Einherji


Einherji - 20.04.1967, Blaðsíða 3

Einherji - 20.04.1967, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. apríl 1967 EINHERJI 3 GlSLI MAGNÚSSON. Búnaðarþing Búnaðarþing, hið 49. í röðinni, hófst í Bændahöllinni £ Beykja- vík 20. febrúar sl. og var slitið hinn 11. marz. Var þingið annað hið skemmsta, frá því er upp var tekið árlegt þinghald. Kosið var til Búnaðarþings á síðasta ári. Hurfu þaðan 8 fulltrúar af 25 alls flestir með langa þingsetu að baki. Munu fæstir þeirra hafa gefið lcost á sér til endurkjörs, talið rétt að víkja fyrir yngri mönnum. Er það að sjálfsögðu heilbrigt sjónarmið, enda þótt mikil og löng reynsla sé stundum minna metin en skyldi. Fyrir þetta þing voru lögð rösk 40 mál, og öll afgreidd nema eitt. Þingfundir voru 18, nefndarfund- ir margir tugir. Búnaðarþing er æðsta stofnun bændanna sjálfra og fjallar jafnan um mörg mik- ilsverð mál. Því þyrftu bændur að eiga þess kost að kynna sér gerðir þingsins gerr en nú á sér stað. I*ví miður skortir Einherja rúm til þess að þar sé hægt að gera þessum málum viðhlítandi skil. Hér verður þvi aðeins laus- Iega getið þeirra ályktana og samþykkta, er Búnaðarþing lét frá sér fara. Tilgreint er innan sviga, hverjir málin sendu eða báru fram. REIKNINGAR B.I. 1966 (Stjórn B. 1.)) Tekjur námu hartnser 14.4 millj. kr. og gjöldin nálega sömu fjár- hæð. Skuldlaus eign 13.6 millj. kr. FJÁRHAGSÁÆTLUN B.l. 1967 (Stjórn B. í.) Tekjur áætlaðar röskar 16 millj. kr., gjöld um sömu fjárhæð. VINNUAÐSTOÐ (Stjórn B. I.) Ásgeir L. Jónsson og Ólafur Stefánsson ráðunautar höfðu, að tilhlutan B. 1., samið „frumvarp til laga um vinnuaðstoð til bænda í viðlögum:" Búnaðarþing mælti með að frumvarpið yrði lögfest með lítils háttar breytingum. Heitir það nú „Frumvarp til laga um vinnuaðstoð til bænda vegna sjúkdóma, slysi o.fl.“ JtJGURBÓLGA (Mjólkursamsalan) Ályktun Búnaðarþings: „Búnaðarþing telur, að Mjólk- ursamsalan hafi unnið mjög þarft verk í heilbrigðismálum þjóðar- innar með því að koma upp rannsóknarstofu til skipulagðrar útrýmingar á júgurbólgu í mjólk- urkúm. — Til þess að þessi starfsemi nái tilætluðum árangri, er nauðsynlegt að gert verði heildarskipulag um útrýmingu júgurbólgu í kúm á öllu landinu, o gað tryggt verði nægilegt fjár- magn til þeirrar starfsemi. — Búnaðarþing felur stjórn B. í. að vinna að framgangi þessa máls við yfirdýralæknisembættið og landbúnaðarráðuneytið." LAX- og SILUNGSVEIÐI (Alþingi) Alþingi sendi Búnaðarþ. til um- sagnar frv. til laga um breyting- ar á lax- og silungsveiðilöggjöf- inni (stjórnarfrumv.). Búfjár- ræktarnefnd, sem hafði þetta mál til meðferðar á Búnaðarþ., eyddi í það mjög miklum tíma. Kom margt manna, með hin ólíkustu stjónarmið, til viðtals við nefnd- ina. Gerði nefndin fjölda breyt- ingartillagna við frumvarpið og féllst Búnaðarþing á þær allar. Hins vegar ályktaði Búnaðarþ. að leggja til „að afgreiðslu máls- ins á Alþingi verði frestaö, til þess að tími vinnist til að gera heildarendurskoðun á laxveiðilög- gjöfinni,“ ella yrði frumvarpinu breytt í það horf, er Búnaðarþ. samþykkti. FERÐAKOSTNAÐUR DÝRALÆKNA (Búnaðarsamb. Austfjarða) Skorað á Búnaðarþ. að beita sér fyrir því, „að ferðakostnaðui' dýralækna vegna sjúkravitjana verði greiddur af því opinbera, þegar um langar og kostnaöar- samar ferðir er að ræða.“ Málið afgreitt í sambandi við næsta mál. FRUMVARP TIL LAGA UM DÝRALÆKNA (Dýralæknafél. Isi.) Frumv. samið af nefnd dýra- lækna. 15. gr. frumv. er á þessa leið: „Nú er héraðsdýralæknis leitað í brýnni nauðsyn um. lang- an veg frá heimili hans (yfir 40 km). Greiðir þá sá, sem vitjunar beiðist, ferðakostnað allt að 40 km frá heimili dýralæknis, en ferðakostnaður fyrir það, sem um fram er 40 km, greiðist af opin- beru fé samkvæmt reglum, er ráðherra setur." Búnaðarþ. samþ. að mæla með að frumv. yrði lögfest svo til óbreytt. ÁBURÐARMÁL (4. erindi: Búnaðarsamb. Dalam., S.-Þing., Snæf. og Vestfj.) Ályktun Búnaðarþings: „1. Búnaðarþ. leggur áherzul á, að fyrirhuguðum breytingum og stækkun Áburðarverksmiðjunnar h.f. í Gufunesi verði hraðað svo sem kostur er. Við þær framkv. verði ákveðið að korna áburðinn og framleiða kalkblandaðan á- burð, t.d. kalkammonsaltpétur, á- samt blönduðum, alhliða áburði. 2. Búnaðarþing krefst þess, að bændur fái aukið valfrelsi um á- burðarkaup, enda safni verk- smiðjustjórn áburðarpöntunum það tímanlega, að þær liggi fyrir hjá verksmiðjustjórn áður en ganga þarf frá framleiðsluáætlun og innkaupum. 3. Að áburður sömu tegunda verði verðjafnaður og seldur á sama verði á öllum verzlunar- stöðum. 4. Áburðarverksm. h.f. verði þjóðnýtt og í stað hluthafa, sem nú eru, komi í stjórn hennar tveir menn, annar tilnefndur af Búnaðarfél. Isl. og hinn af Stétt- arsamb. bænda. Þingið felur stjórn Búnaðarfél. Isl. að vinna að framgangi fram- anskráðra atriða." UMFERÐARLÖGGJÖF (Alþingi) 1 frumv. til laga um breytingu á umferðarlögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi (fl. af Einari Olg. og Geir Gunnarss.), er lagt til að aðeins þeir unglingar, sem náð hafa 14 ára aldri, megi „án ökuskírteinis aka dráttarvél, þeg- ar hún er notuð við jarðyrkju- eða heyskaparstörf utan alfara- vegar.“ Ályktun Búnaðarþ.: „Búnaðarþ. mælir ekki með samþ. frumvarpsins. — Hins vegar mælir Búnaðarþ. með að eftirlit með öryggisútbúnaði dráttarvéla verði aukið frá því, sem nú er." Húnvetningar! SAMVINNUMENN ! Verzlið í eigin búðum. — Verzlið í kaupfélaginu. Kjörbúðir kaupfélagsins veita yður beztu og öruggustu þjóuustuna í öllum viðskiptum. - Samvinnuverzlun skapar sannvirði. Aukin umsetning skapar ódýrari verzlun. SAMVINNAN skapar betri lífskjör og eykur öryggi hvers byggðarlags. SAMVINNAN LYFTIR GRETTISTÖKUM . SAMVINNA í VERZLUN OG FRAMLEIÐSLU. ER LAUSN VANDANS Kaupfélag Húnvetninga BLÖNDUÓSI JARÐAKAUP RÍKISINS (Alþingi) Lögð var fram á Alþingi „Til- laga tii þingsályktunar um end- urskoðun laga um jarðakaup rík- isins o.fl.“ (fl. af Helga Bergs, Ólafi Jóh. og Ág. Þorv.). Búnað- arþing samþ. að mæla með að tillagan yrði samþ. á Alþ. lítið eitt breytt. JARÐVEGSRANNSÓKNIR og TILRAUNIR (Búnaðarsamb. S.-Þing.) Skorað á Búnaðarþ. að hlutast til um „að aukið fjármagn og starfslið verði fengið til þess að vinna að jarðvegsrannsóknum og tilraunum í sambandi við þær.“ Búnaðarþing ályktaði að beina því til stjórnar B. í., „að hún beiti sér fyrir því við Alþingi og ríkisstjórn, að Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins fái aukafjár- veitingu til þess að ráða sérfræð- ing, er hefði með höndum rann- sóknir á eðli og orsökum kals. — Jafnframt vill þingið benda á, að eðlilegt er að sérfræðingur sá, er að þessum rannsóknum vinnur, verði staðsettur í nánd við aðal- kalsvæðin, t.d. á Akureyri, þar sem hann hefði aðstöðu til að vinna í samvinnu við Tilrauna- stöðina og Efnarannsóknarstofu Norðurl. að rannsóknum og til- raunum. LÆKKUN TOLLA (2. erindi: Búnaðarsamb. S.-Þing„ Þórarinn Kristjánsson). Erindi um lækkun tolla á snjó- bílum, snjósleðum og snjóbeltum á dráttarvélar. Samþ. að fela stjórn B. I. að vinna að því, a) „að tollur af snjóbílum, sem læknishéruð hafa keypt á tveimur sl. árum og kaupa framvegis, verði eftir gefinn að fullu, b) að tollur af vélknúðum snjó- sleðum verði lækkaður veru- lega og eftir gefinn að fullu upprekstrarfélögum eða sveit- arfélögum, sem kaupa þá í þvi augnamiði að nota þá við fjár- leitir á heiðum, þegar snjór er kominn, og c) að tollur af snjóbeltum á drátt arvélar verði sami hundraðs- hluti af verði og er á vélunum sjálfum." (Framhald í næsta blaði). Kaupfélag Eyfirðinga VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA vor afgreiðir til yðar í heildsölu vörur frá: Efnagerðinni Flóru Pylsugerðinni Brauðgerðinni Smjörlíkisgerðinni Reykhúsi KEA Efnaverksmiðjunni SJÖFN Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri — Sími 21400 — Símnefni: KEA Rörasteypan, Hvammstanga Framleiðum og höfum þegar til sölu STEINRÖR 4“, 6“, 10“ og 12“ GANGSTÉTTAHELLUR og MILLIVEGGJAPLÖTUR 50x50 cm, bykkt 7 cm. Nánari upplýsingar veittar í síma 53 HVAMMSTANGAHREPPUR ÞAKKARÁVARP Innilegar þakkir færum við öllum þeim ein- staklingum, samstarfsmöimum, Verkstjórafélagi Skagfirðinga og Húnvetninga og Vegagerð ríkis- ins, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, RÖGNVALDAR JÓNSSONAR, verkstjóra er lézt 11. marz 1967. Ingveldur Rögnvaldsdóttir Guttormur Óskarsson Árni Rögnvaldsson Jónína Antonsdóttir Guðrún Rögnvaldsdóttir Ragnar Jóhannesson og barnabörn.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.