Einherji - 17.12.1968, Blaðsíða 2
JÖLABLAÐ 1968
EINHERJI
Sr. KRISTJÁN RÓBERTSSON :
ifMi-
Enn á ný eru jólin að ganga í garð. Enn á ný
reynum við að búa okkur undir hina miklu hátíð.
Á heimilunum er fátt til sparað að hátíðin megi
verða sem mest og glæsilegust. Allt er þvegið og
skreytt, og það er bakað og brasað, svo að bæði
augað og maginn hafi nóg að gleðjast við á hinni
miklu hátíð. Talsverðum fjármunum mun enn sem
fyrr verða varið í jólagjafir, þótt vafalaust sé fjár-
hagur aimennings þrengri um þessi jól en oft áður.
En í öllu annríkinu og umstanginu má hinn and-
legi undirbúningur undir jólin ekki heldur gleymast.
Jólafastan hefur frá öndverðu verið ætluð kristn-
mn mönnum til andlegs undirbúnings undir fæðing-
arhátíð frelsarans. Allur hinn ytri umbúnaður jól-
anna og viðhöfn á að miðast við það eitt, að andan-
um sé auðveldara að skilja hinn háleita boðskáp og
andlegu merkingu jólanna. Það væri heldur ekki úr
vegi að við reyndum að fræðast um uppruna hinn-
ar miklu hátíðar, því að öll fræðsla og vitneskja
getur leitt til uppbyggingar, ef rétt er á haldið.
Fæðingarár og fæðingardag frelsarans veit enginn
með fullri vissu. Fyrstu aldir kristninnar var heldur
ekki haldin nein hátíð til minningar um fæðingu
Krists. Ýmsir helztu menn kirkjunnar á þeim tíma
munu hafa litið á allar fæðingardagahátíðir sem
heiðinglegan sið og voru þar af leiðandi á móti því,
að fæðingar Jesú væri minnzt á hátíðlegan hátt
(t. d. Origenes um 250 e. Kr.). Páskarnir, hin mikla
minningarhátíð um dauða og upprisu Krists, voru
því um langt skeið hin eina kirkjulega hátíð, sem
eitthvað kvað að.
Tilhneigingin til að minnast fæðingar Krists fór
vaxandi innan kirkjunnar, er tímar liðu. Þegar í lok
2. aldar eftir Krist eru ýmsir fræðimenn farnir að
brjóta heilann um hinn rétta fæðingardag Krists,
en niðurstöðum þeirra rannsókna bar ©kki saman
og árangurinn því lítill. Á 4. öld eftir Krist fara
þó hátíðahöld til minningar um fæðingu Krists að
verða all ahnenn. Á þeim tíma varð það siður í lönd-
unum við austanvert Miðjarðarhaf að minnast fæð-
ingar Krists hinn 6. janúar. Þann dag höfðu heið-
ingjar í þeim löndum verið vanir að halda hátíð til
heiðurs guðinum Dionysios.
I Egyptalandi hafði 6. janúar verið haldinn hátíð-
legur til minningar um að meyjan Kore hafði fætt
af sér guðinn Aion.
Kristnir menn í þessum löndum hafa því viljað
útrýma hinum heiðinglegu hátíðahöldum með því
að skapa kristna hátíð, er bæri upp á sama tíma.
1 einstaka kirkjudeildum er fæðingarhátíð Krists
haldin enn þann dag í dag hinn 6. janúar.
Á 4. öld er einnig farið áð halda fæðingarhátíð
Krists í Rómaborg, og þar varð 25. des. fyrir val-
inu sem fæðingardagur lausnarans. Aðalástæðan
fyrir því, að sá dagur var valinn, var sú, að í Róm
hafði 25. des. verið hátíð sólguðsins. Er því hér
sama tilraun á ferðinni sem 1 hinum austlægari lönd-
um, að útrýma heiðinni hátíð með þvd að innleiða
kristna hátíð í staðinn. Siðurinn, að halda fæðingar-
hátíð Krists hinn 25. des., breiddist svo út um alla
vestanverða Evrópu, og hefur sá siður haldizt meðal
mikils meirihluta kristinna manna.
Meðal engilsaxneskra, germanskra og norrænna
þjóða hafði verið siður að halda miðsvetrarhátíð
(blót) um vetrarsólhvörf. iSú hátíð stóð svo djúpum
rótum í eðh og hugsun norrænna þjóða, að þeirri
hátíð hefði aldrei verið útrýmt að fullu, nema vegna
þess að hina kristnu hátíð bar upp á sama tíma.
Samt lifðu ýmis áhrif og siðir hinnar heiðnu hátáðar
áfram í hinum kristnu hátíðahöldum. Meira að segja
nafn hinnar heiðnu hátíðar á Norðurlöndum færðist
yfir á hina kristnu hátið: jól.
Enginn veit með vissu hvað orðið jól þýðir. Sumir
álíta að það sé dregið af orðinu hjól og eigi við
snúning árstíðanna og að sólin fari aftur að hækka
á lofti. Þessi skýring er þó mjög vafasöm. Aðrir
hafa stungið upp á, að jól sé dregið af latneska
orðinu joculus, sem þýðir gleði eða skemmtun. Hvað
sem satt er í því efni, er víst, að heiti þessarar
kristnu hátíðar er heiðið að uppnma, og hafa nor-
rænar þjóðir einar haldið þessu heiti. Á frönsku
heitir hátíðin Noel, og er það dregið af latneska
orðinu natalis (dies) = fæðingarhátíð. Á þýzku
heitir hátíðin Weihnachten = hinar helgu nætur.
I ensku máli er notað orðið Christmas, sem þýðir
blátt áfram Kristsmessa.
Ýmislegt fleira í okkar kristna jólahaldi hér á
Norðurlöndum má rekja til hinnar heiðnu jóla-
hátíðar. f heiðni var siður að slátra dýri í tilefni
, hátíðarinnar og gleðjast við mat og drykk. Mun það
oftast hafa verið göltur eða grís, sem slátrað var
og etið. Seinna var eftirlíking af jólageltinum búin
til sem brauð og brauðið sett á jólaborðið og því
skipt meðal viðstaddra. Eru þetta leyfar gamallar
frjósemisdýrkunar í heiðni. Er ekki vafi, að allt það
baksturstilstand og matarstúss, sem jólunum fylgir,
eru áhrif aftan úr heiðni. Mundi vera erfitt að venja
fólk af að hossa holdinu á þennan hátt á jólunum,
þótt við teljumst nú kristin en ekki heiðin.
Öll ljósadýrðin, sem einkennir jóhn, er líka upp-
runalega áhrif frá hinni heiðnu sólardýrkun. En
jólaljósin hafa þó fyrir löngu fengið sína kristnu
merkingu, því að í hinum kristna iboðskap er líka
lögð áherzla á baráttu ljóssins við myrkrið (sbr.
Jóhannesarguðspjall, 1. kap.).
Flest af þeirri hjátrú, sem hér á Íslandi Kefur
fyl-gt jólahaldinu, jólakettir, jólasveinar, álfatrú,
trú á það að dýr fái mál um jólaleytið o. s. frv., eru
allt heiðnar hugmyndir, sem lifað hafa af öll siða-
skipti.
Hugmyndin um jólatréð er þó upprunnin á kristn-
inm tíma en ekki heiðnum. Að vísu trúðu menn því
í heiðni, að guðir og huldar vættir byggju í trjám,
og á sérstökum trjátegundum var mikil helgi. En
það var samt ekki fyrr en um 1600, að jólatrésið-
urinn er tekinn upp í Þýzkalandi. Siðurinn breiddist
þó frekar hægt út og þá fyrst í löndum mótmæl-
enda. Það var ekki fyrr en á 19. öld, sem jólatré
fóru að verða algeng á Norðurlöndum, og í katólsk-
nm löndum voru jólatré ekki almennt notuð fyrr
en á þessari öld.
Það kann ýmsum að virðast, að með því sem hér
hefur verið sagt, sé verið að varpa rýrð á hefð-
bundnar hugmyndir manna um jólahald. Mönnurn
er svo kær hugmyndin um fæðingu frelsarans á jóla-
nótt, að það kann að virðast hálfgert guðlast að
benda á þá staðreynd að dagsetning kristinna jóla
Framhald á 3. síðu
II!
iiil
gl
Hið nýja á rústum hins gamla
MESSUR UM JÓLIN:
Aðfangadagur:
Kl. 6 e. h.: Aftansöngur
Kl. 11 e. h.: Kertaljósamessa
Jóladagur:
Kl. 2 e. h.: Skírnarmessa
Kl. 5 e. h.: Messa á Sjúkra-
húsinu.
Sunnudagur 29. des.:
Kl. 11 f. h.: Bamamessa
Gamlaársdagur:
Kl. 6 e. h.: Aftansöngur
Nýársdagur:
Kl. 2 e. h.: Hátíðarmessa
Ég vil sérstaklega vekja
athygli þeirra foreldra, sem
vilja láta skíra -börn sín um
jóhn, á skímarmessunni, sem
í þetta sinn verður kl. 2 á
jóladag. Prestunum, eins og
öðrum, er kært að geta hald-
ið jól með fjölskyldu sinni.
Ef hægt væri að komast -hjá
því að presturinn þyrfti að
ganga í hús til að skíra yfir
jóladagana, væri það mjög
kærkomið.
Beztu óskir um
GLEÐILEG JÓL
. .og farsælt komandi ár.
Sóknarprestur
Messur um jól og áramót:
Sauðárkrókskirkja
Aðfangadagur:
Af tansöngur kl. 6 s. d.
Jóladagur:
Hátíðarmessa kl. 2 e. íi.
2. jóladagur:
Messa á sjúkrahúsinu.
Sunnudagur 29. des:
Skírnamaessa kl. 2 e. h.
Gamlaársdagur:
Aftansöngur kl. 6 s.d.
Rípurkirkja
Jóladagur:
Messa kl. 4 s.d.
Nýársdagur:
Messa kl. 2 e.h.
GLEÐILEG JÓL
Sóknarprestur
■Ný hárgreiðslustofa
f okt. s. X. tók til starfa ný hár-
greiðslustofa á Siglufirði í Aðal-
götu 18 (Borgarkaffi). Er það
Stefán Jónasson, sem rekur þessa
nýju stofu. Stefán hefur iðnrétt-
1 indi bæði í rakaraiðn og hár-
greiðslu, en fæst eingöngu við
dömuhárgreiðslu á liinni nýju
stofu sinni, sem er búin nýtízlcu
tækjum. Jónas Halldórsson, faðir
Stefáns, hefur starfrækt rakara-
stofu hér á Siglufirði um fjölda
ára.