Mjölnir


Mjölnir - 29.04.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 29.04.1939, Blaðsíða 2
2 M JOLMR Tilkynning um síldarloforð til Síldarverk- smiðja ríkisins. Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðjur ríkisins á næstkomandi sumri, skulu fyrir 1. maí n. k. hafa sent stjórn verksmiðj- anna simleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Útgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksmiðjunni alla bræðslu- síldarveiði skips síns eða skipa, eða aðeins hluta veiðinnar, eða alla síldveiði skips eða skipa. Þau skip, sem afhenda verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuld- bundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirfram. Verði meira framboð á síld, en stjórn verksmiðjanna telur sýni- legt að verksmiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur td að ákveða af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taka síld til vinnslu. Ef um framboð á síld tii vinnslu er að ræða frá öðrum en eig- endum veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skil- ríki fylgja fyrir þvi, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiði- tímann. Stjórn verksmiðjanna tilkynnir fyrir 15. maí n. k. þeim, sem boð- ið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita sildinni móttöku og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjanna og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 5. júní n. k. gert samning við stjórn verksmiðjanna um afhendingu síldar- innar. Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt að taka á móti lofaðri sild. Siglufirði, 14. apríl 1939. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. einn hæfasta verksmiðjustjóralands- ins, Snorra Stefánss., hóp af vönum mönnum, heppilegustu lóð sem til er á öllu íslandi fyrir síldarverksm. oghefurþar að aukiá hendinni láns- tilboð til verksmiðjubyggingarinn- ar, þá hljóta menn að sjá að eigi nokkurstaðar að byggja síldar- verksmiðju, er það einmitt á Siglu- firði og þá á Rauðku-lóðinni. Þar að auki má mikið nota úr Rauðku gömlu ef síldarverksmiðja verður byggð þar á lóðinni, bæði undir- stöður undir hús og eitthvað af vélum. Verði ekki reist verksmiðja þar á lóðinni fara þessi verðmæti forgörðum, en jsau nema samtals tugum þúsunda króna. Hvaða þýðingu ný 5 til 6 þús- und mála síldarverksmiðja hefur fyrir Siglufjarðarkaupstað, skalekki mikið farið út í hér, en þó bent á að griðarlega mikil vinna verður við byggingu herrnar og rekstur, og þó verksmiðjan aðeins bæri sig, þýddi það tugþúsunda auknar tekjur í hafnar- og bæjarsjóð og aukna verzlun og viðskipti i bæn- um. Þetta vita Siglfirðingar og þó skoðanamismunur sé hér um margt og flokkadráttur, þá er það ekki í þessu máli, enda mættu það vera einkennilegir Siglfirðing- ar, sem legðust á móti jressu stór- kostlega hagsmunamáli bæjarfélags síns. En mál þetta mun eiga and- stæðinga, enda virðist Siglufjörður eiga harðvítuga andstæðinga eða jafnvel hatursmenn, sem leynt og ljóst vinna gegn hagsmunum hans. Siglfirðingar þurfa að kynna sér vel starfsemi þessara manna og þeir þurfa að standa saman og verja bæjarfélag sitt fyrir þeim. í verksmiðjumálinu verða allir bæjar- búar að standa saman sem einn maður undir kjörorðinu »Verk- smiðjan skal koma«. Þegar ákveðið var að byggja nýju ríkisverksmiðjuna var mikið kapphlaup milli ýmsra bæja um að fá verksmiðjuna og þá lögðu Siglfirðingar svo mikið upp úr að fá hana hingað, að bæjar- stjórnin samþykkti með öllum at- kvæðum, að leggja fram, óaftur- kræft úr hafnar- og bæjarsjóði um 300 þús. kr. til verksm. ef hún yrði byggð hér. Þessa fórn Iögðu Siglfirðingar þá á sig og áhugi þeirra fyrir endur- byggu og stækkun Rauðku mun tvímælalaust mikið meiri en fyrir byggingu S. R. N. Seinustu blöð »Einherja« og »Neista« virðast ekki hafa mikinn áhuga fyrir máli þessu þar sem »Neisti« sýnir því svo mikið tóm- læti að hann minnist ekki á það einu orði en »Einherji birtir um þaðóvinsamlegar og villandi fregnir Fullyrðingar um það að lánskjör við væntanlegt stofnkostnaðarlán séu svo óhagstæð, að verksmiðjan gæti aldrei risið undir þeim er hin mesta fjarstæða. Vaxtakjörin eru fyllilega sambærileg við vaxtakjör á öðrum tilsvarandi lánum, t. d. stofnkostnaðarlán rikisverksmiðj- anna. Lengri greiðslufrestur en 10 ár á erlendu láni er óhugsandi, enda hafa síldarverksmiðjur (þ. á. m. Djúpavíkurverksm.) orðið að sætta sig við mikið styttri lánstíma. Ekki ber þó að telja Alþýðu- og Framsóknarflokkinn andvígan málinu, þvert á móti eru meðlimir þessara flokka því fylgjandi, en það er eins ástatt um bæði þessi blöð, að þau eru ekki raunveru- lega í höndum flokksmannanna, og »Neisti« er i höndunum á að- komumanni, sem kunnur er að fjandskap við Siglufjarðarkaupstað. Þessa skammarlegu aðferð nefndra blaða ber því ekki að gera flokk- ana ábyrga fyrir og allra sízt Al- þýðuflokkinn sem þegar hefur lagt fram mikið starf máli þessu til stuðnings. Þ. G.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.