Einherji


Einherji - 30.08.1968, Side 8

Einherji - 30.08.1968, Side 8
8 EINHER JI SAMVINNUSTARF Útibú Itaupfélags Skagfirðinga við Varmahlíð í Skagafirði. Útsvör og aðstöðugjöld á Sauðár- króki 1968 Jafnað var niður útsvörum á 408 einstaklinga og 9 fyrir- tæki og féiög, alls 7.741.000,00 kr. Þar af voru útsvör fyrirtækja og félaga 452 þús. Aðstöðugjöld greiða 86 ein- staklingar og 13 félög og fyrirtæki, alls 2.120.000,00 kr. Samkvæmt f járhagsáætlun voru útsvör áætluð 9.525.000,00 kr. Vantar því allmikið upp á að sú upphæð náist, þó að lögð væru 10% ofan á útsvarsskalann. Hæstu útsvör bera: Adólf Björnsson 53.000 Akur s. f. 64.800 Friðrik J. Friðriksson 133.400 Hlynur h. f., byggingaf. 86.700 Gísli Felixson 51.800 Kaupfélag Skagfirðinga 209.300 Gísli Gunnarsson Hákon Torfason 68.100 77.100 Páll og Haukur s. f. 153.900 Hreinn Þorvarðsson Jóhann Guðmundsson 59.500 52.600 Hæstu aðstöðugjöld: Jón Stefánsson 56.100 Ole Bang 52.200 Ólafur Sveinsson, læknir 154.300 Pétur Helgason 61.000 Páll Óskarsson 56.500 Hlynur h. f., byggingafél. 82.100 1 Ole Bang 90.500 Kaupfélag Skagfirðinga 1.219.200 ) Sveinn Guðm.son, kfstj. 70.200 Trésmiðjan Borg 80.600 Kaupfélag Skagfirðinga Aðalfundur Kaupfél. Skag- firðinga var haldinn í sam- komuhúsinu Bifrösit á Sauð- árkróki dagana 14. og 15. júní s. 1. Pundarstjóri var Gísli Magnússon og fundar- ritarar Egill Bjarnason og Magnús Sigurjónsson. Fund- inn sátu, auk félagsstjórnar, framkvæmdastjóra og end- urskoðenda, 10 deildarstjór- ar og 47 kjörnir fulltrúar. Á fundinum var og allmargt gesta. Formaður félagsstjórnar, Tobias Sigurjónsson, skýrði í stórum dráttum frá starf- semi félagsins og helztu framkvæmdum, sem voru með minnsta móti á árinu 1967. Unnið var m. a. að því að fullgera og ganga frá húsi og lóð félagsins í Varma hlíð. Var þar opnað verzl- unarútibú í ágætum húsa- kynnum þ. 18. maí s. 1. Kaupfélagsstjóri, Sveinn Guðmundsson, las upp reikn inga félagsins og greindi frá rekstri þess í mjög ýtarlegu og athyglisverðu máli.Verða hér tekin upp nokkur atriði úr skýrslu hans. Félagsmenn voru um síð- ustu áramót 1299. „Smásala á innlendum og erlendum vörum, ásamt umboðssölu og þjónustu, nam á árinu 1967 tæpum 114,2 millj. kr., sem er 6,9 millj. kr. hærra en árið 1966, eða 6,43%. Söluverð landbúnaðarvara nam rösklega 114,1 millj. kr. sem er 0,3 millj. kr. lægra en árið áður. Heildarvelta félagsins er því ítæpar 228,3 milljónir króna. Framleiðsla Fiskiðju Sauðárkróks h/f, sem er dótturfyrirtæki K. S., er hér ekki meðtalin, en hún nam milli 6 og 7 rnillj. kr. Fyrir landhúnaðarvörur fengu framleiðendur greidd- ar 99,7 millj. kr., eða 8,6 millj. kr. meira en 1966.“ „Fjárhagsafkoma félags- ins er mun lakari en árið 1966 og einhver hin erfið- asta um langt árabil. Veldur því fyrst og fremst lang- varandi og stöðugt aukin verðbólga innanlands og m.a. þess vegna verðfall afurða erlendis miðað við fram- leiðslukostnað; mjög erfitt árferði; ósanngjam og ó- raunhæfur verðlagsgrund- völlur 'landbúnaðarvara; samdráttur í flestum at- vinnugreinum ásamt nokkru atvinnuleysi og minnkandi kaupgetu.“ „Launakostnaður á skrif- stofu og við vörudreifingu hækkaði um 7%. Fastráðið starfsfólk í árslok var 102, þar af á aðalskrifstofu 13 manns. Heildarlaunagreiðsl- kaupfélagsins og Fiskiðjunn- ar h/f námu um 32 millj. króna, sem er um 1 milljón hærra en árið áður.“ „Vömbirgðir verzlana og fyrirtækja eru afskrifaðar í sömuhlutföllum og árið áð- ur, þrátt fyrir lækkandi %- álagningu, og em bókfærðar til eignar á 14,7 millj. kr. Heildarafskrift með sölu- skatiti er tæpar 8 millj. kr., þar af söluskattur rúmlega 1,1 millj. kr. Fasteignir, vél- ar, áhöld, innréttingar og bifreiðir em bókfærðar í árslok á 42,2 millj. kr. rösk- iega og hafa hækkað um tæpar 0,7 millj. Afskrift þessara eigna nam rúml. 4,6 millj. kr. Fjárfesting á ár- inu var mun minni en und- anfarin ár, eða 5,2 millj. kr. Fjárfesting umfram afskrift- ir er því rúmlega 0,6 millj. kr. Innstæða Innlánsdeildar er 34,6 millj. kr. tæpar; hækkun frá f. á. 4,7 millj. Bundið fé í Seðlabankanum er rösklega 7 millj. kr., þar af ógreitt um áramót 0,3 millj. Skuldir í viðskipta- reikningum, víxlar, veð- tryggðar skuldir og óinn- heimt í deildum og á bif- reiðaverkstæði 22,3 millj. kr; hækkun 3,9 millj. kr. tæpar." „Hagur félagsins út á við hefur versnað, sem m. a. staf ar af stóraúknum afurða- birgðum. Birgðir Mjólkur- samlagsins hafa aukizt sem nemur um 10 millj. kr. frá árinu áður — auk innstæðu hjá Osta- og smjörsölunni um áramót 7,3 millj. rösk- lega, sem eru raxmverulega mjólkurvörubirgðir en ekki gjaldkræf skuld fyrir ára- mót. .. . Birgðir ýmissa ann- arra innlendra vara hafa og aukizit, enda mjög treg sala innanlands og utan.“ „Verulegur taprekstur varð á Bifreiða- og vélaverkstæði ásamt varahlutabúð, svo og á kjötvinnslustöð félagsins. Fiskiðja Sauðárkróks var rekin með 1,3 millj. kr. halla og skuldar kaupfélaginu um 5,3 millj. kr.“ Á árinu 1967 greiddi K. S. í opinber gjöld — þar með talinn söluskattur — tæpar 7.4 millj. króna, þar af til Sauðárkróksbæjar rösklega 1.4 milljónir. Launagreiðslur á vegum félagsins námu á árinu, sem fyrr 'greinir, 32 millj. kr. Eftir að afskrifaðar hafa verið vörubirgðir og aðrar eignir samkvæmt venju, er tekjuafgangur 348 þús. kr. Hefur þá einnig verið af- skrifað gengistap, sem nam 800 þús. kr. Var samþykkt á aðalfundinum að ráðstafa tekjuafgangi þannig, að 103 þús. kr. Ieggist í Varasjóð, 160 þús. kr. gangi til höfuð- stólsreiknings v. igreiðslu á tekjuskatti og útsvari, 35 þús. kr. renni í Ferðasjóð félagskvenna og 50 þús. kr. í Menningarsjóð K. S. Að kvöldi fyrra fundar- dags voru sýndar 3 kvik- myndir gerðar af Ósvaldi Knúðsen: Surtseyjarmynd, Hornslrandamynd og að lok- um mynd af hverasvæðum og heitum laugum. Eru myndir þessar, sem kunnugt er, listavel gerðar, og var sýningin hin ánægjulegasta í alla staði. Úr félagsstjórn átti að ganga Bessi bóndi Gíslason í Kýrholti, er setið hefur í stjórn K. S. í 21 ár, en gaf nú ekki kost á sér til endur- kjörs. Þakkaði fundarstjóri Bessa sérstaklega farsæl og óeigingjöm störf í þágu Kaupfélags Skagfirðinga, og tóku fundarmenn undir með almennu lófataki. Kosinn var í stjórn til þriggja ára Jón bóndi Eiríksson í Djúpa- dal. Aðrir í stjóm K. S. em: Tobias Sigurjónsson, Geld- ingaholti, formaður, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, varaformaður, Jóhann Sal- berg Guðmundsson, Sauðár- króki, ritari og Björn Sig- tryggsson, Framnesi, með- stjórnandi. Framkvæmda- stjóri er Sveinn Guðmunds- son. Endurskoðendur em Ámi Gíslason, Eyhildarholti og Vésiteinn Vésteinsson, Hofstaðaseli. Samþykktir fundarins: Á aðalfundinum vom m. a. samþ. svofelldar tillögur: 14. og 15. júní 1968, skorar á rík- isstjórnlna að gera ráðstafanir og veita fjárhagsiega fyrirgreiðslu til jiess, að helztu fóðurvöruverzl- anir í þeim héruðum, sem hafís- hætta vofir yfir, geti tryggt sér fyrir hver áramót a. m. k. 4—5 mánaða birgðir af fóðurvörum og öðrum Ufsnauðsynjum." I. „Aðalfundur Kaupfélags Skag firðinga, haldinn á Sauðárkróki 14. og 15. júní 1968, mótmælir harðlega úrskurði meirihluta yf- irnefndar í verðlagsmálum land- búnaðarins í desembermánuði s. 1., þar sem brotinn er tvímælalaus réttur bændastéttarinnar til sam- bærUegra tekna við aðrar stéttir, samanber 4. gr. laga nr. 101 frá 1966, og lýsir undrun sinni yfir því, að ekki skyldi vera tekið tU- lit tU framiagðra gagna um kjarn fóðurkaup og áburðar, svo og fleiri rekstrarkostnaðarliða. n. Með tilUti tU hins rangláta úrskurðar yfirnefndar, sem og þess, að bændastéttin hefur að undanförnu átt við að búa harð- ara árferði en áður um langt skeið, átelur fundurinn þá af- stöðu ríkisstjórnarinnar, að synja þverlega kröfum aukafundar Stéttarsambands bænda í febrúar- mánuði s.I., m.a. um niðurgreiðslu á áburðarverði, svo ..að ..nærri stappar fuUu neyðarástandi víða um land. EH. Þar sem afurðalán til land- búnaöarins hafa, miðað við hækk- andi verðlag á rekstrarvöriun og vaxandi framlelðslu búvara, farið læklvandi undanfarin ár, til stór- tjóns fyrir bændastéttina og þau fyriræki, sem hafa með höndum ! sölu Iandbúnaðarafurða, skorar fundurinn á Iandbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því innan rík- isstjórnarinnar, að afurðalánin verði verulega aukin frá því, sem þau eru nú.“ Kjördæmisþingi frestað Kjördæmaþingi Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra, sem vera átti á Slglufirði 7.—8. september n. k., hefur verið frestað þar tU í október. Nánar auglýst síðar. Guttormur Óskarsson Húshyggjendur - Verktakar Höfum fyrirliggjandi mikið af byggingarvörum: Timbur — Sement — Steypustyrktarjám — Þakjárn — Þakkjölur — Þakpappi — Álpappi — Þakrennur — Múrhúðunarnet — Glerull með álpappa — Plasteinangmn — Mótavír — Saumur — Miðstöðvarofnar — Miðstöðvarkatlar — Rör — Fittings — Kranar — Oliukynditæki — Gólfdúkur — Gólfflísar — Gólfteppi — Hreinlætistæki, Flest til byggingarinnar á sama stað! Kaupfélag Skagfirðinga — byggingavörudeild — „Aðalfundur Kaupfélags Skag firðinga, haldinn á Sauðárkróki

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.