Einherji - 30.08.1968, Síða 4
4
EINHER JI
Húsmœdraskólinn á Löngumýrí
Lengst til hægri er forstöðukonan, Hólmfríður Pétursdóttir. Til vinstri frú Anna Jónsdóttir,
StóruÖItrum, prófdómari. Þá eru á myndinni 6 námsmeyjar og matreiðsiukennslukona.
INGIBJÖRG JÓHANNS-
DÖTTIR stofnaði skólann á
föðuleifð sinni, Löngumýri,
og stjórnaði honum í meira
en 20 ár. Nú hefur Ingi-
björg látið af stjóm skólans
og flutt til Reykjavíkur, en
við tekið ný forstöðukona,
Hóhnfríður Pétursdóttir. S.l.
vor lieimsótti Magnús Gísla-
son á Frostastöðum að beiðni
Einlierja, Löngumýrarskóla.
Fara hér á eftir hugleiðing-
ar Magnúsar um gömul
kynni lians af ltvennaskólan-
og orðræða við hina ungu
skólastýru að Löngumýri.
Nú eru aflagðar Löngu-
mýrarferðir hjá mér og voru
raunar farnar að strjálast
áður en kvennaskóli reis þar
á legg, með sínu lúmska að-
dráttarafli fyrir unga menn.
En á mínum bernsku- og
unglingsárum, meðan ég
snerist við sauðféð í Eyhild-
arholti á/tti ég þangað oft-
sinnis erindi, einkum að
haustinu. Man ég enn hlý-
'legu hýruna í augum Jó-
hanns bónda, er hann birtist
úti á tröppunum og bauð í
bæinn, og miður þótiti hon-
um ef ekki taldist tími til
þess að líta inn og þiggja
góðgjörðir. „En nú er ekk-
ert eins og fyrr“. Gamla
fólkið dáið, aðrir fluttir
burtu, hin fyrri húsakynni
ýmist gjörbreytt eða horfin
með öllu. Og þó er hér í einu
ofmælt: Einum hafa árin
ekki breýtt svo að merkt
verði. Það er Reimar karlinn.
Mér sýnist hann enn hinn
sami og er ég sá hann fyrst,
syndandi eins og hvalfisk í
gömlu torflauginni á Reykj-
arhóli og boðaföllin gengu
langt á land upp. Sjáanlega
hefur hann lifað eins og
blómi í eggi hjá kvenfólkinu,
en það hefur hann umgeng-
izt undanfarin 20 ár rúm, í
mun meira mæli en almennt
gerist.
Fyrir rúmum 20 árum
stofnaði Ingibjörg Jóhanns-
dóttir kvennaskóla á föður-
leifð sinni, Löngumýri. Var
ekki allskostar trútt um að
ýmsir litu það misjöfnum
augum í upphafi. Enginn
-hreyfði að vísu gagnrýni á
það, að upp risi kvennaskóli
í héraðinu. En sumir töldu,
að það mál þyrfti meiri und-
irbúning -og -betri, ef tryggt
ætti að vera, að tilraunin
kafnaði ekki í fæðingimni.
Enn áli-tu nokkrir, að betur
hefði mátt til tákast um
staðarval. En Ingibjörg
hafði nú einu sinni ákveðið
að reisa skólann og hann
skyldi vera á Löngumýri, en
ekki annars staðar. Og fyrir
eindæma áhuga og atorku
Ingibjargar varð skólinn til.
Húsakostur og önnur að-
staða var að vísu í takmark-
aðra lagi í upphafi, en úr því
var bætt með árunum. Og
nú, eftir meira en 20 ára
samfellt starf við skólann,
hefur Ingibjörg látið af
stjórn hans og flutt ti)
Reykjavíkur ásamt þeim
kennaranum, sem lengst af
var hennar hægri hönd við
skólastarfið, Björgu Jóhann-
esdóttur.
Og nú er ég aftur staddur
á Löngumýri, þótt í öðrum
erindum sé -en fyrrum. Nú
er erindið að finna hina nýju
forstöðukonu, fræðast um
hana og af henni. Það eru
herrans mörg ár síðan að
heitið getur að ég hafi kom-
ið inn fyrir dyr í kvenna-
skóla. Sú var þó tíðin. Suð-
ur í Hveragerði rak frk. Ár-
ný Filippusdóttir kvenna-
skóla í mörg ár. Fyrir löngu
síðan voru þrír ungir menn
norðan úr landi búsettir um
hríð í nánd við Árnýju og
skóla hennar. Þá langaði
eðlilega til þess að kynnast
námsmeyjum þessarar lokk-
andi stofnunar, en Hvera-
bakkakastalinn virtist engan
veginn auðsótt virki. Ef-tir
miklar umþenkingar varð
seinast að ráði að undirrit-
aður færi á fund Árnýjar
og freistaði þess, að ná
samningum við hana um að
mega dansa við stúlkurnar
hennar svo sem hálfsmánað-
arlega, -en við skuldbindum
okkur hins vegar að sjálf-
sögðu til þess að hlíta í einu
og öllu þei-m reglum, er hún
setlti um þe-ssa samfundi.
Árný tók sendimanni ljúf-
miannlega o-g leiddi hann -til
sinna einkahíbýla. Hófst nú
nákvæm yfirheyrsla, -löng og
ströng. Segir hér -ekki frek-
ar af henni, en málalok urðu
góð. Síðar sagði Árný sendi-
manni, að hún hefði verið
í miklum vafa um hvort hún
ætti að hæ-tta ,stúlkunum
sínum“ út í þetltá ævintýri,
þegar hún heyrði lað við
værum Skagfirðingar. „Ég
lief -heyrt misjafnlega af
þeim látið í þessum efnum,“
sagði Árný blessunin.
Já, nú hefur mig á ný bor-
ið að dyrum á Löngumýri.
Forstöðukonan kemur -til
dyra, ákveðin í fasi, en lát-
laus og alúðleg. Við höldum
til hennar heimilislegu einka-
híbýla. Henni er svo sem
ekkert í nöp við blaðamenn,
en gefur í skyn, að þeir geti
samt sem áður verið dálítið
varasamir. Sigfús þjóðsagna
meistari frá Eyvindará þótti
stundum ofurlítið ónákvæm-
ur 1 frásögmrm. Er að því
var fundið viðurkenndi Sig-
fús það að vísu, en svaraði
því að öðru leyti til, að jafn-
an yrði að segja það, sem
sa-gan þarfnaðist. Því er ekki
að neita, að blaðamenn hafa
stundum fengið, ekki síður
en Sigfús, orð fyrir að vera
veikir fyrir þessari freist-
ingu, en ég lofaði að sj-álf-
sögðu -hátíðlega að skýra í
einu og öllu rétt frá okkar
spjalli, og vonandi tekst
það.
— Þú vil-t kannski byrja
á því að segja mér einhver
deili á þér?
— Já, það er velkomið.
Ég heiti Hólmfríður Péturs-
dóttir. Er fædd og uppalin
Reykvíkingur, en ættir mín-
-ar -eru annars úr Kjósinni.
— Og nám?
— -Þar sem ég hafði á-
huga á að stunda húsmæðra-
fræðslu, lauk ég námi við
Húsmæðrakennaraskóla Is-
lands. Þá stmidaði ég og
nám í Svíþjóð d eitt ár við
skóla, sem sænska kirkjan
rekur í því skyni að mennta
æskulýðsfulltrúa á vegum
kirkjunnar. I sumar vann ég
svo í framhaldi af þessu við
sumarbúðir þjóðkirkjunnar
í Menntaskólaselinu í Reykja
k-oti í Ölfusi. Þá hef ég og
starfað við sumarbúðir
K.F.U.K. í iVind-áshlíð.
— Stóð námsdvöl þín í
Svíþjóð í nokkru sa-mbandi
við þet-ta starf þitt hér?
— Já, reyndar gerði hún
það. Frök-en Ingibjörg, sem
hér hefur verið forstöðu-
kona, hefur átt við nokkra
vanheilsu að stríða að undan
förnu og er nú í v-eikinda-
orlofi í Reykjavík. Ég var
því sett, um eins árs bil, til
þess að -gegna þessu starfi
hér. Hafði sú ráðstöfun kom-
ið til orða áður en ég fór út,
því að vitað var, að fröken
Ingibjörg mundi, áður en
langir -tímar liðu, láta hér af
störfum.
— Þú sagðir líka, að þú
værir sett hér forstöðukona.
til eins árs. Er e. t. v. of nær-
göngult að spyrja, hvort þú
býst við því, að frk. Ingi-
björg komi hér aftur til
starfs, ef heilsa hennar -batn-
ar, eða gerir þú ráð fyrir að
taka við skólanum alfarið?
— Ég -sé nú ekki að þetta
sé svo sa-knæm spurning.
Hvað Ingibjörgu snertir, þá
held ég að hún geri a. m. k.
sjálf -ekki ráð fyrir því, að
taka hér við skólanum á ný,
enda er hún búin vel að
gera. Ég á því frekar von á
að verða hér áfram, a. m. k.
get ég vel hugsað mér það.
Mér hefur fiallið vel að vera
héma.
— Er skólinn hér í nokkru
frábrugðinn öðrum kvenna-
skólum, hvað námstilhögun
snertir ?
—• Ja, skólinn er rekinn
af þjóðkirkjunni og mun
vera eini kvennaskólinn hér
á landi, sem svo er ástatt
um. Námsskrá skólans er þó
ekki frábrugðin því, sem
gerist í öðrum húsmæðra-
skólum, að öðru leyti en þvi,
að -hér er starfað ef-tir eins-
konar viðbótarákvæði um
kristindómskennslu, sem eink
um er fólgin í biblíulestri og
daglegum bænum.
— Er skólinn fullskipað-
ur nú?
— Nei, það er hann nú
ekki, nemendur em hér 14
í vetur, en gætu, rúmsins
vegna, verið nokkru fleiri.
— Heldurðu, að sú sér-
staða skólans, að vera tengd
ur -kirkjunni og sú breytta
námstilhögun, sem af því
stafar, muni á nokkum hátt
fæla ungar stúlkur frá því
að sækja skólann?
— Það tel ég alveg frá-
leitt og víst er um það, að
ekki verður þess vart á
nokkurn hátt nema síður sé
að þeim ungu stúl-kum, sem
hér dvelja nú, finnist -þessi
þáttur námsins, eða e. t. v.
væri réttara að segja heim-
ilishaldsins fráhdndandi eða
óeðlilegur. Þær virðast líta
á hann sem sjálfsagðan hlut.
Þetta eru allt ágæ-tar stúlk-
ur og hefur starfið gengið
prýðilega, það sem af er
námstímabilinu. Sé ég enga
ástæðu til þess að gera ráð
fyrir, að þar verði breyting
á til hins verra.
— Hvað em margir kenn-
arar hér nú, auk skólas'tjóra
— Þeir em þrír: Jóhanna
Björnsdóttir, ihúsmæðrakenn
ari og er þetta 10. veturinn
hennar hér, Ásbjörg Jóhanns
dóttir, handavinnukennari,
hefur einnig verið hér und-
anfarna vetur og Margrét
Jónsdóttir, sem kennir vefn-
að. Hún er ný í starfi hér
við skólann.
— Það er nú kannski til
skammar fyrir mi-g sem
Skagfirðing að spyrja að því
hvað skólinn sé búinn að
starfa lengi?
—- Þetta er 24. starfsár
hans.
— Hér em nú orðnar all-
miklar byggingar, en mund-
irðu telja að þær væm til
frambúðar?
—- Nei, ég tel alveg tví-
mælalaust brýna þörf á nýju
skólahúsi. Þessu húsi -hefur
verið komið upp í áföngum,
e. t. v. án þess að heildar-
skipulag hafi verið haft í
huga frá upphafi, þótt ég
Þrjár námsmeyjar að störfum við handavinnn.