Mjölnir - 09.12.1938, Qupperneq 2

Mjölnir - 09.12.1938, Qupperneq 2
2 M J O L N I R Sameiningin er málstaður alþýðunnar. Nokkyr afriði úr sögu sameiningarmálsins. Hverjir eru liðhlauparnir? Þegar Héðinn Valdimarsson ílutti tillögu sína i Dagsbrún um sameiningu verkalýðsflokkanna í ágúst 1937 þá var henni tekið með miklum fögnuði meðal al- þýðunnar um allt ísland. Sú hugs- un að alþýðan ætti að standa sam- an í einum hagsmunasamtökum og einum pólitískum flokki hafði þá um langt skeið náð að festa rætur í brjóstum alls þorra alþýðunnar og þeirra sem hennar málstað unna. Það stóð heldur ekki á góðum undirtektum, hvert félagið af öðru lýsti sig fylgjandi hugmyndinni um sameiningu flokkanna, blöð Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokksins kepptust um að lofa hana og stjórnir fíokkanna kusu samn- inganefndir er leggja skildu til hinn formlega grundvöll. Það fór þó svo að þær nefndir hættu störfum, án þess að fundin væri sá grundvöll- ur er stjórnir beggja flokkanna töldu sig geta unað við. Á Al- þýðusambandsþingi 1937komasvo þessi mál til umræðu. Þar er aftur kosin nefnd er halda skildi áfram þar sem fyr var frá horfið um samninga við nefnd frá Kommún- istaflokknum um sameiningu flokkanna. Eftir að umræður höfðu farið fram í nokkra daga milli nefnd- anna, kemur nefnd Alþýðuflokks- ins sér saman að leggja fram till. til nefndar Kommúnistafl. um framkv. sameiningarinnar. Nefnd Komm- únistaflokksins lýsti þá yfir að hún féllist á tillöguna og framgangur málsins virtist tryggður. En er nefndirnar skildu undirrita tillöguna og afgreiða málið formlega til þinga flokkanna, gengu hægri mennirnir í nefnd Alþýðuflokksins frá sinni eigin tillögu og neituðu að undirrita hana. Klufu síðan nefndina og tóku ásamt ýmsum öðrum af forráðamönnum flokksins upp hina harðvítugustu bar- áttu gegn sameiningunni. Þegar svo augljóst var að sameiningar- menn voru í meirihluta á þinginu gripu hægri mennirnir til þess ráðs að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir mundu ganga úr flokknum ef sameiningin yrði samþykkt. Sameiningarmenn gerðu þá, til þess að forðast klofning í Alþýðu- flokknum, samkomulag við hægri- mennina um samþykkt á svonefndri Vilmundartillögu, jafnvel þó þeim væri Ijóst, að með því var sam- einingin lögð á hilluna í bili. Jafn- framt skjalfestu þeir afstöðu sína í sameiningarmálinu og lýstu yfir að þeir myndu áfram vinna að framgangi málsins. Næsti viðburður sem að veru- legu leyti snertir þetta mál eru svo bæjarstjórnarkosningarnar í jan. s.I. Þá kom sameiningarvilji alþ. fram i samvinnu vinstri flokkanna á fjöldamörgum stöðum víðsvegar um land. Hér á Siglufirði mynd- uðu Alþýðu- og Kommúnistaflokk- urinn samvinnu með þeim árangri sem kunnur er, að stjórn bæjarins var kippt úr höndum afturhaldsins. í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík launa hægri mennirnir hlífð þá sem sameiningarmennirnir sýndu þeim á Alþýðusambands- þingi um haustið með svikum Stefáns Jóhanns og félaga hans og nokkru siðar ennfremur með brott- rekstri Héðins Valdimarssonar og Jafnaðarmannafélags Reykjavikur (stærsta stjórnmálafélags Alþýðu- flokksins) úr Alþýðuflokknum og Al- þýðusambandinu. Á Alþýðusambandsþinginu 1938 notfæra hægri mennirnir sér enn vald sitt í sambandsstjórn til þess að útiloka Iöglega kjörna fulltrúa frá þingsetu, og neita félögum um upptöku i Alþýðusambandið, fyrir þær sakir einar að fulltrúarnir voru sameiningarmenn. Á þvi þingi, ef þing skyldi kalla, eru svo sett ný lög fyrir Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkinn, lög sem algjörlega brjóta í bága við stefnuskrá Alþýðuflokksins. Lög sem eru til þess eins sett að reyna í lengstu lög að tryggja yfirráð Alþýðusambandsstjórnar- innar yfir verklýðsfélögunum þvert ofan í vilja margra þeirra, og eru svo stórkostlegt lýðræðisbrot, að aöeins ca. 1/13 hluti af meðlimum vcikalýðsfélaganna eru samkvæmt þeim kjörgengir á þing verkalýðs- félaganna. Samstarf Alþýðuflokksins við Framsóknarflokkinn hefur við frá- fall Jóns Baldvinnssonar og brott- rekstur H. Valdimarssonar, snúist þannig, að Alþýðuflokkurinn er ekki lengur í stjórnarsamvinnu við Framsókn, heldur fylgir henni samkvæmt tillögu Stefáns Jóhanns á þingi Alþýðusambands Vest- fjarða s.I. vetur og fær að Iaunum þægileg sæti handa forsprökkunum í skjóli rikisstjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn vill að sjálf- sögðu ráða sem mestu um starf og stefnu ríkisstjórnarinnar og kýs þessvegna fremur að hafa sér til aðstoðar þægan þjón heldur en öflugan samstarfsmann með á- kveðna stefnu og vilja. Þessvegna berjast nú forsprakkarnir úr hægri armi Alþýðuflokksins samkvæmt ósk og kröfu Framsóknarflokksins, sinni vonlausu baráttu gegn sam- einingu verkalýðsins. íslenzk alþýða harmar að vísu að forusta Alþýðuflokksins skyldi bila svo að hann er nú með öllu ófær um að leysa af hendi það hlutverk sem frá upphafi hefur ver- ið takmark hans. Hún hefði að sjálfsögðu fremur kosið að Alþýðu- flokkurinn allur hefði borið gæfu til að vera með í sameiningunni. En alþýðan mun ekki láta hugfall- ast af þeim sökum, hún hefir fyrir löngu skilið þau sannindi, að sam- einaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Hún lætur ekki hróp þeirra manna sem eftir sitja, mann- anna, sem kosið hafa værðina í skjóli Framsóknarstjórnarinnar, fremur en að vera með í baráttu alþýðunnar, hræða sig frá þátttöku í sameiningunni. Siglfirzkir verkamenn munu minnast þess að þeir menn sem berjast gegn hinni pólitísku sam- einingu nú, þeir börðust líka gegn sameíningu verkamannafél. hér á Siglufirði fyrir tveim árum síðan. Dómur siglfirzku alþýðunnar í

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.