Einherji - 30.08.1968, Síða 1
• Samvinnufélögin
skapa sannvirði á
vöru og auka öryggi
hvers byggðarlags.
• Gangið í sam-
vinnufélögin.
• Verzlið við sam-
vinnuféiögin.
• Samvinnan skapar
betri lífskjör.
Blaö Framsóknarmanna í Nóröurlandskjördœmi vestra.
7.—s. tölublað. Föstudaginn 30. ágúst 1968 37. árgangur.
Heim að Hólum
Landbúnaðarsýningin 1968
Sunnudagskvöldið 18. ág.
s. I. lauk Landbúnaðarsýn-
ingunni 1968. Sýningin var
opnuð 9. ágúst og stóð því
yfir í 10 daga. Sýningin fór
fram í Laugardal í Reykja-
vík og miðdepill sýningarinn
ar í Laugardalshöllinni. Góð
aðsókn var að sýningunni og
munu sýningargestir hafa
verið yfir 80 þúsund. Búnað-
arfélag íslands og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins
stóðu að sýningunni, sem var
sú yfirgripsmesta, sem hald-
in hefur verið hér á landi.
Tilgangur með slíkri sýningu
er að sjálfsögðu sá, að sýna
og kynna framleiðsluna og
þróun þessa atvinnuvegar í
þjóðarbúinu. Hér var um að
ræða: búfjársýningar, véla-
og tækjasýningar, iðnsýn-
ingar, hlunnindasýningar, á-
sarnt sögu- og þróimarsýn-
ingu, að ógleymdum öllum
þeirn fræðslu- og skemmti-
atriðum er þar fóru fram.
Um 60 þátttakendur kynntu
þar og sýndu og má nokkuð
af því ráða fjölbreyttni sýn-
ingarinnar.
Þetta er 3ja stóra land-
búnaðarsýningin, sem hér
hefur verið haldin. Fyrsta
landbúnaðarsýningin var
haldin í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík 1921. Sú sýning
var aðallega verkfærasýn-
ing og því aðallega ætluð
fyrir bændur. Önnur sýning-
in í höfuðborginni var 1947.
Var hún allf jölbreytt og
sóttu hana um 60 þús. manns
Búnaðarfélag Islands stóð
fyrir báðum þessum sýning-
um.
Búnaðarfélag Suðurlands
hélt landbúnaðarsýningu á
Selfossi 1957. Þótti sú sýn-
ing takast mjög vel.
Þessi sýning í Laugardaln
um var að sjálfsögðu lang-
stærst og f jölbreyttust, enda
var tilgangur hennar tví-
þættur. Annars vegar átti
hún að sýna fólkinu í þétt-
býlinu, hver er raunverulega
aðstaða landbúnaðarins og
bændastéttarinnar í dag,
hvaða rekstaravörur eru
notaðar og hverjar fram-
leiðsluvörurnar eru. Hinsveg-
ar kynna bændum og sveita-
fólki nýjustu vélar, tæki og
vörur, sem hægt er að nota
við búskapinn. Og með sýn-
ingunni tókst þetta. Þangað
áttu þvi alhr erindi, bæði úr
bæ og sveit.
1 sýningarskrá Landbún-
aðarsýningarinnar eru mikl-
ar og athyghsverðar upplýs-
ingar um þróim landbúnað-
arins og einstaka þætti hans
og mun verða drepið á suma
þeirra síðar hér í Einherja.
Erliðleikar frystihúsanna
Frystigeymslur fullar af óseldri vöru
Mikil óvissa framundan
Sum frystihúsin á Norð-
urlandi hafa þegar stöðvast
vegna þess, að ahar frysti-
geymslur eru þegar fullar
og engar útskipanir fara
fram. Þegar er búið að fram-
leiða upp í gerða samninga
að mestu leyti.
Um 6. ágúst hittum við
að máh Martein Friðriksson,
framkvæmdastjóra Fiskiðj-
unnar á Sauðárkróki og
Hallgrímur Sveinn Kristjánsson frá Kringlu við Blöndu-
ós að koma úr grenjaleitum. Maður með byssu um öxl
vekur athygli á þjóðvegum, ennfremur þeir hestar, sem
bera eðliskosti sína utan á sér, eins og þessi grái gæð-
ingur, sem eigandiim sagði að væri 23 vetra. Ljósm. e.d.
sagðist honum svo frá:
Fiskiðja Sauðárkróks h. f.
hefur tekið á móti meiri
fiski þrjá undanfarna mán-
uði en nokkru sinni áður á
sama tíma. Þetta var mjög
lítið fyrr en í apríl, en yíir
maí, júní og júh hefur afli
togbáta verið góður, en fisk-
urinn smár og óhagstæður
til vinnslu. Hjá Fisiuðjunni
leggja upp tvö 250 t. tog-
skip: Drangey SK 1 og Sig-
urður Bjarnason frá Akur-
eyri. Einn bátur hóf hér
dragnótaveiðar, en hætti,
fékk ekki neitt og fór á færi.
Einnig hafa smærri bátar
lagt fisk á land. Má segja,
að framboðið af fiski hafi
nú um tíma verið meira en
hægt hefur verið að taka á
móti. Það var aht stopp í
síðustu viku, í raun og veru.
Allar frystigeymslur að fyh-
ast, en það var ákveðið að
halda áfram eitthvað um ó-
tiltekinn tíma, en það getur
alveg stöðvast hvenær sem
er. Við höfum komið til
geymslu hjá sláturhúsinu
nokkru magni í þeirri von,
að það verði farið fyrir slát-
urtíð, því að þá verður það
pláss að vera laust. Við vor-
um einmitt í gær að tak-
marka stærð fisksins, sem
við tökum á móti, við 50 sm.
Annað er ekki hægt eins og
málin standa í dag. Mest af
okkar framleiðslu er fyrir
Ameríkumarkað.
Hjá Fiskiðjunni vinna nú
mihi 50—60 manns, sagði
Marteinn að lokum.
1 júh s. 1. tók til starfa
annað frystihús á Sauðár-
króki. Er það Fiskiver, sem
ýmsir hafa áður starfrækt,
en er nú í eigu ríkisins og
hefur ekkert verið starfrækt
alllengi. Nýtt hlutafélag var
stofnað á Sauðárkr., Skjöld-
ur h. f. og tók það Fiskiver
á leigu hjá ríkinu. J. Þ.
Sunnudaginn 4. ágúst s. 1.
var hinn ár'legi Hóladagur
haldinn að Hólum i Hjalta-
dal. samdægurs var haldinn
jaðalfundur Hólafélagsins og
hófst hann kl. 11 f. h. Fóru
þar fram venjuleg aðalfund-
arstörf. Úr stjórn félagsins
gengu að þessu sinni sr.
Þórir Stephensen, Sauðár-
króki, Jón Kjartansson, for-
stjóri, Reykjavík og Magnús
H. Gíslason, Frostastöðum.
í stað þeirra voru kosnir: sr.
Jón Isfeld, Bólstað og var
hann jafnframt kosinn for-
maður félagsins, Pálmi Jóns-
son, alþingismaður, Akri og
Björn Egilsson, oddviti,
Sveinsstöðum.
Kl. 2 hófst svo Hólahátíð-
in með því, að biskup ís-
lands og prestar gengu
skrúðgöngu heiman frá skóla
húsinu og að kirkjuturni.
Fór þar fram vigsla hinna
nýju kirkjuklukkna, er þjóð-
in hefur gefið Hóladóm-
kirkju og komið hefur verið
fyrir í turninum og nú
hljómuðu í fyrsta sinn yfir
Hólastað. Kirkjumálaráð-
herra, Jóhann Hafstein, af-
henti klukkurnar með ræðu,
en biskupinn yfir Islandi, hr.
Sigurbjörn Einarsson, flutti
síðan vígsluræðu. Var þá
gengið til kirkju og þar pré-
dikaði biskup, en fyrir al'tari
þjónuðu prestarnir sr. Ing-
þór Indriðason í Ólafsfirði
og sr. Sigfús J. Árnason,
Miklabæ. Kirkjukór Ólafs-
fjarðarkirkju annaðist söng
undir stjórn og við undirleik
Magnúsar Magnússonar org-
anista. Ólafur Þ. Jónsson,
óperusöngvari, söng við
messugerðina stólvers, við
undirleik Ragnars Björns-
sonar, dómkirkjuorganista.
Að guðsþjónustu lokinni
var gefið kaffihlé, en síðan
var á ný gengið til kirkju.
Þar flutti sr. Þórir Stephen-
sen ávarp, en sr. Kristján
Róbertsson á Siglufirði flutti
erindi um „kirkjulega vakn-
ingu og kirkjulega endur-
reisn.“ Gat hann fyrst um
kirkjulega starfsemi í Hóla-
stifti, svo sem sumarbúðirn-
ar við Vestmannsvatn og
aðra æskulýðsstarfsemi, og
Tekið á móti mun meiri fiski
en í fyrra. Allar geymslur
að fyllast.
Hjá frystihúsi SR á Siglu-
firði hefur verið tekið á móti
mun rneira fiskmagni frá
áramótum til 1. ágúst en á
sama tíma í fyrra. Er fram-
leiðslan nú 33.010 kassar á
móti 25.492 á sama tíma í
fyrra. Framleitt er bæði fyr-
ir Ameríku- og Rússlands-
rnarkað, þó meira fyrir Am-
eríku. Fiskurinn af togbát-
unum hefur verið mjög smár
og óhagstæður til vinnslu.
Færafiskurinn mun betri og
1. flokks hráefni. Togarinn
Hafliði hefur þegar landað
!á þessu ári 2000 t. og því
I Framhald á 3. síðu
rekstur kvennaskólans á
Löngumýri. Mælti hann með
breyttu messuformi í það
horf, að söfnuðinum yrði
auðvelduð bein þátttaka í
guðsþjónustunni, en þó mætti
ebki gleymast, að formið
mætti aldrei og gæti raunar
aldrei orðið að kjarna messu
gerðarinnar. Athugandi væri
stofnun eins konar kirkju-
legs lýðháskóla, sem • sóttur
gæti verið af fólki á öllum
aldri, sem vildi kynna sér
kirkjulega fræðslu og kirkju-
lega menningu og lífsvið-
horf. Það fé, sem ríkið legði
kirkjunni til, væri eðlilegast
og heppilegast að greiða í
einu lagi og láta síðan kirkj-
una sjálfráða um skiptingu
þess. Mælti fremur með að-
skilnaði ríkis og kirkju, en
þó í áföngum. Tómt mál er
að tala um kirkjulega endur-
reisn nema „hjartað sé með,
sem að undir slær“. Kirkjan
þarf að vera hreyfing lif-
andi fólks, en ekki bara rík-
isstofnun, sagði sr. Kristján.
Að lokum flutti sr. Jón Is-
feld, hinn nýkjörni formað-
ur Hólafélagsins, ritningar-
orð og bæn, en kirkjugestir
sungu sálminn: Kirkjan er
oss kristnum móðir.
Milli þess, sem hið talaða
orð var flutt, söng Ólafur Þ.
Jónsson, óperusöngvari,
kirkjuleg lög við undirleik
Ragnars Bjömssonar, sem
einnig lék einleik á orgel
Hóladómkirkju. Meðal þeirra
laga, sem Ólafur söng, var
nýtt lag eftir Jón Björnsson,
bónda á Hafsteinsstöðum,
sem samið var við ljóð, er
frú Emma Hansen á Hólum
orti 1 tilefni af vígslu hinna
nýju kirkjuklukkna.
Jafnhliða þessari athöfn í
kirkjunni var bamasamkoma
í íþróttahúsi skólans og sá
sr. Pétur Sigurgeirsson á
Akureyri um hana.
Fjölmenni var á þessari
Hólahátíð,- sem fór hið bezta
fram, enda veður með þeim
hætti, að á betra varð varla
kosið. Fer þeim sífjölgandi,
sem telja, að hinum árlega
Hóladegi verði ekki betur
varið á annan hátt en þann,
að sækja Hóla heim og er
raunar engum þeim undmn-
arefni, sem sótt hefur þess-
ar samkomur undanfarið.
mhg-
Fundir í Norðurlands
kjördæmi vestra
Þingmenn Framsóknarílokksins
í Norðurlandskjördœmi vestra
mæta á nokkrum fundum Fram-
sólcnarmanna í kjördæminu. —
Fyrsti fundurinn verður á Siglu-
firði sunnudaginn 8. september.
Næstu fundir á Hofsósi 9. sept.
og Sauðárkróki 10. sept. Aðrir
fundir ákveðnir síðar. Fingmenn-
irnir munu ræða iandsmál og hér-
aðsmál og svara fyrirspurnum
fundarmanna. Nánar verður aug-
lýst síðar hvenær fundirnir hefj-
ast.