Einherji - 17.12.1968, Qupperneq 12
JÖLABLAÐ 1968
EINHEBJI
Prófkjör, skoöanakönnun,
undanfari ákvörðunar um fram-
boðslista
Á kjördæmisþingi Fram-
sóknarmanna í Norðurlands-
kjördæmi vestra 1967 var
allmikið rætt um hvemig
bezt yrði staðið að og ákveð-
inn framboðslisti til alþingis-
kjörs. Kosin var 5 manna
nefnd er kanna skyldi þessi
framboðsmál og leggja til-
lögur fyrir kjördæmisstjórn.
Nefndin vann sitt verk vel
og skilaði tillögum, sem kjör
dæmisstjórn lagði síðan fyr-
ir þingið 1968 með smávægi-
legum breytingum. Fram-
boðsnefnd, sem kosin var á'
þinginu, fékk síðan tillögurn-
ar til athugunar og lagði til
að þingið afgreiddi þær. Að-
alafni þeirra er það, að al-
mennt prófkjör eða skoðana-
könnun verði undanfari á-
kvörðunar um framboðslista
til Alþingiskosninga, er kjör-
dæmisþing síðan gengur end-
anlega frá. Tillögur er þing-
ið samþykkti um prófkjörið
voru svo hljóðandi:
1) Almennt prófkjör (skoðana-
könnun verði undanfari ákvörð
unar framboðs.
2) Bétt til prófkjörs eiga flokks-
bundnir framsóknarmenn og
þeir, sem gefa yfirlýsingu um,
að þeir styðji fiokkinn og hafi
náð kosningaaldri á væntan-
legum kjördegi.
3) Prófkjör skal fara fram minnst
ári fyrir væntanlegar aiþing-
iskosningar.
4) Kjördæmisþing kýs nefnd, er
gerir tiUögu um lista með aUt
að 20 nöfnum, sem að fengnu
samþykki þingsins yrði iagður
fram, sem ábending þess í
væntanlegu prófkjöri, enda sé
kjósendum heimilt að bæta við
nýjum nöfnum á atkvæðaseð-
ilinn.
5) Atkvæðagreiðslan fer þannig
fram, að kjósandinn raðar með
tölusetningum allt að tíu nöfn-
um á listanum, og fer talning
fram eftir venjulegum reglum
um hlutfaUskosningar.
6) Kjördæmisþing lcjósl sérstaka
yfirkjörstjóm, sem sjái um
undirbúning og framkvæmd
prófkjörslns.
7) ICjördæmisþing kjósl sérstaka
kjörnefnd, er taki á móti gögn-
um yfirkjörstjómar. Kannar
hún niðurstöðu prófkjörsins og
leggur hana fyrir kjördæmis-
þing, ásamt tillögu um fram-
boðslista, tU endanlegrar af-
greiðslu.
Skal það kjördæmisþing
koma saman svo fijótt, sem
verða má, að loknu prófkjöri.
Tillögurnar voru samþ. og
kosin 10 manna nefnd sem
á að vinna að því að skipa
lista með allt að 20 nöfnum
manna, sem gefa kost á sér
til prófkjörs. Kjördæmisþing
kýs síðan yfirkjörstjóm, sem
sér um framkvæmd próf-
kjörsins. Sérstök kjörnefnd
kannar niðurstöðu prófkjörs-
ins og leggur hana fyrir kjör
dæmisþing ásamt tillögu um
framboðslista til endanlegr-
ar ákvörðunar.
Hér er reynt að leita eftir
vilja hins ahnenna kjósanda,
um það hvernig framboðs-
listinn skuli vera skipaður.
Em slík vinnubrögð lýðræð-
isleg og hvatning til hins al-
menna kjósanda um að láta
í ljós vilja sinn.
Tíu manna nefndin, sem
kjördæmisþingið kaus, hefur
þegar tekið til starfa. Er hún
skipuð mönnum úr öllum
hlutum kjördæmisins og er
formaður hennar Gísli Felix-
son, Sauðárkróki. Mun nefnd
in óska eftir því við flokks-
félögin á hverjum stað, að
þau tilnefni rnenn er þau
óski eftir að verði á 20
manna prófkjörslistanum, er
nefndin leggur fram til próf-
kjörs.
Frá Kvenfélagi
Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar
Aðalfundur Kvenfélags
Sjúkraihúss Siglufjarðar var
haldinn 26. nóv. s. 1.
Stjórnin var öll endurkjör-
in, en hana skipa: Kristine
Þorsteinsson forrn., Ragn-
heiður Sæmundsson ritari,
Jóna Einarsdóttir gjaldkeri,
Dagbjört Einarsdóttir með-
stjórnandi og til vara Anna
Snorradóttir, Dóra Jónsdótt-
ir og Steinunn Rögnvalds-
dóttir.
Hinn árlegi bazar félags-
ins var 3. nóv. s. 1. Inn kom
kr. 60.450,00.
Kvenfélag Sjúkrahússins
færir öllum beztu þakkir fyr-
ir góðar undirtektir við
starfsemi félagsins og óskar
öllum bæjarbúum gleðilegra
jóla. Stjórnin
Árnað heiila
Séra Kristján Róbertsson hefur
gefið saman á þessu árl eftirtalin
brúðhjón:
• 17. ágúst: Hallgrímur Jónsson
og Brynja Jónsdóttir.
• 30. ágúst: Valdimar Guð-
mundsson . Vilhjálmsson og Jo-
handine Amalie Sverrisdóttir.
• 31. ágúst: Jóhann Örn Matt-
híasson og Hulda Sigurðardóttir.
• 31. ágúst: Birgir Guðjónsson
og Soffía Svava Daníelsdóttir.
• Jón frá Ljárskógum Þorsteins-
son og Sigríður Anna Þórðardótt-
ir.
• 12. sept.: Hjálmar Jóhannes-
son og Kolbrún Friðriksdóttir.
• 14. sept.: Björn Bjarnason og
Ardís Þórðardóttir.
• 21. sept.: Stefán Vilhjálmsson
og Alda Bryndís Möller.
• 28. sept.: PáU Birgisson og
Kristrún Þóra Gunnlaugsdóttir.
• 28. sept.: Jóhann Ágúst Sig-
urðsson og Valgerður Edda Bene-
diktsdóttir.
• 28. sept.: Salmann Helgi Krist-
jánsson og Marselía Sigríður Jóns-
dóttlr.
• 5. okt.: Theódór Júlíusson og
Guðrún Stefánsdóttir.
....EINHEBJI óskar hinum ungu
brúðhjónum tU hamingju.
JÖLABORÐ K.F.S.
Lítið inn í kjörbúðina.
Þar fáið þið allt sem þarf á jólaborðið.
Kaupfélag Siglfirðinga
íhaldsfrelsi
Viðræður stjórnmálaflokk-
anna um úrræði í efnahags-
málum báru, sem kunnugt
er, ekki árangur. Ríkisstjórn
in vildi í engu breyta stefnu
sinni — þeirri stefnu, sem
er að gera íslenzka þjóð að
ölmusulýð, sbr. tillögur á-
byrgra erlendra aðila um
samskot handa íslendingum.
Stjórnin og stuðningsblöð
hennar skrökva því upp og
endurtaka dag eftir dag,
sjálfum sér itil fróunar og
öðrum til athlægis, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi ekki
bent á nein úrræði önnur en
höft — höft á gamla vísu.
Þeirra eigið lausnarorð er
„frelsi“. Þeir vakna með það
á vörunum, þeir sofna með
það milh tannanna, — minn-
ugir þess, að 1 vitund þjóð-
arinnar, sem um aldir bjó
við erlenda kúgun, harðræði
og höft, hefux frelsi löngum
verið fegurst orða. Og ís-
lenzkt þjóðfrelsi er ekki
gamalt. Það hefur ekki enn
slitið bamsskónum.
Of margir létu blekkjast
af fagurgala og frelsishjali
lýðskrumaranna. Jarðvegur
reyndist góður. Frækorn
gaspraranna festu rætur.
Fátæk þjóð fékk skyndi-
lega fé handa á milli. Tekjur
manna margfölduðust. Lífs-
kjörin bötnuðu samfara ein-
dæma árgæzku. Þjóðin kunni
sér ekki hóf. Þúsundum
saman fóm menn skemmti-
reisur um allar álfur. íslend-
ingar urðu orðlagðir á er-
lendri gmnd fyrir óhófs-
eyðslu. Annað var eftir því.
Ríkisstjórnin ihorfði með
stakri velþóknun á allt sam-
an og þakkaði sjálfri sér
alla velmegunina: Lof og
dýrð sé mér! Hún hét þjóð-
inni sama gullinu og sömu
grænu skógunum, sama
blessaða frelsinu, ef hún
fengi að sitja áfram og ráða.
Og ríkisstjómin fékk að
ráða. Þjóðin kaus „frelsið".
En „frelsi“ og „höft“ em
teygjanleg og afstæð hug-
tök. Óheft og hömlulaust
frelsi leiðir til stjómleysis,
síðan ófrelsis og áþjánar.
Hvað hefur gerzt hér?
1 skjóli hins marglofaða
innflutningsfrelsis hefur ver-
ið haugað inn í landið ó-
hemju magni af öllum hugs-
anlegum óþarfa. Og ekki að-
eins það. Fluttar hafa verið
inn í stómm stíl alls konar
iðnaðarvömr, sem framleidd-
ar voru og framleiða mátti
jafngóðar í landinu sjálfu,
ívélar margvíslegar, tilbúin
hús, bátar og skip o. m. fl„
fyrir þúsundir milljóna. I
skjóli hins gullna gjaldeyris-
frelsis hefur dýrmætum
! gjaldeyri verið ausið á báðar
hendur, án þess að til hafi
komið nokkur heildarstjórn
eða hömlur stjórnarvalda. í
skjóli hins eftirsótta athafna
frelsis hefur öll fjárfesting
verið skipulagslaus, stjóm-
laus, án yfirsýnar um þarfir
þjóðar og hagsmuni, — það
eitt látið ráða, hverjir höfðu
peninga í höndum eða vom
mest innundir hjá banka-
valdinu. Hitt er svo annað
mál, að ófá þeirra miklu
fyrirtækja, er náðarinnar
nutu, hafa farið á hausinn,
eigendurnir að vísu staðið
jafnréttir, en bankamir tap-
að, þjóðin tapað.
Hverjar era svo afleiðing-
ar af þessu mikla íhalds-
frelsi Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuf lokksins ?
Æ vaxandi verðbólga. Ægi-
leg skuldasöfnun atvinnu-
veganna, svo að hagræðing
skulda og jafnvel skuldaskil
era tahn óumflýjanleg. At-
vinnuleysi yfirvofandi. Og
hvað um nauðsynlegustu
framkvæmdir? Jú, — vegir
um landið em illfærir og ó-
færir. Háskalegur skortur á
skólahúsum og sjúkrahúsum
— en verzlunarstórhýsi rísa
í Reykjavík og peningalaus-
ar peningastofnanir reisa
peningahahir fyrir hundrað
milljóna. Eyðslulán tekin
'hvert á fætur öðru meðan
fást. Gengið fellt annað
hvort ár að meðaltah. Þjóð-
in sokkin í skuldafen. Og
svo kórónan á öllu saman:
Erlendum höfðingjum krop-
ið í taumlausri auðmýkt. Ut-
anríkisstefna engin til önnur
en sú að fara í öhu, sem
máli skiptir, að vilja Banda-
ríkjastjórnar — og lítil virð-
ing að launum.
Hinu ber svo ekki að neita,
að til era menn, sem eru
harðánægðir með ástandið
og raka saman fé í skjóh
hins dýrðlega athafnafrelsis.
Þeir eru „máttarstoðir þjóð-
félagsins“ á morgunblaðs-
máh. Þetta era mennirnir,
sem bera ríkisstjórnina á
háhesti.
Þjóðin Kefur, sem vonlegt
er, óbeit á „höftum“. Með
alls ósæmilegum hætti hefur
ríkisstjórnin reynt að nota
sér þá óbeit til iþess að koma
óorði á Framsóknarflokkinn.
Hvað era höft?
Frams.flokkurinn krefst
breyttrar stjórnarstefnu.
Flokkurinn leggur til að tek-
in verði upp heildarstjórn á
fjárfestingarmálum og fjár-
magninu beint fyrst og
fremst til lífvænlegra at-
vinnufyrirtækja á þeim stöð-
um, þar sem þörfin er brýn-
ust. Flokkurinn leggur til að
efld verði innlend iðnaðar-
framleiðsla, bæði til heima-
neyzlu og útflutnings. Flokk-
urinn leggur til að upp verði
tekin skipuleg stjórn á gjald
eyrismálum og komið í veg
fyrir þá taumlausu og
heimskulegu gjaldeyrissóun,
sem átt hefur sér stað að
undanförnu. Flokkurinn legg
ur til að atvinnuvegirnir
verði treystir með öllum til-
tækum ráðum, lánsfjármál-
um þeirra komið í viðhlít-
andi horf og vextir lækkaðir,
illbæram sérsköttum af þeim
létt, en skattar á eyðslu
hækkaðir. Flokkurinn leggur
til að stóraukin áherzla verði
lögð á markaðsöflun. Flokk-
urinn leggur til að söluskatt-
ur á lífsnauðsynjum verði
afnuminn, að beitt verði til
hins ýtrasta sparnaði í opin-
berum rekstri og hamlað
gegn sívaxandi útþenslu.
Flokkurinn leggur til að eft-
irlit með framtölum verði
stóram hert.
Hér eru talin nokkur þeirra
mála, sem fulltrúar Fram-
Framhald á 11. síðu