Einherji


Einherji - 02.05.1968, Blaðsíða 3

Einherji - 02.05.1968, Blaðsíða 3
EINHERJI 3 [(iróRabúsið mikið notað Húsið er íþróttalífi mikil lyftistöng Hið nýja íþróttahús Sigl- firðinga, sem tekið var í notkun í byrjun þessa árs, er mjög mikið notað, og mjög vinsælt meðal æsku- fólfks. Má segja, að húsið sé í notkun alla daga, eða 48 stundir á viku. Virðist húsið ætla að verða íþróttalífi bæjarins mikil lyftistöng og má þegar sjá árangur þess í góðri frammistöðu Siglfirð- inga í handknattleik og bad- minton, og K. S. væntir framfara í knattspymu vegna þjálfunar, sem fram fer undir leiðsögn júgóslav- neska þjálfarans Stanojev Krista. Siglfirðingar og U.M.S.S. keppa í handknattleik Þann 10. marz s. 1. fór fram í íþrðbtahúsinu á Siglu- firði keppni í handknattleik milli Siglfirðinga og keppnis- hðs frá Ungmennasambandi Svarfdæla. Var keppt í fjór- um flokkum. Karlakeppni í eldri flokki fór þannig, að lið U.M.S.S. vann með 32 gegn 31 marki, en í yngri flokki unnu Siglfirðingar með 23 gegn 21 marki. í eldra karlaliðinu voru Sigl- firðingarnir flestir iðnnem- ar, en í yngra liðinu piltar úr gagnfræðaskólanum. 1 kvennakeppni urðu úr- slit þau, að í eldri flokki unnu Siglfirðingar með 10 mörkum gegn 4, en í yngri flokki varð jafntefli, 4 mörk gegn 4. Siglfirðingar hafa ekki haft möguleika til inni- þjálfunar í þessari íþrótt fyrr en eftir opnun nýja íþróttahússins í janúar s. 1. Má því segja, að frammi- staða þeirra sé mjög-góð. Sigruðu í badminton. Fyrir nokkru fór fram í Reykjavík landsmót ungl- inga í badminton. Stóðu Siglfirðingar sig mjög vel þar, og komu öðrum alveg á óvart. Siglfirðingar áttu tvö efstu sætin í tvíliðaieik. Efstir urðu Gunnar Blöndal og Ingólfur Jónsson og í 2. sæti Sigurður Steingrímsson og Jóhann Jónsson. 1 ein- liðaleik varð Sigurður Stein- grímsson nr. 2, en Reykvík- ingur nr. 1. Er þeta frábær frammisaða þessara ungu manna, sem allir eru nem- endur í gagnfræðaskólanum og lofar góðu um framhald- ið. Landsmót iðnnema í hand- knattleik. Á laugardag og sunnudag 27. og 28. apríl s. l.var háð í íþróttahúsinu 1 Siglufirði landsmót iðnnema í hand- knattleik. Þátttöku tilkynntu tíu félög, en sjö mættu til leiks og eru það þessi: Járniðnamemar, Rvík Húsásmiðanemar, Rvík Rafvirkjanemar, Rvík Húsgagnasm.nemar, Rvík Iðnnemafél. Hafnarfjarðar Iðnnemafélag Akureyrar Iðnnemafélag Siglufjarðar Ueikinn var 21 leikur og urðu úrslit sem hér segir: 1. Iðnnemafélag Hafnar- f jarðar með 12 stig. 2. Iðnnemafélag Akureyrar með 10 stig. 3. Rafvirkjanemar, Reykja- vík með 8 stig. v 4. Húsasmíðanemar Reykja vík með 7 stig. 5. Húsgagnanemar, Reykja- vík með 3 stig. 6. Jámiðnaðamemar, Rvik með 2 stig. 7. Iðnnemafélag Siglufjarð- ar með 0 sltig. Um 80 utanbæjariðnnem- ar sóttu þetta mót. I Iðn- nemafélagi Siglufjarðar em 26 félagsmenn. Formaður er Viktor Þorkelsson. Flestir iðnnemanna komu hingað iá föstudag og fóru á sunnudagskvöld. Fór mót þetta hið bezta fram. Á sama tíma og mótið fór fram var haldin formanna- ráðstefna iðnnemafélaga og sátu hana 14 aðilar, víðsveg- ar að af landinu. Á dagskrá vora ýmis mál varðandi kjör og aðbúnað iðnema hér á landi. SKAGFIRDINGAR Verzlið í eigin búðum. — Verzlið í Kaupfélaginu. Það eru hyggindi sem í hag koma, að vera félagsmaður í Kaupfélagi Skagfirðinga, og verzla við kaupfélagið. Aukin umsetning skapar ódýrari verzlun. Á undanfömum árum höfum við endurgreitt félagsmönnum vorum milli 4 og 7% af ágóðaskyldri vömúttekt. Minnist þess er þér verzlið, að hér er um raunveralega lækkun vöraverðs að ræða. SAMVINNAN SKAPAK SANNVIRÐI Kanpfélag Skagfirðinga SAUÐÁRKRÓKI GLEÐILEGT SUMAR GLEÐILEGT SUMAR GLEÐILEGT SUMAR GLEÐILEGT SUMAR Óskum öllum viðskiptavinum voram Þökkum viðskiptin á vetrinum. GLEIILEGS SUMARS Kaupfélag Skagstrendinga Skagaströnd Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi Sendum öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum beztu óskir um Sölufélag Austur-Húnvetniniga sendir öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum beztu óskir um GLEÐILEGT SUMAR GLEBILEGT SUMAR ^ KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Sölufélag Austur-Húnvetninjga Blönduósi Sendum öllum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum beztu óskir um Kaupfélag Vestur-Húnvetninga óskar öllum viðskiptavinum sínum GLEÐILEGT SUMAR GLEOILEGS SUMARS Kaupfélag Austur-Skagfirðinga Hofsósi Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga óskar öllum GLEÐILEGT SUMAR GLEÐILEGS SUMARS Þökkum viðskiptin á vetrinum. Kaupfélag Skaigfirðinga Sauðárkróki Samvinnufélag Fljótamanna j Haganesvík j

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.