Einherji


Einherji - 02.05.1968, Side 5

Einherji - 02.05.1968, Side 5
EINHERJI 5 Fréttabréf úr Skagafirði Frostastöðum, 21. apríl. Veturlnn er nú á förum. I»rír dagar aðeins eftir til sumars, þegar þetta er skrifað. Og vor- blíða er nú að kalla má á hverj- um degi. I>ó var veturinn harð- hentur nokkuð á tímabili. Ekki var hann þó erfiður vegna snjóa- laga og getur varla heitið, að fannir hafi nokkru sinni torveld- að að neinu ráði samgöngur hér frammi í héraðinu... Frost var auðvitað talsvert á stundum, en þó naumast nokkurn tíma svo, að til aftaka megi teljast. En hjarn og svellalög voru óvenju mikil. Eylendið allt mátti heita hlaupið í gadd æði löngu fyrir áramót. I»að Iand, sem hærra Iiggur, varðist Iengur, en spilli- blotar riðu yfir hver af öðrum og þegar fram í janúar kom var víða orðið jarðlaust með öllu og á tímabili var varla nokkurs staðar snöp. Sennilega hefur þó sumum fundizt þeir eiga nóg af hrossum, því víðasthvar komu þau ÖU á gjöf. Eeið svo fram í marz að ekki hlánaði svo að .gagn yrði að, en þá brá til þíð- viðris og tók gaddinn upp að mestu á nokkrum dögum. Upp úr því kólnaði þó aftur og var ieiðindatíð um sæluvikuleytið. Töldu þá veðurspámenn í Ieik- mannsstétt, að fulis bata væri vart að vænta fyrr en upp úr páskum. En engir eru óskeikuUr og í páskavikunni breyttist tíðar- far tll hins betra og síðan hefur hver dagurinn verið öðrum mild- ari. Og nú, þegar veturinn er senn að baki samkvæmt alman- akinu, vona menn að hann verði það einnig í reynd. Vegaskemmdir hafa hér enn ekki orðið verulegar. Leysingin hefur verið hagkvæm fyrir þá, hæg og úrkomulaus. Eitt og eitt ræsi hefur þó látið undan síga, enda sum komin til ára sinna. En búast má við, að vegirnir færu Ula, ef að gengi í úrfeiii, því að klaki er mikiU í þeim. Fyrir nokkru var bændaklúbbs- fundur haldinn að Héðinsminni. Mætti þar Jónas Jónsson ráðu- nautur frá Yzta-Felli og ræddi um kalskemmdir og ræktun og sýndi skuggamyndir til skýringar erindinu, sem var fróðlegt í bezta lagi. Taisverðar umræður urðu að erindi Jónasar ioknu, en vei hefði fundurinn mátt vera fjöl- sóttari. f ráði mun að fleiri sUkir fundir verði haldnir á næstunni. f gær fór fram, við mikið fjöl- menni, jarðarför Jóhannesar sál- uga Steingrímssonar, fyrrverandi hreppsstjóra og oddvita á Silfra- stöðum og var hann jarðsettur þar heima. Jóhannes heitinn var á 85. aldursári er hann lézt. Hann bjó aUan sinn búskap á Silfra- stöðum. Hann naut, aUa stund, ósklptra vinsælda og virðingar samsveitunga sinna og allra þeirra, er af honum höfðu kynni. Gegndi hann um áratugaskeið hreppstjóra- og oddvitastörfum í Akrahreppi og þótti engum þau trúnaðarstörf betur komin í ann- arra höndum, meðan hann naut fuUrar starfsorku. Hann var sveltaxsómi. mhg. Skíðamót Norðurlands verður háð á Sighifirði dag- ana 4. og 5. maí næstkom- andi. Keppt verður í öllum greinum skíðaíþróttarinnar. Mótstjóri er Sigþór Erlends- son, kennari. Fjárhagsáætlanir Bæjarsjóðs, Vatnsveitu, Hafnar- sjóðs og Rafveiti Siglufjarðar fyrir árið 1968 Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs fyrir ár- ið 1968 eru 30 millj. 120 þús. kr., en í fyrra voru niður- stöðutölur 27 millj. 419 þús. og 500 kr. Hækkun er þvi 2.600.500,00 kr. Helztu hækkanir á tekjuhðum eru: Aðstöðugjöld eru hækkuð um 800 þús. kr. Fasteignask. o. fl. um 200 þús. kr. Frá Jöfnunarsjóði og landsútsvör hækka um 600 þús. kr. Nýr hður: Fjárlagaframlag til íþróttahúss 500 þús. kr. Gjaldaliðir sem hækka eru margir. Má þar nefna: Stjórn kaupstaðarins hækkar um 200 þús. kr. Löggæzla um 200 þús. kr. Framfærsla um 115 þús. kr. Sundlaug og íþróttahús, rekstur, um 130 þús. kr. Bókasafn um 55 þús. kr. Til Vatnsveitu um 300 þús. kr. Almanntrygging- ar og lýðhjálp um 280 þús. kr. Þá koma nýir gjaldaliðir til sögunnar, svo sem: Ný- bygging vega 1.4 millj. kr. Greiðslur vegna Rauðkuverk- smiðju 800 þús. kr. Kaupstaðarafmæli 400 þús. kr. íþróittahús 700 þús. kr. Þá hafa nokkrir útgjaldaliðir, sem voru á áætlun 1967, horfið þaðan nú og vegur það nokkuð á móti nýj- um liðum. Fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Siglufjarðar 1968 TEKJUR: 1. Útsvör ............................ kr. 19.800.000,00 2. Aðstöðugjöld ........................ — 3.300.000,00 3. Fasteignask., lóðask. o. fl.......... — 1.400.000,00 4. Leigutekjur fasteigna ............... — 200.000,00 5. Skemmtanask., kvöldsölugj............ — 100.000,00 6. Frá Atvinnujöfnunarsjóði ............ — 500.000,00 7. Fjárlagframlag til íþróttahúss ...... — 500.000,00 8. Frá ríkissj. til innanbæjar þjóðv. — 490.000,00 9. Frá Jöfnunarsj. og landsútsvör .... — 3.500.000,00 Kr. 30.120.000,00 GJÖLD: 1. Stjórn kaupstaðarins brúttó 2.160.000,00 Frá dregst þátt. Hafnarsjóðs, Vatnsv., Rafv. o. fl., alls kr. 415.000,00. Það, sem bæjarsj. raunverul. greiðir kr. 1.745.000,00 2. Skipulagsmál ....................... — 405.000,00 3. Löggæzla greidd af bænum ....... — 829.000,00 4. Brunavarnir ....................... — 438.000,00 5. Framfærsla: a. Almenn framfærsla ............... — 350.000,00 b. Bamsmeðlög ...................... — 600.000,00 d. Sjúkraframfærsla ................ — 600.000,00 e. Kostn. vegna framfærslumála .... — 75.000,00 6. Almannatryggingar og lýðhjálp: a. Framlag til Almanna tryginga — 2.220.000,00 b. Framlag til Sjúkrasamlags ...... — 1.760.000,00 d. Hækkun elli- og örorkubóta .... — 500.000,00 e. Atvinnuleysistryggingasjóður — 400.000,00 7. Félagsmál. Þar af til Byggingarsj. verkam. 200 þús. og Lífeyrissjóðs bæjarstarfsmanna 175 þús. kr..... — 724.000,00 8. Fræðslumál a. Bamaskólinn ..................... — 1.000.000,00 b. Gagnfræðaskólinn ................ — 655.000,00 d. Iðnskólinn ...................... — 45.000,00 e. Tónlistarskóli Siglufjarðar ..... — 200.000,00 9. Menningarmál a. Sundlaug og íþróttahús....... — 330.000,00 b. Framl. og styrkir til 17 félaga — 175.000,00 d. Iþróttabandalag Siglufjarðar .... — 200.000,00 e. Framlag til tómstundaheimihs — 150.000,00 f. Barnadagheimihð Leikskálar .... — 175.000,00 g. Bókasafn, rekstur ............... — 600.000,00 h. Félagsheimili ................... — 200.000,00 10. Heilbrigðismál a. Framlag til reksturs Sjúkrah. — 700.000,00 b. Heilsuvemdarstöð ................ — 150.000,00 d. Laun og símak. ljósmóður ........ — 125.000,00 e. Ymis kostnaður .................. — 30.000,00 11. Hreihlætismál a. Sorphreinsun ................... — 480.000,00 ib. Rottueyðing ..................... — 40.000,00 d. Vmislegt ......................... — 70.000,00 12. Vegamál: Viðhald, vinnulaun, efni, bílak., snjómokstur, götulj. o. fl. — 2.550.000,00 13. Landbúnaður (þar af fjárgirðing 60 þús. kr.) ........................ — 98.000,00 14. Viðhald fasteigna o.fl.............. — 400.000,00 15. Ýmislegt: a. Vextir og kostn. af lánum ....... — 700.000,00 b. Greiðslur v. Rauðkuverksmiðju — 800.000,00 d. Til söguritunar v. 50 ára afm. — 150.000,00 e. Kaupstaðarafmæli ................ — 400.000,00 f. Hitaveita ....................... — 100.000,00 g. Hólsbú, afb. skulda ............. — 150.000,00 h. Framlag til Vatnsveitu ... — 600.000,00 i. Ýmislegt ........................ — 200.000,00 16. Til verklegra framkvæmda: a. Ráðhús .......................... — 400.000,00 b. Nýbygging Sjúkrahússins ......... — 500.000,00 d. Íþróttahús ...................... — 700.000,00 e. Iþróttavöllur í Hólsbúslandi .... — 100.000,00 f. Unglingaskíðasitökkbraut ........ — 50.000,00 17. Nýbygging vega,- a. Gránugata, tenging Suðurg..... — 250.000,00 b. Hafnartún ....................... — 600.000,00 d. Hvanneyrarbr., gangst., kantur — 220.000,00 e. Hólavegur ....................... — 250.000,00 f. Viðgerð Aðalgötu ................ — . 100.000,00 18. Afborganir skulda ................... — 3.490.000,00 19. Framlág til Utgerðarfél. Siglufj. — 500.000,00 20. Byggingaráætlun ríkissj. í Sigluf. — 400.000,00 21. Ófyrirséð ........................... — 400.000,00 Kr. 30.120.000,00 Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Siglufjarðar 1968 TEKJUR: 1. Vatnssala til skipa og starfrækslu kr. 1.050.000,00 2. Vatnssk. af húsum og bifreiðum .... — 520.000,00 3. Framlag bæjarsjóðs ........................... — 600.000,00 4. Lántaka .............................. — 500.000,00 Kr. 2.670.000,00 GJÖLD: 1. Stjóm Vatnsv., þar af laun 220 þús. kr. 350.000,00 2. Viðhald og endurbætur, þar af vinnulaun og efni 1.600 þús ........ — 1.690.000,00 3. Rekstur dælstuöðvar ............ — 140.000,00 4. Afborganir skulda ................... — 400.000,00 5. Jarðvatn: sérfrl. ath og borun .... — 90.000,00 Kr. 2.670.000,00 Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Siglufjarðar 1968 TEKJUR: 1. Vömgjöld .......................... kr. 1.350.000,00 2. Bryggjugjöld ......................... — 385.000,00 3. Lestargjöld .......................... — 300.000,00 4. Leiðsögu- og Ijósagjöld............... — 65.000,00 5. Söltunarstöðvar og bátastöð, leiga — 285.000,00 6. Hafnarbryggja, leiga ................ — 45.000,00 7. Vömhús, leiga ........................ — 60.000,00 8. Dráttarbraut, leiga .................. — 48.000,00 9. Bílavogir, vigtargjöld ............... — 40.000,00 10. Hafnarkrani, leiga .................. — 370.000,00 11. Afborgun frá bæjarsjóði ............. — 500.000,00 12. Lántaka ............................. — 2.000.000,00 Kr. 5.454.000,00 GJÖLD: 1. Stjóm hafnarinnar: Þar af laun kr. 320 þús........................ kr. 624.000,00 2. Hafnairbryggja og öldubrjótur ........ — 252.000,Ö0 3. Vöruhús .............................. — 90.000,00 4. Dráttarbrauítin, viðh. og tryggingar — 55.000,00 5. Bílavogir ............................ — 41.000,00 6. Hafnarkrani: Þar af vinnul. og viðh — 370.000,00 7. Vitar ................................ — 67.000,00 8. Afborganir og vextir ................. — 1.550.000,00 9. Söltunarst. og bátastöð .............. — 740.000,00 10. Ýmis kostnaður ...................... — 65.000,00 11. Nýframkvæmdir: a. Síldarverkunarhús ............... — 600.000,00 b. Endurbætur á Öldubrjót ....... — 1.600.000,00 Kr. 5.454.000,00 Frambald á 6. síðu

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.