Einherji


Einherji - 30.07.1979, Blaðsíða 2

Einherji - 30.07.1979, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Mánudagurinn 30. júlí 1979 Oddur Vagn Hjálmarsson — Minning — F. 11/7 1912 D. 10/6 1979 Að lifa kátur lízt mér máti bestur, þó að bjáti eitthvað á, að því hlátur gera má. Sigurður Breiðfjörð Þetta vísukom finnst mér lýsa nokkuð lífsviðhorfum Vagga, eins og hann var oftast kallaður, ég man ekki eftir að hafa hitt hann nema kátan og hressan, hann sá held ég alltaf björtu hliðamar á öllum málum og þannig mönnum hlýtur að veitast létt leiðin um lífsins ólgusjó. Seinni árin leitaði hugur hans ábyggilega oft til sjávar- ins, þar sem hann starfaði meginhluta ævi sinnar sem vél- stjóri. Ég kynntist Vagga fyrir all- mörgum árum og hafði ég yndi af að heyra hann segja frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Við vorum samherjar í stjómmálalegum félagsskap og áttum þar mörg sameiginleg áhugamál, sem við ræddum mikið, og vomm við oft sam- ferða á fundi þar. Ég ætla ekki að hafa þessi fátæklegu orð mín fleiri, en kveð með söknuði góðan dreng. Eftirlifandi konu hans votta ég samúð mína, svo og bömum hans og öðrum ættingjum. Sv. Þ. Felix Einarsson — Minning — F. 14. jan. 191>8 Felix Einarsson, Hlíðarvegi 9, lés’t í Sjúkrahúsi Siglufj. 7. júlí S.l. 61. árs að aldri. Felix var fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans vom, Herdís Kjartansd. og Einar Ásmúndsson. Þau fluttu til Siglufjarðar 1927 og bjuggu lengst af á Hlíðarvegi 9. Þar hefur Felix .átt heima allá tíð síðan.. Þau Herdís og Einar eignuðust 3 böm, Felix, Ásu Sigriði og Kjartan. Ása er gift kona í Kópavogi, en Kjartan er búsettur hér í Siglufirði. Herdís Kjartansdóttir lést í fyrra, en Einar er í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 100 ára gamall. Árið 1945 missti Einar heilsuna, og hefur lengst af verið rúmfastur síðan, eða í 33 ár. Herdís annaðist mann sinn, rúmhggjandi heima á Hlíðar- vegi 9 í 26 ár meðan heilsa hennar og kraftar leyfðu. S.l. 7 ár hefur Einar verið í Sjúkra- húsi Siglufjarðar. Blómin og trén í litla garðin- um sunnan við húsið að Hlið- arvegi 9 sýndu vel að Herdís Kjartansdóttir hefur hlúð að og hugsað um fleira en rúmliggj- andi maka sinn. öll sú um- hyggja og'alúð lýsa vel þeirri ágætu konu. Um fermingu hóf Feffif sj6- mennskustarf sitt, enaá var hann sjómaður meðan heilsan D. 7. Júlí 1979 dugði. Á margskonar skipum og við allskonar veiðar. Síðast með því að beita línu fyrir stærri báta á vetrum, en stunda handfæraveiðar á summm. Snemma á sjómennsku ferli sínum sýktist Felix af berklum, en fékk bót að mestu. Fyrir um 9 árum tók það sig upp aftur og varð þá að taka annað lungað. Eftir það var heilsa hans og þrek mjög takmarkað. Nökkur síðustu árin gengdi Felix starfi kirkjugarðsvarðar. Felix kvæntist aldrei og átti alla tíð heima hjá móður sinni. Eina dóttur eignaðist hann. Bryndís hét hún. Gift kona í Hafnafirði. Hún varð bráðkvödd á besta aldri. Bryndís átti einn son, Guðmund að nafni. Líf og sambúð hjónanna og sonarins að Hlíðarvegi 9 var nokkuð sérstætt og lærdóms- ríkt. Faðirinn rúmhggjandi, sonurinn á sjónum en móðirin heima að hjúkra og hlúa áð“ög hugsa um báða. Nú em þau öll flutt frá Hliðarveg 9. Mæðginin saman til æðri heima og faðirinn aldni bíður enn í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar. Guð blessi þau öll. J.Þ. Raddir lesenda »••••••••••••••••••< Eru engar áætlanir um kaup á nýjum götusópara þegar aug- ljóst er að sá gamli gerir ekkert annað en að þyrla upp ryki, og þykir ýmsum þó nóg fyrir. Mér finnst þetta undratæki, ;f tæki skyldi kalla. þjóna litl- am tilgangi. nema þá helst fyrir hann Tóta okkar í hreinsuninni. Það væri gaman að fá svar við þessu. Parti P.S. Bjöm og Vigfús: Hvernir er með grænu byltinguna? BÆJARMAL Mánudaginn 9. júlí var boðáð til bæjarstjómarfundar í Bókhlöðunni. AÍdrei þessu vant var nokk- ur hópur kominn á áheyr- endabekki, þegar fundur skyldi hefjast. Eitthvað hlaut því öðru fremur að hafa vakið athygli á þessum fundi, en fáskipti bæjarbúa varðandi mótun og framgang eigin velferðarmála eru því miður mjög einkenn- andi, og virðist hugsanagang- ur sá, að þegar ■ hvar fjármagnið ætti að taka. Næst var gengið til kosn- ingu tveggja manna stjóm Þormóðs ramma h/f. Aðeins einn listi kom fram með nöfn- um Sigurjóns Sæmundssonar og Hinriks Aðalsfeinssonar, og vom þeir því sjálfkjömir. Þá fór fram kosning á um- sjónarmanni íþróttahúss. I það starf var ráðinn Þorgeir Reynisson, og var sú ráðning í samræmi við samþykkt meiri- hluta íþróttaráðs, framfæri yfirlýsingu, sem bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins vildu fá bókaða, hún hljóðaði svo: en fréttu bæjarfulltrúa- kjöri sé lokið, séu bæjarbúar búnir að axla þá ábyrgð, sem ætlast er til af "þeim í bæjar- samféláginu. Þar sem þessi fundur var, að mati þeirra, sem mættu á áheyrendapöllum, áhuga- verðari en aðrir fundir al- mennt, þykir Einherja rétt að gefa lesendum sínum stutt yf- irlit yfir fundinn, til fróðleiks. Fyrst á dagskrá var kosning bæjarstjóra, síðan kosning umsjónarmanns Sundhallar, þá kosning tveggja manna í stjórn Þormóðs ramma h/f, og að síðustu fundargerðir nefnda. Forseti ákvað að byrja á síðasta lið fundargerðar, og enda á þeim fyrsta, sem sam- þykkt var. Um fundargerðir nefnda urðu ekki miklar umræður. Þó töluðu Kolbeinn og Bogi tvisvar og sýndist sitt hvorum í nokkrum málum, svo sem framkvæmdum við byggingu brennsluþróar, en á fundinum var samþykkt að ræða við verktaka um að taka að sér framkvæmdirnar. Eins var með framkvæmdir við endurbyggingu Hafnar- götu 10, sem gert er utan fjár- hagsáætlunar. Um það mál ræddi einnig Jóhann Möller, og taldi ekki orð á gerandi, þótt þessu fjármagni væri varið til þessara framkvæmda. Þá voru allir bæjarfulltrúar, nema bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins, mjög undrandi á eindæma undarlegri at- burðarás, varðandi meðferð menntamálaráðherra á svo nefndu skólastjóramáli, og þeim gerræðislegu vinnu- brögðum, sem þar voru við- höfð, og sem undirstrikuðu lítilsvirðingu við alla um- sagnaraðila heima fyrir, sem voru hvorki meira né minna, en 4 alls. 'Kolbeinn taldi það skipta sig engu máli, hvort væri einn eða tveir skólastjórar við skól- ana, og þar með var málið af- greitt af hans hálfu. Á fundin- um voru samþykktar vítur á Menntamálaráðherrann fyrir meðferð þessa máls, með 6 atkv. gegn 2, en einn komm- inn sat hjá. Á þessum fundi gagnríndi 'Bogi þá lausung sem viðgeng- ist í fjármálum bæjarins, og tók sem dæmi, ákvörðun meirihlutans um fjárfrekar framkvæmdir á fyrstu dögum eftir afgreiðslu fjárhagsáælt- • unar, án þess að gera minnstu tilraun til þess að sýna fram á, Við bæjarfulltrúar A.B. munum starfa með þeim bæj- árstjóra sem hér verður kjör- inn af fullri einlægni og ábyrgð, að öllum þeim máJum sem til heilla horfa fyrir bœjar- félagið út reynslutíma hans. Við 9. júU- sem var umsagnaraðili varðandi um- sækjendur, en þessi starfs- maður vinnur í nánum tengsl- um við íþróttaráð og íþrótta- fulltrúa. Að síðustu kom svo að kosningu bæjarstjóra. Átta umsækjendur voru um starfið. Nú gerðust mörg merkileg tíðindi, sem hvergi hafa víst gerst á íslandi áður. Meirihlutinn, sem setið hafði á rökstólum dag og nótt, hafði ekki komið sér saman um ráðningu neins þessara átta umsækjenda, og hver hékk á sínum manni. Sam- kvæmdt yfirlýsingu oddvitans Kolbeins Friðbjamarsonar, var hér um ákaflega lýðræðis- lega framkvæmd að ræða, og átti hann varla nógu hjartnæm orð, til að lýsa' þeirri frjáls- hyggju, sem meirihlutinn sýndi, með því að fara með kosninguna opna inn á bæjar- stjómarfundinn. Ósköp má nú þessi oddviti vera grunnhygginn, ef hann heldur að einhver í salnum, hafi tekið mark á þeim fagur- gala frjálshyggju, sem hann býsnaðist svo mjög yfir, enda kom annað á daginn, eftir að ræðunni lauk. Fyrst las forseti upp eftir- farandi tillögu, sem flutt var af Kolbeini Friðbjamarsyni, Jó- hanni Möller og Bimi Jónas- syni. „Bæjarstjóm samþykkir að við ráðningu bæjarstjóra verði gert ráð fyrir 1. árs reynslu tíma, þannig að eftir 9 mánaða starfstíma, sé starf bæjarstjóra uppsegjanlegt með þriggja mánaða fyrirvara, frá hendi beggja aðila, verði starfinu ekki sagt upp á þennan veg, framlengjist ráðningartími af sjálfu sér og gildir út núverandi kjörtímabil. Ákveði bæjarstjóm að segja ráðningarsamningi bæjar- stjóra upp á þann veg sem hér er gert ráð fyrir, þarf til þeirra ákvörðunar fimm atkvæði í bæjarstjóra. Þessi tillaga var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum. Eftir að forseti hafði lesið upp nöfn umsækjanda, og ganga átti til kosningu, kvaddi Kolbeinn sér hljóðs, og bað um að fá að segja nokkur orð, sem forset- inn varð við, þó að því til- skyldu, að ekla yrði hafður uppi áróður fyrir umsækjend- um, sem bannað væri. Dró nú Kolbeinn upp blöð úr pússi sínu, sem hann las úr, og taldi sig þurfa að koma á munum láta afstöðu okkar til endanlegrar ráðningu lans, að reynslutíma liðnum mótast einvörðungu á störfum hans þann tíma. Við munum ekki láta úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu sem hér fer fram um ráðningu bæj- arstjóra hafa minnstu áhrif á afstöðu okkar til núverandi bæjarstjómarmeirihluta, eða starf okkar innan hans. Kolbeinn Friðbiamarson. Gunnar Rafn. Kári Eðvalds. Þegar Kolbeinn hafði lokið við að flytja mál sitt hófst sjálf kosningin. Fyrst var kosið óhlutbund- inni kosningu, það er allir umsækjendur voru í kjöri. Þá fór atkvæðagreiðsla þannig að Ingimundur Einarsson fékk 4 atk. Krisján Pálsson 3 atk. og Ingimundur Magnússon 2 atk. Næst fór fram óhlutbundin kosning, og fór sú atkvæða- greiðsla eins. Nú virtist eitthvað alls óvænt hafa gerst, því forseti óskaði eftir frestun á fundi, og kallaði saman Alþýðuflokks- menn, sem mættir voru á áheyrendabekkjum og hélt skyndifund með þeim. í mirði bæjarstjórakosning- unni var því slegið upp Al- þýðuflokksfundi á fundarstað bæjarstjómar, sem teljast verður fátítt. Að þessum Alþýðuflokks- fundi loknum var haldið áfram með bæjarstjórakosn- inguna, sem enti þannig, að Ingimundur Einarsson var ráðinn bæjarstjóri með 4 at- kvæðum (Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna), en Kristján Pálsson hlaut 3 at- kvæði Alþýðubandalags- manna. Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins kusu sér engan bæj- arstjóra. Ekki var nú meirihlutasam- starfið traustvekjandi í þessu máh, fremur er öðmm, en þegar ekki er samstaða um ráðningu bæjarstjóra, skilur blaðið ekki, hvemig hægt er að tala um samstarf, nema þá í þykjustunni, því svo höfuð- laust er þetta stjóraarhð, að flestum blöskrar. Það lá víst alltaf fyrir, að kommúnistar ætluðu að fá sinn bæjarstjóra, og voru vist aldrei til viðtals um neitt ann- að, og bendir umsókn þeirra kandidants ótvírætt til þess, að þar færi ekkert á milli mála. Til gamans ætlar Einherfi að birta sýnishom af upphafs- orðum þessarar umsóknar.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.