ber s. 1. 2 ]| Samkvæmt hinum nýju reglum eiga ungmenni, sem eru 2 1] á aldrinum frá 12 árum fram að 22 ára aldrl, þegar ferð j hefst, kost á 25% afslætti, miðað við venjulegt fargjald j ]; á flugleiðinni. Afsláttur þessi gildir allt árlð og gildistími 2 ]J farmiða er eitt ár frá því að ferð hefst. Skilyrði er, að 2 ij keyptur sé tvímiði og hann nýttur báðar leiðir. Þessar > nýju reglur og lækkuðu fargjöld auðvelda unglingum j J; mjög ferðalög, en fram að þessu hafa þeir ungllngar, sem 2 l| náð hafa 12 ára aldri, orðið að greiða fullt fargjald. 'I Tekið skal fram, að þessi nýju fargjöld gilda hjá öllum j flugfélögum, sem fljúga áætlunarflug hingað til Iands. j <######t##<##<###^##<#l##########<############<#<#######<###<#<##<#<f^<^^

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.