Einherji


Einherji - 15.12.1967, Page 1

Einherji - 15.12.1967, Page 1
13.—14. tbl. Föstudagur 15. des. 1967 36. árgangur. y.'/.w/////. ■mmm / ' <• -• á . Illiipiliiii Wy///Á‘ýý/ýy\ '-/■MM'é <s. v» lÍÉilll mmmmmíi wmt UMIOU M. JAROGDNG GEGNUM STRÁKAFJALL Lengstu jarögöng á Islandi, tengja Siglufjörð við þjóðvegakerfi landsins. — Við eystri gangamunna á vígsludegi 10. nóv. 1967. Jytifðj jim nctðlenzlcan niádstað EINHERJI flytur lesendutn sínum, svo og ölliun landsmönnum, beztu jóla- og nýársóskir. Um leið þakkar hann öllum þeim mörgu, er skrifað hafa í Iblaðið, eða lagt því til annað efni, á líðandi ári, svo og öðrum, er stutt hafa að útkomu þess. EINHERJI kemur nú út í 3300 eintökum. Fastir kaupendur hans eru um 2500, þar af í Norðurlandskjördæmi vestra 1800. Blaðið ræðir fyrst og fremst um málefni og menn í Norðurlandskjördæmi vestra og flytur fréttír þaðan, enda er hann kjör- dæmisblað Framsóknarmanna á þvi svæði. Sérstakar þakkir vill blaðið flytja tíl allra fréttaritara sinna í kjördæminu og væntír mikils samstarfs á komandi ári. EINHERJI kemur út minnst einu sinni í mánuði, 6—8 síður og jólablað stærra. Með góðri hjálp sinna stuðningsmanna vonast hann tíl að geta gert það áfram, enda brýn þörf á að túlka og berjast fyrir málstað bæja, þorpa og sveita á Norðurlandi. Styðjið norðlenzkan málstað, ekki mun af veita. GLEÐILEG JÓL Blaðstjórnin óska öllum meðlimum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og GÆFURÍKS ÁRS Hittumst öll heil á nýja árinu. Stjómir félaganna Sauöárkrókskirkja 75 ára Þann 3. desember s. L var minnzt í Sauðárkrókskirkju 75 ára afmælis kirkjunnar. Kl. 11 f. h. var sunnudaga- skóli, en hann starfar hvem sunnudag og sækja hann um 200 böm og ungmenni. Kl. 2 e. h. var hátíðarmessa og kl. 8,30 s. d. var afmælis kirkjunnar minnzt með há- tíðarsamkomu í kirkjunni. Sóknarpresturinn séra Þórir Stephensen las upp úr gömlum kiricjublöðum frásagnir af kirkjubyggingum. Gísii Felixson, vegaverkstjóri, sýndi skuggamyndir frá starfinu í kirkjunni, safnaðarheimilinu og suxmudagaskólanum. Friðrik Margeirsson, form. sókn- amefndar, flutti ávarp og þakkaði góðar afmælisgjafir, er kirkjunni bárust. Hjónin Gyða og Ottó Mickelsen, Reykjavík, tilkynntu að þau myndu gefa Sauðárkrókskirkju vandaða kirkju- klukku til minningar um foreldra þeirra hjóna, þau Geir- laugu Jóhannesdóttur og Jón Þ. Bjömsson og Guðrúnu og J. F. Mickelsen. Þá gaf frú Jóhanna Blöndal kirkjunni 10 þús. krónur til minningar um mann sinn, Valgarð heit- inn Blöndal. Æskulýðsfélagið færði kirkjunni 1000 kr. að gjöf til að kaupa útbúnað til að hringja kirkjuklukkun- um með rafmagni, og Magnús Jónatansson, Sauðárkróki, gaf 4000 kr. til sama útbúnaðar. Þá var mikið simgið af ahnennum söng og kirkjukórinn söng undir stjóm Ey- þórs Steíánssonar. Samkomunni lauk með helgistund og bæn sóknarprests. Sauðárkrókskirkja var vígð fjórða sunnudag í jólaföstu 1892, af prófastinum, sr. Zóphoníasi HCalldórssyni. Byggða- saga Sauðárkróks var þá aðeins 21 árs gömxil og kirkjan var 21. húsið, sem þar var reist. Með bréfi landshöfðingja 20. júní 1891, vom kirkjum- ar á Sjávarborg og Fagranesi á Reykjaströnd niður lagð- ar og sóknimar sameinaðar um eina kirkju á Sauðárkróki. Prestssetrið var um leið fært þangað frá Fagranesi. Kirkjan var reist úr timbri, og stendur exm að mestu óbreytt eins og kirkjusmiðurinn, Þorsteinn Sigurðsson, gekk frá henni. Tum kirkjunnar var endurbyggður, nokk- uð breyttur, árið 1957 og kirkjan þá eixmig klædd innan að nýju. Sauðárkrókskirkja var byggð af stórhug og myndarskap. Hún þykir fagurt og hlýlegt guðshús. Gripi á hiin marga, fagra og góða. Séra Ámi Björnsson þjónaði prestakallinu frá 1887— 1913. Séra Halldór Guðjónsson frá 1914—1934. Hann var jafnframt vígslubiskup Hólastiftis frá 1928—1937. Séra Helgi Konráðsson 1934—1959. Séra Þórir Stephen- sen, núverandi sóknai-prestur, frá 1960. Eins og Sauðárkrókskirkja ber vitni stórhug fram- byggja Sauðárkróks og hagleik kirkjusmiðs, þá ber hún einnig og ekki síður fagurt vitni þeim hlýhug og um- hyggju, er sóknarböm hennar, fyrr og síðar, hafa til hennar borið og sýnt í vérki. Mætti þar nefna marga, karla og konur, auk þjónandi presta á hverjum tima, þó lengst, eða um hálfa öld, hafi þeir Jón Bjömsson, fyxrv. skólastjóri, og Eyþór Stefánsson, tónskáld, þjónað kirkjunni með ágætu starfi.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.