Einherji


Einherji - 15.12.1967, Side 11

Einherji - 15.12.1967, Side 11
JÓLABLAÐ 1967 EINHERJI JÖLIN NÁLGAST Mikið úrval til jólagjafa. Allar vörur á sama gamla góða lága verðinu. Lítið í nýju sýningargluggana. — ,Þar eru jóla- gjafirnar. FÖNDURBÚÐIN "VRIfe, <kmm J0(iftssod Tiy(N<áÖTL/16 sím* ’ eo Ruggustólar — Ruggustólar íslenzkir Danskir Norskir Lítið í sýningargluggann Bólsturgerðin, Siglufirði Kaupið þér stakan stól þá kaupið góðan stól. Norski hvíldarstóllinn VIPP Bólsturgerðin, Sigluíirði HJÓNARÚM — HJÓNARÚM Sterk — stílhrein — þægileg Við bjóðum yður nýja gerð af hjónarúmum, sem eru bæði traust og vönduð. Nýjung í festingum á göflum. Rúmið hvílir á 7 fótum. Viðartegundir: Tekk — Eik. Bólsturgerðin, Siglufirði RAÐHÚSGÖGN — RAÐHÚSGÖGN Bólsturgerðin, Siglufirði HORNSÖFAR — HORNSÓFAR Bólsturgerðin, Siglufirði Kvenfélagið VON, Siglufirði, 50 ára Frá vinstri: Kristín Bögnvaldsdóttir, gjaldkeri; Guðný Fanndal, formaður, og Margrét Ólafsdóttir, ritari. OÞann 13. nóv. sl. hélt Kvenfélagið VON upp á hálfrar aldar afmæli sitt með hátíðafundi að Borgar- kaffi, og var það 391 fund- ur félagsins, en fyrsti fund- ur félagsins var haldinn 13. nóv. 1917. AðalhvaJtamaður og fyrsti formaður félagsins var frú Indíana Pétursdóttir Tynes. Aðrar konur í fyrstu stjóm vom: Guðrún Bjömsdóttir varaform., Anna Vilhjálms- dóttir gjaldkeri, Kristín Pálsdóttir ritari, og meðstj. Rósa Eggertsdóttir og Petr- ína Sigurðardóttir. Stofnendur félagsins voru 48 konur, en nújem félags- konur um 100. 1 lögum fé- lagsins segir að tilgangur fé- lagsins sé meðal annars „að styðja framfarafyrirtæki og hjálpa bágstöddum". Fyrsta viðfangsefni félagsins var margs konar Iíknarstarf- semi. Þá ræðst félagið í það stórræði 1925, að byggja sér hús til fundastarfsemi o.fl., Kvenfélagshúsið, Suð- urgötu 14. Þetta hús seldi félagið stúkunni Framsókn nr. 187 1939, og starfrækti stúkan þar sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar um margra ára skeið. Fljótlega hófst félagið handa um starfrækslu á barnadagheimili í Siglufirði yfir síldartímann. Fyrst við mjög frumstæð skilyrði. Var t.d. notast við itjöld þar sem húsnæði var ekkert. Síðan var dagheimilið starfrækt í húsi félagsins við Suður- götu, og þegar það var selt, byggði félagið dagheimilið Leikskála, rétt innan við Siglufjarðarkaupstað, Þar hefur kvenfélagið starfrækt dagheimilið flest ár síðan og gerir enn. Þótt margar kven félagskonur hafi unnið mik- Úr og klukkur Gullhringar Gullarmbönd Stálvörur Svavar Kristinsson úrsmiður ið og gott starf í þágu dag- heimilisins, þá á frú Guðrún Björnsdóttir mestan þátt í stofnun og starfrækslu Leik- skála, og var formaður dag- heimilisnefndar alla tíð frá byrjun og þar til hún flutti frá Siglufirði fyrir nokkrum árum. Er þessi þáttur úr starfsemi félagsins, gott dæmi um dugnað og fóm- fýsi hinna ýmsu kvenfélaga og kvennasamtaka víðs veg- ar um landið. Snemma var rætt um það innan félagsins að brýn þörf væri á að koma upp elliheimili í Siglufirði. Stofn- uðu félagskonur Elliheimilis- sjóð, sem þær söfnuðu fé til. Þegar hafin var bygging nýja sjúkrahússins, samþ. félagskonur að leggja elh- heimilissjóðinn í bygginguna gegn því að þar yrði starf- rækt sérstök elliheimilis- deild, sem og gert er. Sjóð- urinn nam þá um 510 þús. kr. Auk þess gaf félagið gluggatjöld og gólfteppi í elliheimilisdeildina, og í til- efni af 50 ára afmælinu gaf félagið bókahillu með skrif- borði í dagstofu deildarinn- ar. Má því segja að með þessum tveim þáttum starf- semi sinnar, barnadagheimili og elliheimili, hafi kvenfé- lagið VON Siglufirði veitt æsku Siglufjarðar og öldr- uðu fólki sérstakan stuðn- ing og hjálp, sem er þakkar vert. Þó hér hafi verið nefndir tveir merkir þættir úr strfi kvenfélagsins, þá er margt ónefnt enn, er félagskonur hafa unnið að með fómfýsi og dugnaði. Má þar nefna stuðning þeirra og um- hyggju við Sjúkrahús Siglu- fjarðar, aðra en áður er getið, t.d. gaf félagið sæng- urfatnað í gamla sjúkrahús- ið, sem nú er horfið, þegar það tók til starfa 1928 Þá hafa vinnuflokkar inn- an félagsins unnið mikið að sérstökum málum. Má í því sambandi nefna „Spyrðu- flokkinn", sem árum saman vann að spyrðuhnýtingu, og andvirði vinnunnar gáfu konurnar til sjúkrahússins, sem minningargjöf um frú Sigurbjörgu Hólm, sem var ein í hópnum og formaður félagsins um árabil. Á 50 ára afmælinu voru tvær konur gerðar að heið- ursfélögum, þær Sigríður Jónsdóttir, Hlíðarhúsum, og Freyja Jónsdóttir, en báðar þessar konur hafa mikið starfað innan félagsins og átt sæti í stjóm um árabil. Þá bámst félaginu árnað- aróskir og gjafir frá félög- um og einstaklingum. Stjóm félagsins skipa nú: Guðný Fanndal, formaður. Þorfimia Sigfúsd., varaform. Margrét Ölafsdóttir, ritari Kristín Rögnvaldsd. gjaldk. Anna Snorradóttir og Hildur Eiríksdóttir, meðstj. Iðnskóli Siglufjarðar Iðnskóli Siglufjarðar tek- ur til starfa 4. jan. n.k. I vetur verða starfræktir 1. og 3. bekkur. Væntanlegir nemendur, er ekki hafa þegar sótt um skólavist, þurfa að gera það fyrir n.k. áramót. Skólinn starfar í 3 mán- uði og hefst kennsla kl. 13.10. — Inntökupróf fara fram 2. og 3. janúar. JÓLABORÐ KFS Siglfirðingar! Lítið í glugga kjörbúðar KFS nú um helgina (laugardag og sunnudag). Þar getið þið fengið margt gott á jólaborðið.

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.