Freyr - 01.08.1910, Side 10
104
FftEYR.
Búnaðarsamband Suðurlands
hélt aðalfund sinn, 8. júlí s. 1. — Geng-
in eru í sambandið flest eða öll búnaðarfélögin
á sambandssvæðinu, og voru mættir fulltrúar
frá þeim flestum.
Rædd voru á fundinum ýms mál, er Sam-
bandið varðar, svo sem um framhald plæging-
arkenslunnar, og skyldu nú ráðnir 2 menn til
að kenna plægingar eftirleiðis. Tillaga kom
og fram um ræktúnarkenslu innan sambandsins,
helzt í hverju félagi, og ráðgert að ráða menn
til þess að hafa hana á hendi.
Eyrirlestra fluttu þar Þorfinnur Þórarins-
son á Spóastöðum, og Jón Jónatansson.
I stjórn Sambandsins voru kosnir, Agúst
Helgason i Birtingaholti (formaður) og með
honum Guðmundur Þorbjarnarson Stóra-Hofi og
Jón Jónatansson búfx-. á Stokkseyri. %
Kornforðabúr
er þegar ráðið að komið verði á fót fyrir
haustið í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Hefir
verið gerð samþykt um stofnun þess, og sótt
um lán úr Viðlagasjóði til að koma því á fót.
Bæhreppingar eiga heiður og þökk skilið
fyrir að hafa orðið fyrstir til að þessu sinni að
stofna kornforðabúr. — Væntanlega koma fleiri
á eftir. *
Ræktunarfélag Norðurlands
hélt aðalfund að Breiðumýri í Beykjadal
23.—24. júní s. 1. — Mættir voru þar 17 full-
trúar, og ank þess fjöldi af öðru fólki, um 200
manns, er flest var.
A fundinum vorú rædd ýms mál, þar á
meðal um samband búnaðarfélaganna nyrðra,
og sýsluráðunauta. Skulu þeir mæla jarðar-
bætur búnaðarfélaganna, hafa eftirlit með til-
raunastöðvum og sýnisreitum Ræktunarfélags-
ins o. fl.
Eyrirlestra héldu þeir: Jakob Líndal, um
jurtakynbætur; Páll Jónsson um hnignun land-
gæða á Islandi; Páll Zófoniasson um vinnuaflið í
sveitunum; Jónas Björnsson, um hirðing áburð-
ar og Jón Þorbergsson ura framfaraviðleitni og
framtíðarhorfur. * *
Smjörsýning
var haldinn að Þjórsártúni eins og tilstóð
8.—9. júlí s. 1. Var þar sýnt smjör frá 12
smjörbúum innan Smjörbúasambands Suður-
lands. í dómnefnd um smjörið voru H. Grön-
feldt, kennari (formaðnr) og bústýrurnar Elisa-
bet Guðmundsdóttir og Herborg Þórarinsdóttir.
Eyrstu verðlaun fengu: Hróarslœkjarbínö,
bústýra: Herborg Þórai'insdóttir) og Þykkva-
bœjarbúiö (bústýra: Margrét Júníusdóttir). —
Alis fengu 8 bú verðlaun. *
íþróttamót
héldu ungmennafélögin norðanlands á Húsa-
vík, 17. júní s. 1. - Ungmennafélögiu austan-
fjalls hér syðra héldu sitt iþróttamót að Þjórs-
ártúni, 9. júlí s. 1. Var þar þá saman kominn
fjöldi fólks, um eða yfir 2000 manns. Þar var
glímt og margar fleiri iþróttir reyndar. — Sá
hét Haraldur Einai-sson frá Vik i Mýrdal, er
hlaut glímuverðlaunin.
Norskur framræslumaður
að nafni Andrés hefir frá því hann var um
tvitugt —; hann er nú 57 ára — gjört skurði
um 100,000 faðma á lengd eða 25 mílur.' Skurða-
gröftur hefir verið hans aðalatvinna um dagana.
En auk þess hefir hann, mest í hjáverkum,
ræktað upp 6—8 dagsl i óræktarmýri. Blett-
urian er talinn að vera fyrirmynd, að því er
snertir rækt og umhirðu; fóðrar 3 — 4 stórgripi.
Andrés hefir alla tíð íátækur verið, enda
átt fyrir mörgum að sjá. Hann á 10 börn og
hefir komið þeim öllum upp. En duglegur hefir
hann verið, og hafa fáir staðið honumþarjafn
fætis. Þannig segist norsku búnaðarblaði —
„Lundbrugst.11 — frá um þennan mann. %
Verðlag smjörmatsnefndarinnar.
„/#
3/
/o
»/
/o
’«/
/«
23/
'0
30/
/o
7,
‘7,
27,
’10. Bezta smjör 95 kr. 100 pd.
— — — 96 — — —
— -*■ _ 96 - — —
— —. 97 —
_ _ _ % _ _ _
— — _ 96 — — —