Einherji - 20.04.1967, Blaðsíða 8
8
EINHERJI
Fimmtudagur 20. apríl 1967
Nýtt öryggishús á McCORMIC
INTERNATIONAL 434 traktor
Nýlega buðu Internatlonal
Harvester verskmiðjurnar í
Bretlandi mikla nýjung í
fraxnleiðslu 434 traiktoranna,
það er fullbúið öryggishús
ásett í verksmiðjunni. Hið
nýja hús á að fullnægja
kröfum um brezkan stand-
ard nr. 4063. Bretar búast
við, að hin nýju öryggislög
þeirra komi í gildi árið 1969.
Vegna útflutningsmarkaðs
ins hafa þeir útbúið húsið
með opnanlegu þaki, svo
ökumaður komist út úr hús-
inu, ef traktorinn dettur
t.d. niður gegnum ís.
Húsið er byggt á öxla
traktorsins og er í því mjög
gott útsýni og gott rými, og
er húsið vel þétt fyrir ryki
og óhreinindum, sem fjúka
vilja upp.
Atenging moksturstækja
og annarra hjálpartækja er
óhindruð, þrátt fyrir húsið.
Sérstakt stál er í grind-
inni (2y3“xiy2“ þvermál)
og allar rúður úr öryggis-
gleri. Aurhlífar eru að aft-
an, byggðar með húsinu, og
er hægt að taka húsið af
með því að losa 8 bolta og
lyfta því af með því að
krækja í 4 eyru þar til gerð.
Auðvelt er fyrir ökumann
að stíga á traktorinn í gegn-
um hurð, sem er 55 cm á
breidd og innan í húsinu er
mikið rými til að stjórna
öllum stjómtækjum.
Óvenjugott útsýni fæst
um framrúðu og litlar hlið-
arrúður sitt hvoru megin við
vélarhúsið, út til hliðanna
em sérstakar rúður og svo í
hurðunum. Tjald með gagn-
sæju plasti er að aftan, svo
hægt er að rúlla því upp, ef
vill.
Auk þess sem hægt er að
komast út um þakið, er auð-
vitað um hurðina og hliðar-
rúðurnar að ræða, og svo
má fara aftur úr húsinu.
Húsið er mjög þétt, og
mun því henta vel veðráttu
okkar. I góðu veðri má
draga rúðurnar út og lyfta
hurðinni af hjörum sínum
og hafa þakið opið.
Hliðarljós em tengd á
brettin og vinnuljós að aft-
an, en á framrúðunni er
vinnukona. Stefnuljós eru
fáanleg.
í fyrra flutti Véladeild
SlS allar sínar vélar inn
með öryggisgrind, en nú
koma margir þeirra með
þessu húsi og verða þeir að-
eins um 5.000.00 kr. dýrari
en traktor með grind og
rúðu.
Er því búist við, að marg-
ir muni vilja fá nýja trakt-
órinn vel útbúinn með vönd-
uðu öryggishúsi.
Sorgleg mistök eda blekking
„Framsókn getur hvergi
unnið þingsæti af stjórnar-
flokkunum“. —
Þetta er þriggja dálka
fyrirsögn á forsíðu í 5. tbl.
Mjölnis, og aðalefni blaðsins
til lesenda sinna nú í byrjun
kosningaundirbúnings. Síðan
bætir blaðið við, sem ann-
arri aðalfullyrðingu, að
Framsóknarflokkurinn geti
ekki fengið neinn landskjör-
inn þingmann af því að það
hafi hann ekki fengið í síð-
ustu alþingiskosningum.
Þetta er gleðiboðskapur-
inn eini, og rökstuðningur
við hann, sem ritstjórnin
hefur að flytja lesendum
Mjölnis og öðmm stjórnar-
andstæðingum. 1 fljótu
bragði furðuleg fullyrðing
og rökhyggja. Við nánari at-
hugun sorgleg mistök eða
tilraun til blekkinga, en
hvort sem er þarf að leið
rétta. „Framsókn getur
hvergi unnið þingsæti af
stjórnarflokkunum“. Þessi
fullyrðing eða önnur hlið-
stæð, hvaða flokkar sem
nefndir væm, á ekki rétt á
sér og er annaðhvort sprott-
in af hugsun sem lýðræðið
viðurkennir ekki eða sett
fram til að villa um fyrir
kjósandanum í grundvallar-
atriðum. Með slíkri fullyrð-
ingu er því slegið föstu, að
það séu ekki kjósendur, sem
ráði því, hverju sinni hve
marga þingmenn eða atkv.
hver flokkur fær, heldur
flokkamir sjálfir eða þeir,
sem skrifa í blöð þeirra.
Hér er öllu snúið öfugt því
allir, sem hugsa á lýðræðis-
legan hátt vita, að 1 kosn-
ingum getur allt gerzt með
fylgi flokka og manna, og
það er einmitt gildi og til-
vera sjálfra kosninganna og
lýðræðisins. Ekki tekur
betra við þegar fara á að
styðja þessa óhæfu fullyrð-
ingar með tölum úr niður-
stöðum síðustu kosninga
fyrir fjóram áram. Það era
ekki atkvæðatölur manna
eða flokka úr síðustu kosn-
ingum, sem eiga að ráða
því, hvernig kjósandi greiðir
atkvæði, heldur mat hans á
mönnum og flokkum, og
þeim málefnum sem hverju
sinni koma til kasta þings
og stjómar og dómur um,
hvemig tekizt hafi að leysa
þau af hendi og hverjum
hann treystir bezt. Aðal-
fullyrðing Mjölnis, eins og
hún er fram sett, er því ekki
einungis heimskuleg tilraun
til blekkinga við kjósendur,
Fjárhagsáætlun Blönduóshrepps
I janúarmánuði s. 1. gekk hreppsnefnd Blönduósshrepps frá fjár-
hagsáætlun hreppsins fyrir árið 1967.
Niðurstöður fjárhagsáætlunarinnar eru um 6,1 millj. kr., sem er
tæplega 700 þúsund kr. hærra heldur en árið áður.
Helztu tekjuliðir teknamegin eru þessir:
Áætluð útsvör kr. 3.350.000,00
Áætluð aðstöðugjöld — 1.000.000,00
Áætlað framlag frá Jöfnunarsjóði — 850.000,00
Yfirf. frá f. ári og ýmsar tekjur — 900.000,00
Samtals kr. 6.100.000,00
Helztu Iiðir gjaldamegin eru:
Kostnaður við sveitarstjórn kr. 400.000,09
Til framférslumála, sjúkrasaml. og tryggingarmála — 400.000,00
— fræðslumála — 1.000.000,00
— félagsheimilis, barnaleikv., íþróttavallar o. fl.
félags- og menningarmála — 400.000,00
— nýbyggingar barnaskóla — 200.000,00
— bókasafnsbyggingar — 200.000,00
— hafnargerðar — 150.000,00
— viðhalds vega, holræsa, skipulagsmála, götulýs-
ingar, sorphreinsunar o. fl — 700.000,00
Sýslusjóðs- og sýsluvegagjald — 550.000,00
Vextir og afb. af lánum — 500.000,00
Löggæzla 100.000,00
Ýmislegt og yfirf. til næsta árs — 800.000,00
Samtals kr. 6.100.000,00
ÁFENGISSALAN
1. JANÚAR TIL 31. MARZ 1967.
HEILDARS AI.A:
Selt í og frá Beykjavík ........................ kr. 93.693.879,00
— ----------Akureyri ............................ — 9.883.775,00
— ----------ísafirði ............................ — 3.250.465,00
— ----------Sigiufirði .......................... — 1.888.865,00
— ----------Seyðisfirði ......................... — 2.133.660,00
— ----------Keflavík .......................... 2.684.445,00
— ----------Vestmannaeyjum ...................... — 2.225.249,00
I
Kr. 115.760.338,00
Á sama tíma 1966 varð salan eins og hér segir:
Reykjavík ............................... kr. 80.385.315,00
Akureyri ................................. — 8.011.515,00
Isafjörður ................ .............. _ 2.786.795,00
Siglufjörður ............................. _ 1.585.970,00
Seyðisfjörður ............................ — 2.277.380,00
Kr. 95.046.975,00
Söluaukning nemur 21,8% fyrsta ársfjórðung þessa árs, miðað
við sama tíma í fyrra. Þess ber að geta, að tveir nýir útsölustaðir
hófu áfengissölu á þessu ári, í Kefiavík 24. febrúar og í Vestmanna-
eyjum 10. marz.
ÁFENGISVARNARRRÁÐ
(Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins).
heldur vegur hún að lýð-
ræðislegri hugsun og eðli-
legri skoðanamyndun kjós-
enda iim rétt sinn og skyld-
ur.
FÖRUM HINA LEIÐINA
Til að fullnægja öllu rétt-
læti skal þess getið að
undirfyrirsögn „Mjölnis“
í áðurnefndri grein er
þannig: „Sigur Alþýðu-
bandalagsins er eina leiðin til
að fella ríkisstjómina“.
Hér kemur Mjölnir með
aðra fullyrðingu, sem býsna
margir bláþræðir era í, og ef
engin önnur leið er til að
fella ríkisstjórnina eða
breyta stefnu hennar, getur
hún orðið lífseigari en Mjöln
ir heldur. En hvað um það,
hér gerir höfundur ósk-
hyggju sína að fullyrðingu
og skal hún því athuguð
nánar.
Flestir vita og margir við-
urkenna, að ef þjóðin nú
gæti svarað því, utan flokka-
skipunar, hvort hún vildi
núverandi ríkisstjóm, með
óbreytta stefnu (viðreisn)
áfram eða nýja stjórn með
breytta stjórnarstefnu,
myndi yfirgnæfandi meiri-
hluti hennar vilja nýja
stjórn. Rökin fyrir þessari
niðurstöðu era þau, að
reynslan af störfum og
„stefnu“ ríkisstjórnarinnar
hefur kallað fram þennan
meirihluitavilja, en ekki
stjórnarandstöðuflokkarnir,
þótt þeir hafi átt þar nokk-
urn hlut að máli. Þegar nú
þessir 4 flokkar, 2 stjórnar-
flokkar og 2 stjómarand-
stöðuflokkar, era það sem
kjósendur eiga að velja á
milli ræður það úrslitum og
atkvæðafjölda hvers flokks,
hvort stjórnarandstöðufl.
tekst að fá einhverja af
þeim, sem misst hafa trú á
getu núverandi stjórnar, en
kusu stjórnarfl. og einnig
unga fólkið sem nú kýs í
fyrsta sinn, til að kjósa
með sér. Þetta fólk ræð-
ur úrslitum, undir afstöðu
þess er það komið, hvort ný
ríkisstjórn verður mynduð
eftir kosningar. Margur
mun það mæla og fleiri
hyggja, að Framsóknarflokk
urinn sé líklegri til farsællr-
ar stjórnarforystu en Al-
Framhald á 6. síðu