Einherji


Einherji - 30.08.1968, Side 2

Einherji - 30.08.1968, Side 2
2 EINHERJI Ábyrgðarmaður J| Jóharrn Þorvaldsson |j Árgjald kr. 50,00 !| | Blað Framsóknarmanna Gjaiddagi 1. juh jj | í Norðurlandskjördæmi vestra sigiufjarðarprentsmiðja j Kosningar sem varða veginn og gefa bendingar Því lengur og betur, sem við hugleiðum aðdraganda og úrslit forsetakosninganna 30. júní s. 1., þess ljósara verður mikilvægi þeirra. Ekki fyrst og fremst vegna mats á hæfni þeirra manna, er í kjöri voru, þó það auð- vitað skipti miklu máli, heldur af þeirri leið er þær vörð- uðu um þjóðkjör forseta, og þeim bendingum, er fram komu um galla á ríkjandi stjórnskipun og hvemig tengsl og traust ríkisstjómarinnar og fleiri pólitískra forráða- manna við þjóðina virðist gersamlega brostið, og þar með geta þeirra til að leysa mörg og mikilvæg vandamál líð- andi stundar, í samráði við þjóðina og með hennar hjálp. I forsetakosningunum 1952 gaf þjóðin í skyn, að hún vildi ekki hafa afskipti stjómmálaflokka, flokksforingja, ráðherra, fólksforingja eða aðalmálgagna þeirra, af for- setaframboði og kosningum. Heldur þjóðkjör um forseta, þar sem fleiri en einn væri í kjöri. Aðdragandi forseta- kosninganna nú var fyrst sá, að einn ákveðinn maður og stuðningsmenn hans höfðu árum saman unnið að því, að hann yrði sjálfsagður sem næsti forseti. Mikill meiri hluti þjóðarinnar kunni þessu illa og óttaðist að svo kynni að fara, að ekkert þjóðkjör um forseta færi fram. Þegar því ágætur maður fékkst til framboðs, á elleftu stundu, og þar með tryggt að kosning færi fram milli tveggja eða fleiri manna, fagnaði stór meirihluti þjóðarinnar því, að nú væri tryggt lýðræðislegt þjóðkjör forseta. Þegar svo hér við hættist, að sá sem varð við þessu kalli var þeim eðliskostum búinn, er þjóðin óskaði eftir og taldi nauðsynlega hjá íslenzkum nútíma valdsmanni, varð hann þegar hennar maður, og úrslit kosninganna urðu í sam- ræmi við þennan þjóðarvilja. Forsetakosningarnar 30. júní s. 1. gáfu þjóðkjöri for- seta nýtt veldi og vörðuðu veginn um það, hvernig stað- ið skuli að því í næstu framtíð. Á síðastliðnum áratug hafa glögglega komið í Ijós gall- ar á ríkjandi stjórnskipun. Með vaxandi erfiðleikum í þjóðarhúskapnum og þrásetu gagnslausrar ríkisstjórnar hafa þessir gallar orðið að þjóðhættulegu vandamáli, sem þegar er byrjað að lama og afskræma okkar þingræði og lýðræði. Hér er því úrbóta þörf, ef ekki á illa að fara. Forsetakosningarnar undirstrikuðu þetta og gáfu bend- ingar um hvar sumra gallanna væri að leita. Vimmbrögð fimm ráðherra af sjö í ríkisstj., í síðustu forsetakosning- um, gefa glöggt dæmi. Þjóðin hafði áður undirstrikað að hún vildi ekki að pólitískir flokkar eða forystumenn þeirra, sem færu með pólitísk völd, hefðu afskipti eða leiðbeiningarstörf með höndum í forsetakosningunum. Og flokkarnir samþykktu að beygja sig fyrir þjóðarviljan- um, sem sjálfsagt var. Að þeirri ákvörðun stóðu fyrr- greindir fimm ráðherrar, ásamt sínum flokksmönnum. Þar með höfðu þeir skyldur við þjóðina og ekki sízt sína flokksmenn, um að nota ekki vald sitt eða persónulegar og pólitískar stöður til áhrifa á forsetakjörið. Það skal tekið fram, að þó að hér séu aðeins nefndir fimm ráð- herrar, á þetta við um alla þá pólitisku embættismenn, úr hvaða flokki sem þeir voru, sem á sama hátt snið- gengu þjóðarviljann, og létu nota sína pólitísku stöðu eða reyndu það sjálfir. Margir munu svara því til, að hér hafi aðeins einstakir valdsmenn sýnt það, að þeir væru ekki þess trausts verðir, er pólitískir flokkar hefðu veitt þeim. Veilan lægi eltki dýpra. Snerti elíki ríkjandi stjórnskipan. Athugum þetta nánar. Hvers vegna gerðu valdsmennirnir þetta? Svarið felst í athugun á framkvæmd flestra stjómunarmála s. 1. ára- tug. Valdmennirnir töldu sér óhætt, já jafnvel sjálfsagt, að sniðganga vilja þeirra manna, sem veittu þeim völdin og aðstöðuna, cf þeirra persónulega vinátta eða valda- frami gekk í aðra átt. Gefin loforð, orð og skylda til starfa og framkvæmda var látin lönd og leið og allt axm- að gert í staðinn eða ekkert. Ef maldað var í móinn og að fundið, vom nægar skýringar á takteinum. í valdi kunn- ugleika og aðstöðu sagt, að annað hefði ekki verið hægt, eða þá vondir menn komið í veg fjTÍr að rétt var gert. Síðan klykkt út með því að segja, að það sem nú yrði gert væri það eina rétta, þó það væri öfugt við það sem áður var gefið loforð um. Undir þessum vinnubrögðiun höfðu valdhafamir tvívegis gengið til kosninga og meiri hluti þjóðarinnar veitt þeim umhoð til áframhaldandi stjómunar og vinnubragða á þennan hátt. í Meiri hluti þjóðarinnar hafði að vísu vantreyst valdhöfunum af UM DAGINN OG VEGINN Skagfirðingar fagna góðum vini Frostastöðum, 29. júlí Eins og kunnugt er, átti hinn ástsæli söng'vari, Stefán íslandi, sextugsafmæU á s. 1. vetri. t tU- efni af því ákvað karlakórinn Heimir að bjóða Stefáni og konu hans til Skagafjarðar, halda þeim þar samsæti og gefa þann- ig hinum f jölmörgu vinum og að- dáendum Stefáns í heimabyggð hans kost á að eyða með honum einni kvöldstund. Samsætið var svo haldið að fé- lagsheimilinu Miðgarði við Varma hlíð að kvöldl s. 1. sunnudags, við mikið fjölmenni. Fögnuðu vinir Stefáns þeim hjónum innUega og þótti það eitt á skorta, að dvölin með honum gat ekki orðið lengri. En bót er £ máli, að mjórrl er nú vík miUi vina en löngum áður, þar sem Stefán er nú kominn heim, — og vonandi alkominn og því auðveldari samfundir en fyrr. Formaður Heimis, Haukur Haf- stað bóndi £ V£k, setti hófið og stjórnaði þvi. Um leið og hann bauð heiðursgestina velkomna, afhenti hann Stefáni 50 þús. kr. £ peningum, en frúnni fagran blómvönd, og voru það gjafir frá vinum þeirra og velunnurum, en samkvæmlsgestir hyUtu þau hjón með langvarandi lófataki. Aðalræðuna fyrir minni Stefáns fiutti æskufélagi hans og forn- vinur, HaUdór Benediktsson, bóndi á Fjalli. Siðan.. tók.. við samfeUd dagskrá, sem að mestu stóð saman af ljóðalestri og var flutt af þeim Bimi Danielssyni, skólastjóra á Sauðárkrókl, séra Gunnari Glslasyni £ Glaumbæ og HaUdóri á FjaUi. Að henni Iok- inni tóku til máls Gisli Magnús- son i EyhUdarholti, dr. Jakob Benediktsson frá FjalU og Eyþór Stefánsson, tónskáld á Sauðár- króki. Karlalcórlnn Heimir söng nokkur lög undir.. stjóm.. Jóns Bjömssonar bónda á Hafsteins- stöðum, sem einnig stjómaði söng undir borðum. Stefán fslandi.. flutti.. þakkir fyrir hönd þeirra hjóna. Gat hann þess m. a., að á siðastUðnum vetri hefðu skagfirzkir vinir srnir kom- ið að máli við sig og mælst til þess, að mega láta mála af hon- um mynd, er honum yrði svo færð að gjöf. Stefán kvaðst hafa svarað þvi tU, að hann ætti þegar óþarflega mörg málverk af sjálf- um sér og þv£ tU staðfestingar hefði hann meðferðis eitt þeirra, gert af.. Ásgeiri.. Bjamþórssyni, listmálara, sem hann viidi gefa félagsheimilinu Miðgarði. Bausn þá og vináttu, sem að baki pen- ingagjöfinni byggi, mæti liann mikils, en vUdi á hinn bóginn af- henda hana gefendum á ný með þeim tilmælum, að hún mætti verða visir að sjóði, er bæri nafn fslandiættarinnar og varið yrði til stuðnings einhverrar listgrein- ar. Skyldi af sér og sinum kveð- ið nánar á um tUgang sjóðsins, er um hægðist veizluhöldin. Kl. 1 eftir miðnætti lauk svo þessu glaða og góða hófi. Veizlu- gestir höfðu bætt nýrri perlu i sjóð dýrmætra minninga, svo far- ið sé að minnsta kosti nærri orð- um veizlustjórans. mhg- Útlit fyrir góðan heyfeng Skagafirði um miðjan ágúst Vorið var einmuna kalt en úr- komulitið. f byrjun júU var þvi spretta sáraUtii, auk þess ailmik- ið kal í túnum. jÞó mjög misjafnt, mest á Skaga og vestan Vatna, þar sem tún Uggja hærra. Minnst var kalið í BlönduhUð og út að austan, enda byrjaði sláttur þar fyrst. Um miðjan júU breyttist veðurfar. Hitastig óx að mun og úrkoma nokkur með og má segja að á mánuði hafi sprettu farið meira fram en nokkur þorði að vona, og er hún nú orðin góð, þar sem ókaUð er. Má segja að heyskapur hafi gengið vel síðan sláttur hófst almennt. ÚtUtið er því mikið betra en menn þorðu að vona framan af sumri. Hey- fengur verður Uklega sums stað- ar minni en í meðalári, vegna kals, en nýting ætti viðast að verða góð. Og ef þessi tíð helzt fram í september ætti að fást nóg hey £ héraði. Kalt vor með ís og nær gróð urlaust í júnflok. 6 vikna sumarblíða með óvenju skjót an grasvöxt. Jarðgöngin op- in um daga, en lokuð um nætur. Siglufirði, 18. ágúst Undanfarnar 6 vikur hefur ver- ið hér einmuna tíð. Vorið var kalt og þurrt. Júnímánuður ó- venju kaldur. Veðnr smá og mikl- ir þurrkar. Gat ekki rignt vegna hins lága hitastigs. MikUl snjór í fjöUum. Gróður sama og eng- inn og landsins fomi f jandi í aug- sýn öðru hverju. Fiskafli fádæma rýr á smábáta, en fiskast vel á stærri togbáta á djúpmiðum fyrir Norðuriandi. — Um miðjan júlí brá til hlýinda og sunnan- og suð- vestan áttar með hæfilegri úr- komu við og við, enda tók nú aUur gróður risastökk, svo sjá mátti grasið spretta, og viku af ágúst var hér meiri grassrpetta en sést hefur um mörg ár. Um miðjan ágúst var áborið land úr sér sprottið og fjaUlendi óvenju gróið til luestu tinda. Hverjum hefði dottið það í hug í júnílok? Siglfirðingar fá því nóg heyfóður handa sínum bústofni í heima- högum, ef nýtt eru slægjulönd. Enginn nautgripur er nú í Siglu- firði. í júlímánuði og það sem af er ágúst hefur afli á handfæri verið góður og afU stærri togbáta verið góður og mikU vinna £ frystihúsi S.R. — Mikið af ferðafólki hefur komið tU Siglufjarðar s.l. 6 vikur og margt slegið næturtjöldum í veðurbUðunni. Vafalaust hafa margir farið í gegnum Stráka- göngin með nokkurri forvitni, enda er sjón og reynd sögu rík- ari. Annars hafa jarðgöngin ver- ið opin tU umferðar frá kl. 7 að morgni tU kl. 22 að kvöldi, en lokuð að nóttu, nema um helgar, og er svo enn. Unnið hefur verið í göngunum allar virkar nætur við hreinsun á bergi £ ganga- hvolfinu og mun síðan ætlunin að þekja steypu meira af göng- unum og hindra.. grjóthrun ..á annan hátt. Siglufjarðarskarð var gert fært tU umferðar fyrir 3—4 dögum og það var ekki að sökum að spyrja, sama dag brá tU kaldrar norðan áttar og fjöU stóðu hvit tU miðju, og enn eru þau með hvitar hett- ur, en norðanátt mUdari í bili. J. Þ. Sláttur hófst í júlflok. — Spretta nú orðin ágæt. Ási í Vatnsdal 20. ágúst Hér varð algjör breyting um miðjan júlí. Þurrakaldi og sama og engin spretta fram að þeim tíma. En þá kom þriggja vikna einmuna sprettutíð, með hlýind- um og gróörarskúrum, enda þaut grasið upp aUs staðar, þar sem jörð var óskemmd. Sláttur hófst ekki fyrr en í júlQok, en hefur gengið ágætlega siðan. 1 lágsveit- um, og þar sem kal var lítið, er útlit fyrir meðalheyfeng, og er það meira en menn þorðu að vona framan af sumri. Háar- spretta verður hins vegar engin, vegna þess hve seint var byrjað að slá. Heilsufar manna yfirleitt gott, nema hettusótt hefur stung- ið sér niður á einstaka bæ. GJ Heyskapur gengur vel. Fisk- afli sæmilegur. Ný heybindi- vél. Hofsósi 19. ágúst Heyskapur gengur vel. Margir langt komnir með fyrri slátt og nýting góð víðast hvar. Spretta er orðin með bezta móti og víð- ast voru kalskemmdir Utlar. Er því líklegt, að heyfengur verði meiri en í meðallagi, ef svo fer fram sem horfir nú. Tveir bænd- ur, þeir Jón Guðmundsson, Ós- landi og Jóhannes Sigmundsson, Brekkukoti, hafa fengið sér hey- bindivél (New HoUand) sem ekki hefur sézt hér um slóðir áður. Virðist þetta vera hið mesta þarfaþing og spara mikla vinnu við heyið. Vélin tekur heyið úr flekk (fullrakar þó ekki), bindur það og skilar því aftur úr sér í vel bundnum búntum, sem síð- an eru flutt í hlöðu og bíða gjaf- ar þar óhreyfð. Er hér um at- hyglisverða nýjung að ræða, en ekki veit ég um verð á gripnum. Reitingsafli er á handfæri, en lít- ið sem ekkert fékkst í snurruvoð. Hér hefur einn aðkomutogbátur, Ögri, lagt upp um tíma og hefur það aukið mjög atvinnu í frysti- húsinu, svo þar hefur verið meira um fisk en oft áður og pláss- leysi ekki í frystigeymslum enn sem komið er. Unnið er nú að undirbúningi að viðgerðum á hafn argarðinum, sem skemmdist af ísnum fyrr í sumar. Ekki eru neinar nýbyggingar á döfinni, að- eins gengið frá því sem áður var byrjað á. Ekkert er unnið við fé- lagsheimilisbygginguna í sumar. N.H. A n d 1 á t. Nýlátin eru þau: SIGUREAUG EINARSDÓTTIR frá Þönglaskála 76 ára að aldri. Sigurlaug var fenginni reynslu, en feluleikur og flokkavald, að viðbættu þekkingarleysi fjölda kjósenda, tryggði meiri hluta á Al- þingi og um leið áframhaldandi setu þeirra manna í valdastólum, sem meiri hluti þjóðarinnar vantreysti. Hinir leiðtogaláðuðu ráðherrar, ásamt fleirum, töldu því sjálfsagt að viðhafa sömu vinnubrögð í forsetakosn- ingunum og þeir viðhöfðu fyrr og vel dugðu. En nú kom þjóðarviljinn í ljós, þegar bakhjörlum valdakerfisins var burtu svipt. Eftir standa valdhafar, úrræða- og getu- litlir til að vinna þau verlt, er þeir eiga að leysa af hönd- um, en óðfúsir að aukaverkum, sem þjóðin vill ekki að þeir komi nærri. Forsetakosningamar hafa nú opnað augu margra fyrir, að misnotkun pólitísks valds og einangmn valdhafa á Al- þingi og í ríkisstjóm, er hætta, sem koma þarf í veg fyrir í tíma.

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.