Einherji


Einherji - 15.12.1967, Side 6

Einherji - 15.12.1967, Side 6
EINHERJI JÓLABLAÐ 1967 Frá Brekku í Midgarö — Þú sendir mér eitt- hvað í jólablaðið eins og vant er, sagði Jóhann Þor- valdsson, ritstjóri Einherja, þegar ég hitti hann seinast. Ekki man ég nú hverju ég svaraði, en trúlega hef ég ekki tekið illa þessum til- mælum Jóhanns, þó að mér fyndist nú raunar, að vel mætti sleppa því að leita til mín í þessu skyni, einkum þar sem ég hef verið „fasta- gestur“ í jólablaði Einherja undanfarin ár og of rnikið má vissulega að öllu gera. Raunar hagaði nú að þessu sinni svo blessunar- lega til, að ég þurfti ekki að hafa neitt fyrir því að leita að efni til þess að skrifa um, ég hafði það í höndtmum. En svo rifjaðist það upp fyrir mér, nú fyrir fáum dögum, að karlakór- inn Hjeimir væri fertugur einmitt um næstu áramót og samstundis ákvað ég að þoka öðru efni til hliðar í bili, en minnast hinsvegar nokkrum orðum þessa glaða og góða félagsskapar nú er hann fetar yfir á fimmta tuginn. Renna einkum tvær stoðir undir þá ákvörðun mína: Karlakór, sem fyllt hefur fjóra áratugi, hlýtur að hafa hlutverki að gegna og naumast fer hjá því, að hann eigi að baki merka og athyglisverða sögu. Persónu lega stend ég í óbættri þakk arskuld við Heimi fyrir f jöl- margar ógleymanlegar á- nægjustundir frá meir en 20 samstarfsárum. Bœndakórinn, síðan „Heimir“. Hér lá því ekkert beinna við en að fara á fund söng- stjórans, Jóns Bjömssonar á Hafsteinsstöðum og biðja hann að segja lesendum Einherja ágrip af sögu Heimis, þótt raunar geti að- eins orðið í fáum og stór- um dráttum. íVékst Jón vel við því, og .... — Jón, hver vilt þú segja. að hafi verið fyrstu tildrög- in að stofnun Heimis? — Ja, ég veit nú ekki hvað ég á að fara langt út í að rekja það mál, en tví- mælalaust á Heimir rætur sínar að rekja til Bænda- kórsins gamla. Bændakórinn mun hafa verið stofnaður 1916 og starfaði um 10 ára skeið. Kórinn mun, lengst af að minnsta kosti, aðeins hafa verið skipaður 8 mönn- um auk söngstjórans, Pét- urs heitins Sigurðssonar. En þar var valinn maður í hverju rúmi og sumir af- burða raddmenn eins og tenórarnir Sigurður Skag- field, Þorbjörn Bjömsson þá á Heiði, síðar á Geitaskarði og Haraldur á Völlum og bassinn Benedikt á Fjalli. Bændakórinn söng sig inn í hug og hjörtu Skagfirð- inga og annarra þeirra, er á hlýddu og margir áttu áreiðanlega bágt með að sú söngalda, sem reis með honum, brotnaði að fullu er starfsemi hans lagðist nið- ur. Því var það, að á dans- 'leik í Húsey í Vallhólmi 28. des. 1927, bundu nokkrir menn það fastmælum, að gangast fyrir stofnun karla- kórs og var það raunar gert þarna um kvöldið, þótt frá formsatriðum um félags- stofnunina væri ekki gengið fyrr en nokkru seinna. — Stofnendur kórsins voru 10: 1. tenór: Haraldur Jónas- son, Völlum, Jón Björnsson í Brekku, síðar á Hafsteins- stöðum, 2. tenór: Björn Ól- Jón Bjömsson, söngstjóri afsson, Krithóli, Vigfús Sig- urjónsson, Glaumbæ, 1. bassi: Björn Gíslason, Hail- dórsstöðum, Gísli Stefáns- son, Mikley og Vilhjálmur Sigurðsson, Syðra-Vallholti, 2. bassi: Benedikt Sigurðs- son, Fjalli, Halldór Bene- diktsson, Fjalli og Stefán Stefánsson, Brenniborg. — Tengslin við Bændakórinn sjást m. a. á þvi, að tveir af stofnendum Heimis vora meðlimir Bændakórsins, þeir Benedikt og Haraldur og var það okkur mjög mikils virði, að njóta í upphafi reynslu þeirra og raddgæða. Haraldur hafði framúrskar- andi fagra tenórrödd og Benedikt yfirburða bassa að þrótti, dýpt og mýkt. ÍFyrsti söngstjóri var ráð- inn Gísli Magnússon í Ey- hildarholti. Haxm leit þá að- eins á það sem bráðabirgða- starf, þar til annar söng- stjóri fengist, því að að- staða hans til þess að sækja æfingar var oft mjög erfið, umluktur Héraðsvötnum á alla vegu og sem oft gátu verið gjörófær þegar verst gegndi. En GísU leiddi okk- ur byrjunarsporin og var það mikils virði. Pétur heit- inn Sigurðsson, fyrrverandi söngstjóri Bændakórsins, tók við stjórninni af Gísla og var með kórinn til vors 1929, en um haustið sama ár réðist svo, að ég tæki við stjórninni. Söngstjóri í 40 ár — Og hefur haft hana á hendi síðan? — Já ,það hef ég nú reynt. Mér var í byrjun meinilla við að takast þetta á hendur. Treysti mér sann- ast að segja engan veginn til þess. Fann til minnimátt- arkenndar við að standa. frammi fyrir þessum mönn- um, sem sumir hverjir vora þjálfaðir söngmenn og höfðu notið stjórnar góðra söng- stjóra. En Benedikt á Fjalli svo gott sem rak mig til að gera þetta, sagði, sem satt var, að það væri eina leiðin til þess að bjarga kórnum, a. m. k. í bili og öllum kom okkur saman um, að allt væri þó betra en að gefast upp. Ég gat því illa undan þessu vikizt, ebki hvað sízt þar sem Benedikt átti þá í hlut, en hann átti, að minni hyggju, drýgsta þáttinn í stofnun Heimis. til æfinga nú og áður. Lengi framan af var ekki annars kostur en að æfa á heimil- um söngmanna og þar var víðasthvar á þeim áram hvorki hátt til iofts né vítt itil veggja. Þótt kórinn væri fjarri því að vera jafn fjöl- mennur þá og nú, leyfði þó ekkert af að unnt væri að stilla mönnum upp, þó að rýmt væri til eins og föng vora á. Stofnendur, frá vinstri: Halldór Benediktsson, Jón Björnsson, Björn Ólafsson og Björn Gíslason. Einsöngvarar, frá vinstri: Stefán Haraldsson, Stein- björn Jónsson, Pétur Sigfússon, Steingr. Felixson. — Hafðirðu fengið tilsögn í söngstjórn? — Ekki er hægt að segja það, en ég lærði að leika á orgel hjá Sigurgeir Jóns- syni organisita á Akureyri, var hjá honum rúma tvo vetur laust upp úr 1920 og hans tilsögn var mér mikils virði. Sigurgeir taldi mér trú um ,að ég hefði sæmi- legt söngeyra. Hvoratveggja þetta var þýðingarmikið fyr- ir mig þegar ég tók við söngstjórninni — og raunar ómissandi. Nú, ég býst við, að úr þessu reyni ég að skila kómum fram yfir fer- tugsafmælið, hvað sem meira verður. — Og margs munt þú hafa að minnast frá þess- um 40 áram? — Já, mikil ósköp, en ég er nú hræddur um að minnst af því verði tíundað hér, það væri nú fremur efni í heila bók en stutta blaða- grein. Stundum komu auð- vitað fyrir erfiðleikar, sem illkleifir virtust í bili, en alltaf fannst einhver fær leið, enda er það svo, að þegar til baka er litið, verð- ur andbyrinn ekki fyrirferð- armikill í minningunni, sól- skinsstundimar hafa verið svo yfirgnæfandi. Og það breytist margt á langri leið, einnig í sambandi við svona störf og er mér þá efst í huga munurinn á aðstöðu Á hestum eða fótgangandi Á æfingarnar komu menn ýmist fótgangandi eða á hestum, um bíla var þá ekki að ræða. Hverri æfingu urðu menn að fórna tíma sem nam 4—5 klst. og era þá raddæfingar undanskildar. Og allir vorum við auðvitað önnum kafnir heima fyrir, svo að þann tíma, sem fór í sönginn, varð aftur að klípa af þeim stimdum, sem annars vora ætlaðar til svefns og hvíldar. — Og var aldrei uppgjaf- arhljóð að heyra ? — Nei, aldrei a. m. k. svo, að kórnum stafaði nein hætta af. Auðvitað heltust menn úr lestinni af ýmsum óviðráðanlegum ástæðum, hvernig á annað að vera í 40 ár, en það kom ávallt maður í manns stað, en al- drei kom til orða að leggja starfsemina niður. Það kom æði oft fyrir, að menn komu hundrennandi á æfingar, jafnvel upp í mitti. Höfðu þá orðið að vaða einhvem hluta af Héraðsvötnunum. Enginn kippti sér upp við það. Menn virtust líta á þetta sem óhjákvæmilegan hluta af starfinu. Vökur, þreyta, vosbúð og söngur, hvað var eðlilegra í veröld- inni en að þetta færi sam- an? Nei, það kom aldrei til álita að leggja starfsemina niður. Þegar fram í sótti feng- um við fastan samastað til æfinga, Varmahlíð og var það, út af fyrir sig, til mik- illa bóta. Þar hefur verið æft þangað til í haust. 1 vet- ur æfum við í félagsheimil- inu Miðgarði, sem kórinn á ofurlítinn hlut 1. Ekki held ég að neinn o'kkar hafi dreymt um, að kórinn ætti eftir að eignast slíkan sama stað fyrir starfsemi sína, þegar við vorum að troða ofan á tánum hver á öðram í baðstofukrílinu í Brekku fyrir 35—40 áram. Og nú kemur enginn öðravísi en á bíl. Manni finnst næstum því stundum að þetta sé að verða of fyrirhafnarlítið. — Og þið syngið árlega opinberlega? — Við sungum fyrst opin- berlega á samkomu að Stóru-Ökrum á sumardag- inn fyrsta 1928, en sína fyrstu, sjálfstæðu söng- skemmtun hélt kórinn á sama stað í janúar 1929. Mér telst svo itil, að kórinn sé búinn að halda um 170 opinberar söngskemmtanir, auk þess sem hann hefur sungið við ýmis tækifæri á annarra vegum en sjálfs sin og tekið þátt í söngmótum Heklu, samb. norðlenzkra karlakóra frá 1940. (Því má gjarnan skjóta hér inn á milli sviga, að Jón einn er ennþá starfandi við karla- kórssöng innan Heklusam- bandsins þeirra söngstjóra, sem fram komu á Heklu- mótinu 1940 og hefur setið yfir 20 ár í stjóm Heklu). 170 manns á 40 árum — Nokkrir munu þeir nú vera orðnir, sem búnir era að syngja hjá þér þessi 40 ár? — Ojá, ég man nú ekki töluna nákvæmlega, en ein- hversstaðar á nú að vera hægt að sjá það. Ætli þeir séu ekki eitthvað um 170, sem starfað hafa í kórnum frá upphafi. Og ég er ekki einn um það að hafa verið með í þessari för í 40 ár. Þrír aðrir af stofnendum kórsins starfa þar enn, þeir Halldór Benediktsson á Fjalli, Bjöm Ólafsson á Krit hóli og Bjöm Gíslason í Reykjahlíð. Mér hefur ver- ið mikill styrkur að sam- starfinu við þessa gömlu fé- laga. 1 mínum augum hafa þeir ávallt verið einskonar kjölfesta félagsskaparins, öraggir og óumbreytanlegir, hvað sem í hefur skorizt. Það var nú upphaflega ekki ætlunin, að kórinn næði út fyrir Ungmennafélag Seylu- hrepps, en með áranum var þó víðar leitað fanga og á tímabili störfuðu menn úr fimm hreppum 1 kómum. Stjórn kosin Það er ekki ástæða til þess að fara að telja hér upp all- ar stjórnir kórsins á þessu tímabili, en það má geta þess, að fyrstu stjómina, sem raunar var ekki kosin

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.