Einherji


Einherji - 02.05.1968, Blaðsíða 4

Einherji - 02.05.1968, Blaðsíða 4
4 EINHERJI V Búnaðarþing 1968 BúnaSarþlng, hið 50. í röðinni, var sett í Bændahöllinni í ltvík þ. 19. febrúar s. I. og stóð til og með 10. marz. Fyrir þinfjinu lágu að þessu sinni 53 mái og voru 50 afgreldd. Verður hér getið nokkurra ályktana þingsins. Reikningar Búnaðarfélags tslands fyrir árið 1967. Niðurstaða tekna og gjalda kr. 16.324.365,97. Skuldlaus eign kr. 43.553.568,52. Fjárhagsáætlun B. 1. fyrir árið 1968 . Niðurstöður tekna og gjalda kr. 18.970.125,77. Skólamál dreifbýlisins. „Búnaðarþing skorar á yfir- stjórn fræðslumálanna, mennta- málaráðherra og fræðslumála- stjóra — að beita sér' fyrir því, að ákvæði laga um fræðslu- skyldu barna og unglinga verði framkvæmd þegar á næsta hausti i öllum skólahverfum landsins. Meðan unnið er að byggingu nýrra skóla- og heimavistarhúsa til þess að ná þessu marki, verði veitt sú bráðabirgðalausn, að koma unglingum úr sveitum að í unglingaskólum þorpa og kaup- staða og þeim útvegaðir dvalar- staðir á einkaheimilum, enda greiði rikissjóður hluta af dval- arkostnaði þeirra þar, svo að að- standendur unglinganna þurfi ekki að standa undir meiri kostn- aði en á þá félli af dvöl ungl- inga í heimavistarskóla. Búnaðarþing telur eðlilegt og sjálfsagt, að sjónvarpið verði notað við kennslu miklu meira en nú er gert, m. a. í kennslu í námsgreinum í bama- og ungl- ingaskólum til viðbótar eða stuðnings við þá kennslu, er þar fer fram. I annan stað skorar Búnaðar- þing á Alþingi og rikisstjórn að: 1) Setja í lög ákvæði um skyldu ríkissjóðs til að greiða þann kostnaðarmun, sem er við dvöl barna og unglinga í heimavistarskólum annars vegar og skólakostnaðar barna og unglinga, er eiga heima í þéttbýli (þorpum og kaupst.) hins vegar, t. d. í formi námsstyrkja. 2) Að auka mjög framlög til byggingar barna- og ungl- ingaskóla og heimavistar- húsa í sveitum." Vörubirgðir. „Búnaðarþing beinir þeirri á- skorun til stjórnar Seðlabanka Is- lands, að lána nauðsynlegt fjár- magn til þeirra verzlunarfyrir- tækja á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi, sem selja nauðsynja- vörur, s. s. matvæli, fóðurvörur og oliur, til þess að þau geti, fyrri hluta vetrar, tryggt nægar birgðir þessara vara og hindrað þannig að vandræðaástand skap- ist, þótt hafís leggist að landinu. Jafnframt þakkar þingið þá að- stoð, sem bankinn hefur heitið að veita á þessum vetri. Þingið felur stjórn B. I. að fylgja þessu máli fast eftir í samvinnu við Stéttarsamband bænda, og leita um það samstarfs við Samband isl. sveitarfélaga." Bekstrarlán. „Upplýst er, að rekstrarlán til landbúnaðarins hafa staðið ó- breytt að krónutölu frá árinu 1959 og hafa því raunverulega lækkað mikið, miðað við fram- leiðslumagn og verðgildi. Þar við bætist, að á árinu 1968 munu verðhækkanir á áburði og fóður- bæti, svo og magnaukning þess- ara vara, leiða af sér 40—50% hækkun á rekstrarfjárþörfinni, nema til komi veruleg niður- greiðsla á áburðarverði. Þvi beinir Búnaðarþ. þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnar Seðlabanka Islands, að auka stórlega rekstrarlán til landbún- aðarins. Jafnframt verði við- skiptabönkum og sparisjóðum gert kleift að auka þenna þátt starfsemi sinnar, m. a. með því að endurgreiða þeim bundið fé þeirra i Seðlabankanum. Þá skorar þingið á stjórn Seðlabankans að endurgreiða bundið fé innlánsdeilda sam- vinnufélaga og bæta þannig nokkuð úr rekstrarfjárskortin- um.“ „Búnaðarþ. skorar á mennta- málaráðherra að gera nú þegar ráðstafanir til að treysta fjárhag Félagsiheimilasjóðs með beinum framlögum úr rikissjóði, t. d. 5 millj. króna á ári næstu 10 ár, eða auka fastan tekjustofn hans tilsvarandi. Félagsheimilasjóður gegnir mjög þýðingarmiklu hlutverki í félags- og menningarmálum þjóðarinnar, sem ekki má niður falla. vegna fjárhagsörðugleika sjóðsins." Fóðurbirgðamál. „Búnaðarþ. felur stjórn Bún- aðarfél. Islands að gangast fyrir fundum um fóðurbirgðamál á sumri komanda. Verði fundir þessir haldnir um land allt, einn í hverju sýslufélagi, og þeim lok- ið fyrir réttir. Á fundum þessum skulu mæta forðagæzlumenn, oddvitar hrepps- félaga og héraðsráðunautar í bú- fjárrækt, eða fulltrúar þessara aðiija. Helzta verkefni fundanna skal vera að taka til rækilegrar endurskoðunar lágmarkskröfur, sem gilt hafa um ásetning og fóðurþörf búfjárins. Miðist end- urskoðun þessi fyrst og fremst við heyfóðrið. Reynt verði að samræma ásetninginn eftir þvi sem tök eru á, og hert á lág- markskröfum um heybirgðir á haustnóttum, þar sem sýnt er, að ásetningur er enn ekki ör- uggur fyrir. Þá vinni fundirnir að því, að forðagæzlumenn ljúki ásetningi það snemma hausts, að sem minnstum óþægindum valdi bændum, ef um fækkun bústofns verður að ræða vegna of lítilla heyja." Niðurgreiðsla á áburði. „Búnaðarþing skírskotar til samþykktar sinnar frá fyrra ári um niðurgreiðslu á áburðarverði og tekur ákveðið undir ályktun aukafundar Stéttarsamb. bænda um að tilbúinn áburður verði greiddur niður á komanda vori, svo að hann hækki ekki í verði frá því, sem var á fyrra ári. Búnaðarþ. skorar því á land- búnaðarráðherra og ríkisstjórn að hrinda þessu máli í fram- kvæmd og felur stjórn B. I. að fylgja því fast eftir." Framleiðsla landbúnaðarvar o. fl. „Búnaðarþ. ályktar að fela stjórn B. 1. að beita sér fyrir ef tirf arandi: 1. Að frumv. til laga um afrétt- armálefni verði lagt fyrir Al- þingi og lögfest eins og Bún- aðarþing afgreiddi það 1957. 2. Að tekin verði upp ítala bú- fjár í afréttir, sem að lokinni rannsókn eru taldar ofbeittar. 3. Að hraðað verði kortlagningu gróðurlendis og alls ræktan- legs lands, og lokið ákvörðun- um varðandi beitarþol þess. 4. Að hraðað verði uppþurrkun lands til beitar. 5. Að fengnar verði erlendar plöntur, t. d. belgjurtir, sem bætt gætu beitilandið og auðg- að gróðurríki þess. 6. Að stuðlað verði að aukinni fjölbreyttni í íramleiðslu og 'betri nýtingu beitilandsins með því að fá leyfi til innflutnings holdanauta eða holdanauta- sæðis til einblendingsræktun- ar í landinu. 7. Að aukin verði starfsemi Landgræðslu Islands við á- burðardreifingu í bithaga til örfunar gróðurfarsbreytingu og eflingar nytjagróðurs. 8. Að markvisst verði unnið að öruggum ásetningi búfjár og bættri forðagæzlu." Kjarnfóðurverzlun. „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Islands að vinna að undirbúningi þess, að komið verði í framkvæmd tillög- um Kjarnfóðurnefndar um inn- flutning fóðurkorns, mölun þess og blöndun innanlands. Ennfrem- ur verði athugað um flutning á lausu kjarnfóðri heim á býli, og að þar verði komið upp geymslu- hylkjum í þessu skyni. Þingið telur eðlilegt að stefnt verði að því, að bændasamtökin (Búnaðarfélag Islands og Stéttar- samband bænda) fái í sínar hendur innflutning fóðurkorns, svo og annarra helztu reksrar- vara landbúnaðarins og leggur til, að það verði einnig tekið til sérstakrar athugunar." Heykögglagerð o. fl. „Búnaðarþ. þakkar stjórn B. 1. og nefnd þeirri, er hún skipaði 1965, til athugunar á leiðum til heymjöls- og heykögglafram- leiðslu hér á landi. Telur þingið skýrslur nefndarinnar á þskj. 63 ýtarlegar og glöggar, það sem þær ná, og gefa nokkrar vonir um jákvæðan árangur. Búnaðarþing telur sjálfsagt, að stjórn B. I. láti vinna áfram að rannsókn málsins og lítur svo á, að hér sé um stórmál að ræða fyrir iandbúnaðinn, sem eðlilegt sé að kanna nánar. I því sam- bandi vill þingið benda á eftir- greind atriði: 1. Að athugað verði hvort ekki beri að stefna að því, að hey- kögglaverksmiðjur verði reist- ar, ein eða fleiri i hverjum landsfjórðungi, og hvaða stað- ir koma þá helzt til greina. 2. Þá verði sérstaklega athugað- ir möguleikar á að hefja rækt- un á stöðum, þar sem of lítil ræktun er fyrir. Telur þingið eðlilegast, að Landnámi ríkis- ins væri falið að standa fyrir slíkri ræktun. 3. Auk þess leggur þingið sér- staka áherzlu á: a) að gerðar verði kostnaðar- og rekstraráætlanir fyrir verksmiðjur af mismunandi stærðum — og b) að kannaðar verði fjáröfl- unarleiðir og í því sam-^ bandi á hvern hátt birgða- kostnaður forðabúra verði borinn uppi." Áburðardreifing úr flugvélum. „Búnaðarþing felur stjórn B. 1 að beita sér fyrir því við land- búnaðarráðherra og ríkisstjórn, að Landgræðslu íslands verði gert kleift að annast áburðar- dreifingu á beitilönd fyrir ein- staka bændur og félagssamtök þeirra á sumri komanda og framvegis, undir yfirumsjón B.I." Raforkumál. „Búnaðarþing ítrekar marg- endurteknar ályktanir sínar um brýna nauðsyn þess, að rafvæð- ingu landsins verði lokið á næstu þrem árum, eða fyrir árslok 1970. Því skorar þingið á raforku- málaráðherra að hlutast til um Landbúnaðarsýníng Stærsta og fjölbreyttasta landbúnaðarsýning, sem haldin hefur verið hér á landi, verður í Reykja- vík á komandi sumri. Fjöhnargar stofnanir og fé- lög, á vegum landbúnaðarins, eða í tengslum við hann, standa að sýningunni. Fjölmargar nefndir vinna að undirbúningi sýningarinar, hver á sínu armarkaða sviði, en formaður sýningarráðs er Þor- steinn Sigurðsson, form. 'Búnaðarfélaigs íslands. Framkvæmdastjóri sýningarinnar verður Agnar Guðnason ráðunautur, en aðalframkvstj. Kristján Karlsson, erindreki. Arkitekt og skipul'eggjari er Skarphéðinn Jóhannsson og teiknari Kristín Þor- kelsdóttir, og hefur hún m. a. teiknað merki sýn- ingarinnar. Dandbún'aðarsýningin verður í Reykjavík 9.— 18. ágúst. Einn umfangsmesti hður sýningarinnar verður búfjársýning. Þar verða sýnd: hross, nautgripir, sauðfé, geitur, svín og alifuglar. Mörg verðlaun verða veitt. T. d. fær bezti stóðhestur 30 iþús. kr. verðlaun og hryssa 20 þús. kr. Naut 35 þús. kr. og ótal mörg fleiri verðlaun. Sauðfé verður aðeins af vissu svæði, en annað búfé víðs vegar að af landinu. að veitt verði stóraukið fjármagn til þessara framkvæmda og að Alþingi veiti heimild til lántöku, til þess að framangreindu marki verði náð.“ Utanríkisþjónusta og markaðs- leit. „Búnaðarþing skorar á ríkis- stjórnina að endurskipuleggja ut- anríkisþjónustuna og breyta stað- setningu sendiráða með það að markmiði, að láta sendiráðsmenn og aðra starfsmenn utanríkis- þjónustunnar vinna í stóraukn- um mæli að markaðsöflun og þjónustu við þá aðilja, er annast utanrikisverzlun Islendinga. Jafnframt verði val starfs- manna í utanríkisþjónustunni við það miðað, að þeir hafi sérþekk- ingu eða reynslu í utanríkismál- um. Þá leggur þingið áherzlu á, að veitt verði verulegt fjármagn úr ríkissjóði til markaðsleitar fyrir íslenzkar útflutningsvörur." Auk framangreindra mála voru fyrir tekin og afgreidd mörg mál. T. d. ályktun um: Gengistryggð lán. Hringskyrfi. Frumv. til laga um breytingar á jarðræktarlögunum. Afkvæmisrannsóknir á hross- um. Útfiutningur hrossa. Fjárhús. Varzla stóðhesta. ToUur á landbúnaðarvélum. Kjarnfóðurskattur. ■ BændahaUargjald. Kal í túnum o. fl. Náttúruvernd og notkun lands. Gjaldeyrisverzlun. Garðyrkja. Áburðardreifing úr flugvéium. Skurðmælingar. Ættaróðöl. Jarðræktarlög og húsagerðar- samþyliktir. Djúpfrysting nautasæðis. Fiskeldisstöðvar. Áburðarverzlun. Eins og sést af þessari upp- talningu og getið var um í byrj- un, voru það um 50 mál, er þing- ið afgreiddi og mörg af þeim merk, en rúm blaðsins leyfir ekki að getið sé um fleiri. Þá hafa verið greindar nokkr- ar helztu ályktanir síðasta Bún- aðarþings, og aðeins nefnd nöfn- „Islendingar og hafir Sjávarútvegssýning í Rvík . 25. maí til 11. júní n. k. Efnt verður til sýningar- innar „Islendingar og hafið“ i Sýningarhöllinni í Laugar- dal 25. maí tíl 11. júní. Verð- ur sýningin mjög fjölbreytt og færir sönnur á mikilvægi sjávarútvegs og siglinga í efnahag og öllu lífi þjóðar- innar. Meðal annars verður sér- stök sögusýning, þar sem sýnd verða þau tæki, sem notuð voru til fiskiveiða áð- ur fyrr. Margan annan fróð- leik verður þar að finna. Sjiálfsagt er fyrir alla, sem leið eiga um Reykjavík á þessum tíma, að skoða sýninguna, sér til fróðleiks og skemmtunar. in á öðrum, vegna rúmleysis. Að baki þeim mörgum liggur mikil vinna í nefndum. Öllum álykt- unum fylgja greinargerðir, marg- ar ýtarlegar. Koma þar frani margháttaðar upplýsingar, sem freistandi hefði verið að rekja, ef rúm hefði leyft. Má sem að- eins eitt dæmi nefna, að sam- þykktar en ófullnægðar kvaðir Félagsheimilasjóðs nema nú um 90 millj. króna. Heyrzt hefur oftar en einu sinni sú rödd úr ráðherrasæti, að athugandi væri hvort ekki bæri að taka aftur upp þann hátt, sem horfið var frá fyrir meir en 20 árum og heyja Bún- aðarþing aðeins annað hvort ár. Ef til vill er það einn liður í læirri markvissu stefnu núver- andl ríkisstjórnar, að þurrka út áhrif bændastéttarinnar í þjóð- félaginu. Það væri líka „viðreisn" fyrir sig. En hvernig er það — var ekki Alþingi einnig háð aðeins annað hvort ár. Búnaðarþing kostar álíka mik- ið og einn ráðherrabíll. Aiþingi kostar eitthvað svipað og 45 ráð- herrabílar. Þar væri feitari gölt að flá. Sé þó fjarri mér sá búra- háttur að teija eftir þann kostn- að, sem árlegt þinghald Alþingis hefur í för með sér. Gísli Magnússon.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.