Einherji


Einherji - 15.12.1967, Side 9

Einherji - 15.12.1967, Side 9
JÓLABLAÐ 1967 EINHERJI Karlakórinn Heimir. fyrr en 1935, skipuðu þeir Pálmi heitinn Jónasson á Álfgeirsvöllum, Björn á Krithóli og Halldór á Fjalli. Núverandi stjórn telur þessa menn: Haukur Hafstað 1 Vík formaður, Steinbjöm Jóns- son, Hafsteinsstöðum og Stefán Haraldsson, Víðidal. Gísh heitinn Stefánsson í Mikley var mjög lengi for- maður, fágætlega duglegur og óeigingjarn félagsmaður. — Við ræddum áðan um þá erfiðleika, sem söng- menn áttu við að etja í sam- bandi við æfingar á fyrri árum kórsins. Heldurðu að kórinn þyldi það að þurfa að standa gagnvant þeim nú? — Já, ég held það og trúi því. Náttúrlega þekkja yngstu menn kórsins ekki af eigin raun þær aðstæður, sem við bjuggum við allt fram yfir 1940. Þeir hafa aldrei þurft að ganga allt upp í tvo til tvo og hálfan klukkutíma hvora leið til þess að mæta á æfingu, oft- ast í náttmyrkri og misjöfn- um veðmm, svo að ekki sé nú minnst á eitt og annað, sem verra var. En áreiðan- lega hefðu sumir þeirra a. m. k. ekki talið það eftir sér. En þægindin gera menn væmkæra. Það er þeirra galli. Aðalatriðið er auðvit- að það, að kórinn þoldi erf- iðleikana, já, ég held meira að segja að hann hafi stælzt við þá. Hins vegar efast ég um að þessir menn hefðu lagt á sig slíkt erfiði fyrir neinskonar annan félagsskap en sönginn. Ég þekki ekk- ert, sem glæðir eins sam- félagsvitund manna. Hann grípur mann þeim dularfullu töfratökum, að fyrir hann vill maður fórna meim en flest annað. Skýringin á því er sú, að hann gefur svo mikið í staðinn. Tónlistin er nefnilega eitt hið mesta mannbótameðal, sem ég þekki. Og gæfa Heimis er sú, að félagar hans hafa fundið þetta og skilið. Þess vegna hafa engir erfiðleikar yfirbugað kórinn. Þessvegna getur Hehnir innan skamms haldið upp á fertugsafmæhð og er nú, að mínum dómi, öflugri en hann hefur verið oft áður. 112 feröir á Sauðár- krók. — Það gerir söngurinn Einhvemveginn sýnist mér á Jóni, að honum finnist nú nóg komið. Og mér er Ijóst, að það er rétt, sem Jón sagði áðan, að eigi að rekja sögu Heimis til nokkurrar hlýtar, þá er það frekar efni í bók en blaðagrein. Það verðirr því svo að vera, að flest sé ósagt af því, sem segja mætti og segja ætti. En þegar leitað er skýr- ingar á því, hvers vegna söngfélag, sem nær yfir svo stórt svæði sem Heimir og hefur orðið að yfirstíga ó- trúlegar hindranir til þess að halda í horfinu, á nú að baki 40 ára samfellt starf, þá hygg ég að tvennt komi einkum til og hefur Jón raunar, hér að framan, að nokkru drepið á hvora- tveggja, þó að hans hlutur liggi þar eftir: Áhugi og at- orka söngstjórans hefur jafnan verið með hreinum fágætum. Hann hefur ávallt, eins og aðrir bændur, haft yfirdrifið að starfa heima fyrir. Samt hefur hann gef- ið sér tóm til þess að mæta á söngæfingum vikulega og raunar oftast tvisvar í viku, er dró að opinberam sam- söng, vetur hvern og fram á vor. Þar að auki hefur hann lengst af kennt sjálf- ur allar raddir og er það eitt fyrir sig gífurlegt starf. Hann er kirkjuorganisti og hefur æft kirkjukóra, og s. 1. vetur stofnaði hann og stjómaði blönduðum kór á Sauðárkróki og lét sig þá ekki muna um það, að fara 112 ferðir út á Sauðárkrók í þágu þess kórs og halda svo með honum 4 opinbera samsöngva, við mikinn orð- stý. Haxm hefur samið söng- lög svo mörgum tugum skiptir og má vænta útgáfu á nokkram þeirra í vetur. Þegar Jón er inntur eftir hversvegna árin virðast ekk- ert breyta honum svo að merkt verði, — en hann er nú hálf sjötugur, — þá er svarið stutt og laggott: Það gerir söngurinn. Það er í sjálfu sér fnáleitt að láta sér detta í hug, að kór geti gefið upp öndina í höndun- um á shkum manni. Og samt sem áður er slík ofur- mennska ekki einhlít, þótt hún sé ómetanleg. Jón hef- ur haft góðan jarðveg að erja. Skagfirðingar era sjálf sagt ekkert betri söngmenn en aðrir. En þeir era söng- glaðir með afbrigðum og | láta sér fátt 1 augum vaxa þegar um það er að ræða að taka þátt í söng. Að því leyti hefur Jón haft úrvals- liði á að skipa. Og þegar saman fer einbeitt lið og ör- ugg forysta, þá stenzt fátt við. Heimir heldur nú yfir á fimmta tuginn. 1 faramesti hefur hann margar hlýjar þakkir og heitar óskir. mhg- Afmæli BJÖRN SIGURHSSON, skipstjóri, 75 ára Þeim fækkar nú óðum, þeim Siglfirðingum, sem á fyrstu fjórum tugum þess- arar aldar byggðu upp og mótuðu atvinnulíf og upp- byggingarþróun Siglufjarð- ar. Margir af þeim era þeg- ar horfnir yfir móðuna miklu, og aðrir verða nú 75 og 80 ára. Einn úr þessum hópi er Bjöm Sigurðsson, skipstjóri. Hann varð 75 ára 14. nóv. s. 1. Björn er fæddur og upp- alinn í Héðinsfirði og átti þar heimili fram á fullorð- insár. Bjöm stundaði sjó- mennsku frá unghngsárum. Með afbrigðum fengsæh aflamaður og farsæll skip- stjóri. Alhr vildu á sjó vera með Birni á Hrönn. Nú síð- ari árin hefur Bjöm mrnið í landi og fellur aldrei verk úr hendi. Kona Bjöms, Eiríkssína Ásgrímsdóttir, lézt fyrir 7 árum. Þau eignuðust 10 börn. Siglfirðingar era í mikilli þakkarskuld við Bjöm og konu hans fyrir diáðrík störf í þágu Siglufjarðar. Einherji óskar Bimi til hamingju með afmælið og þakkar liðin ár. Er ekki hægt að gera framkvæmd trygg- inganna ódýrari? Þann 25. okt. s. 1. svaraði félagsmálaráðherra fyrir- spum í Alþingi um kostnað við rekstur Tryggingarstofn unar ríkisins árið 1966. Þar kom m. a. fram, að rekstr- arkostnaður lífeyristrygg- inganna á því ári var nokk- uð yfir 21 millj. kr. Er ekki hægt að draga úr þessum útgjöldum, með því að semja við banka og sparisjóði um að þeir annist útborgun á lífeyri? Ég tel mjög sennilegt, að með því móti mætti koma við vera- legum spamaði. Þetta ætti ríkisstjómin að taka til athugunar. Skúli Guðmundsson SIGLUFJORÐUR Oft á fjallið fönnum lilóð. Fóru seint á vorin. Fólki, er í ströngu stóð, stundum örðug sporin. Þröngt um vik á þeirri slóð, þar til skessan kom með stóra borinn Gegnum fjallið ferðast má. Fagna sveinn og snótin. Auðveldari eru þá orðin stefnumótin. Vaknar kæti krökkum hjá, komast þau á berjamó í Fljótin. Hleypur skíðafólk um fjöll, fjöllin öðrum meiri. Þar er dýrðleg dvergahöll. Dásemdirnar fleiri. Stækki blessuð börnin öll, börnin góð á Siglufjarðareyri. Skúli Guðmundsson Hún er meira en 100 ára Margrét fæddist á Skára- stöðum í Miðfirði 12. ágúst 1867. Séra Jakob Finnboga- son á Staðarbakka skírði hana næsta dag. Foreldrar hennar vora Jó- hann iVermundsson, þá vinnumaður á Skárastöðum, og kona hans, Sigurbjörg Helgadóttir, húskona þar. Þau áttu einn son, Jóhann að nafni, sem var 2 áram eldri en Margrét. Hann átti lengi heima á Blönduósi, og var nefndur Jóhann stóri, því að hann var mikill vexti. Hann lézt 1961, 95 ára gamall. Á áranum 1868—1883 vora þau Jóhann og Sigur- björg á 8 stöðum í Miðfirði, í vinnumennsku og hús- mennsku, en tvö ár af þeim tíma var Jóhann talinn bóndi. Margrét var, alltaf með móður sinni á þessum áram, og Jóhann bróðir hennar var einnig með for- eldur sínum öll árin, að und- anteknu því síðasta. Margrét Jóhannsdóttir var fermd í Staðarbakka- kirkju 4. júni 1882. Prestur- inn, séra Sveinn Skúlason, gefur henni þann vitnisburð í prestsþjónustubókinni, að hún kunni ágætlega. Skömmu eftir fermingu yfirgaf Margrét foreldra sína og fór í vinnumennsku. M.a. var hún í nokkur ár vinnukona á Söndum, hjá Jóni bónda Skúlasyni. Þar var stórbú og margt hjúa. Mikið var unnið, og Mar-. grét var hraust og dugleg til allra verka. Henrn féll vel vistin á Söndum, því að þar var fyrirmyndarheimili, og hún naut þess að vera sam- vistum við margt fólk. Síð- asta árið sem hún var vinnu kóna á Söndum, 1896—1897, var þar vinnumaður að nafni Jóhann Guðlaugsson, Mið- firðingur, 10 árum eldri en Margrét. Vorið 1897 hóf hann búskap á Þverá í Núpsdal, og varð Margrét bústýra hjá honum. Ári síð- ar fluttust þau að Litlabakka og bjuggu þar upp frá því, meðan bæði lifðu. Þau vora gefin saman í hjónaband 1 Efra-Núpskifkju 21. jan. 1900. Synir þeirra era tveir, Guðlaugur, bóndi á Litla- bakka, og Pétur, verkamað- ur í Reykjavík. Jóhann Guð- laugsson, maður Margrétar, lézt 17. júlí 1922. Eftir lát hans hefur Margrét staðið fyrir búi hjá Guðlaugi syni sínum, sem er ókvæntur. Oftast hafa þau verið tvö 1 heimili, og svo er á þessu ári. Margrét á Litlabakka hef- ur verið þrekmikil kona. Hún hefur létta lund, og getur enn hlegið hjartanlega eins og áður. Var söngelsk og hafði góða söngrödd. Sjón hennar er tekin lað daprast, en hún hefur svo góða heyrn að mjög auðvelt er að ræða við hana. Enn heyrir hún niðinn í Miðfjarðará, en kvísl úr henni fellur við hlaðvarpann á Litlabakka. Þangað sótti Margrét lax í matinn í gamla daga, en nú er það ekki leyfilegt. Minni Margrétar er ágætt, og hún fylgist vel með því, sem er að gerast. Nýtur þess vel að hlusta á útvarp- ið, og hefur ánægju af að ræða við gesti. Á afmælis- daginn í sumar, þegar hún varð 100 ára, héldu sveit- ungarnir henni samsæti. Þar sat hún lengi með gestum við veizluborð og tók þátt í samræðum. Beztu jóla- og nýársóskir til gömlu húsfreyjunnar á Litlabakka. Sk. G.-

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.