Einherji


Einherji - 30.07.1979, Blaðsíða 6

Einherji - 30.07.1979, Blaðsíða 6
6 EINHERJI Mánudagurinn 30. júlí 1979 Engum sem á leíð úrií Túnr gfttu blandast hugur um að viðl mróttavölliiíB standa yfir stór-* framkv. Til þess að fræðast uni' þær sneri íþróttasíðan sér til Kr. Möller íþfóttafulltr. og spurði frétta. verið rekið á eftir. Það má þykja kaldhæðnislegt að á ári bams- ins skuli vera til raddir sem sjái ofsjónir fyrir þessari fyrstu framkv. í Færeyjum í keppnis- og vi’na- ferð. Kristján, jafngildir þessi fram- kv. ekki nýbyggingu íþróttavall- ar? Jú, tvímælalaust. Þetta er fyrsta varanlega framkv. við íþrótta- völl hér í Siglufirði. Knatt- sp.völlurinn verður 100X64 m svo og er gert ráð fyrir að1 hlaupabraut og stökkgryfjur koma að vestanverðu. Þá verð- ur gengið frá áhorfendastæðum og'girt seinna á þéssu áfi.eðá næsta. Hvað kemur þetta til mað, að kosta og hver er hlutur iþrótta- sióðs í þeim kostnaði? Aætlaður kostnaður rrieð frá- gangi svæðisins í huga er um 30, miljónir en hlutur ríkisins er 40% sem greiðist á næstu 2 ár- um. Nú hefur þú engu síður en aðrir forustumenn íþróttahreyfingar- innar mátt heyra frá ýmsum að- ilum hér í bæ, vanþóknum á þessari framkv. og talið annað brýnna. Hvað segir þú um það? Það eru um 13 ár síðan að þessi framkv. var rædd og alltaf síðan við íþróttavöll í Sigluf. Þetta er eina útivistarsvæði sem heitið getur hér, og er notað af öllum aldursflokkum frá morgni til kvölds alla daga vik- una. Svo að lokum. Hvenær verður fyrsti leikurinn háður á hinum nýja velli.? Eftir verslunarmannahelgina er von á flokkum unglinga frá Færeyjum og þá er og verður völlurinn að vera til. Skiðafélagið Aðalfundur skíðafélagsins var haldin nýlega. Auk venju- legra aðalfundastarfa voru af- hent verðlaun skíðamóta síðast liðinn vetur. Þá var kosin ný stjóm, en hana skipa, Rögnvaldur Þórð- arson, form. Ólafur Jóhanns- son, Egill Thorarensen, Viktor Þorkelsson, Stefán Árnason og Aðalbjörg Þórðardóttir. Nú lét af störfum Aðalheiður Rögnvaldsdóttir, en hún hefur setið í stjórn í um 30 ára skeið. Voru henni þökkuð frábær störf í þágu skíðaíþróttarinnar K.S. Nýlega voru KS-ingar á ferð Farastjóri var Runólfur Birgisson, og fer hér á eftir frá- sögn hans af ferðaleginu. Dagana 7.-17. júlí dvaldi 21. manna hópur frá K.S. í Fær- eyjum í Boði E.B. eða Eiðis Bóltfélag. Er þetta önnur ferð K.S. til Færeyja sú fyrri var 1975 og var þá einnig dvalið í boði E.B. Knattspymumenn frá Eiði komu til Siglufj. í Boði K.S. 1976. í ferðinni núna lék K.S. 3 leiki, 2 við gestgjafa E.B. og 1 við K.I. í Klakksvík sem er eitt sterkasta knattspyrnulið Fær- eyja. Urslit leikjanna urðu: E.B.-K.S................. 2-2 K.I.-K.S................. 2-4 E.B.-K.S................. 3-0 Þess má geta að í hóp K.S.-inga vantaði 8 menn sem leikið hafa með í sumar, meira og minna. Móttökur þessara vina K.S.-inga í Færeyjum voru svo stórkostlegar að orð fá ekki lýst Allar nætur var dvalið á Eiði nema hvað gist var í Klakksvík í 1 nótt og 1 nótt í Þórshöfn. Að- staða til dvalar á Eiði er af- bragsgóð. K.S.-ingar gistu í fé- lagsheimili sem E.B. hefur byggt. Félagsheimili þetta er búið öllum hugsanlegum bún- aði svo sem litasjónvörpum, myndsegulböndum, borðtenn- isborðum, borðbúnaði, og leir- taui fyrir a.m.k. 80 manns. í fé- lagsheimilinu er fullkomið eld- hús, samkomusalur, borðsalur, síurtur og fundarherbergi. Á meðan K.S.-ingar dvöldu á Eiði var framreiddur matur á hverjum degi, veislur haldnar og dansleikir, og ekið með mannskapinn vítt og breitt um eyjamar. Samskipti K.S. og E.B. eru orðin mikil og eiga eftir að aukast. Nú 4. ágúst n.k. koma 25 .unglingar ásamt fararstjór- um hingað til Siglufj. í boði K.S. Er hér um að ræða stúlkur 16-19 ára sem leika handbolta og drengi 14-16 ára sem leika knattspymu, og líklega mun m.fl. E.B. koma næsta sumar. Þess skal getið að samskipti E.B. og K.S. leiddu til þess að fyrirhuguð em vinabæjartengsl á milli Eiðis og Siglufjarðar og em K.S.-ingar stoltir af því. í framtíðinni eiga samskipti þessara bæja eftir að aukast og ná til fleiri sviða en íþrótta. R.B. SIGLFIRÐINGAR FERÐAFÚLK Vantar ykkur bíl Mnnast styttri og lengri hópferðir, 23 sæta bifreið. Reynið viðskiptin og leytið verðtilboða. Upplýsingar ísíma 71208 Símon Gestson Barði sími 73256 Partaer í21]ib buxur Tískuvörur feáPance Cenjtré Fæsf aðeins hjá okkur . .einnig tískuvörur fyrir hörn í miklu úrváli. Lífið brosir við þér og harninu í tfskufatnaði frá..

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.