Mjölnir


Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 4

Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 4
4 M J O L N I R sjómannanna af gengislækkuninni sjálfri. Þráinn segir að erlendar vörur muni hækka allt að því um 15 prc. Eg hefi áður í þessari sýnt fram á að laækkunin verður meiri, en Þráni til geðs skal eg ieggja þessar tölur hans til grund- vallar fyrir gróða sjómannanna á síldveiðum. Allt sem sjómennirnir þurfa að kaupa af erlendum vör- um, svo sem gúmmístígvél, vinnu- fatnaður (efnið í þau er erlent þó vinnan sé innlend), olíufatnaður o. fl. verður eftir skýringum Þrá- ins 15 prc. dýrari, fæði sjómanna hækkar að minnsta kosti um sömu upphæð, það sýnir vöruverðið sem nú þegar er orðið hér í, bæ. — Verksmiðjurnar verða að kaupa allt til rekstrarins erlendis frá, nema vinnuaflið og hráefnið, sem unnið er úr. Sú hækkun hlýtur að koma niður á fyrirtækinu mestallan rekstrartímann. Þessi hækkandi rekstrarkostnaður kemur því beint niður á hlutasjómönnum í lægra verði á hvert síldarmál. Með öðr- um orðum: Ágóðinn sem Þráinn talar um að renni til sjómann- anna vegna gengislækkunarinnar verður enginn, heldur hið gagn- stæða, þegar allar hliðar þess máls eru teknar með. Á þorskveiðarnar minnist Þráinn ekki, af þeirri einföldu ástæðu að gengislækkunin hefir bakað hluta- sjómönnum og smáútvegsmönnum tap en ekki gróða. ÖIl veiðarfæri stórhækkuðu í verði um leið og krónan var felld, en fiskurinn hækkaði ekki heldur hið gagn- stæða og er ekkert útlit fyrir að neitt íagist með sölu á saltfiski erlendis, frá þvi sem verið hefur þrátt fyrir allar fullyrðingar þeirra manna, sem grimmast börðust fyr- ir verðfellingu krónunnar. Til viðbótar þessu má benda á, að flestir íslenskir sjómenn stunda landvinnu þann hluta ársins, sem þeir eru ekki á sjónum, óg verða þann tíma fyrír barðinu á gengis- lækkuninni jafnt og landverkamenn. Eg hefi nú sýnt fram á, að gengislækkun getur aldrei orðið til gagns fyrir sjómenn, bændur, verkamenn og ekki heldur fyrir iðnaðarmenn. Þeir einu sem geta grætt á slíkum ráðstöfunum eru þeir sem skulda í bönkum innan- lands og flytja innlenda framleiðslu út í stórum stíl. Fyrir skuldakóng- ana og þeirra fólk er gengislækk- Tilbod óskast í viðbótarbyggingu við hafnarbryggjuhúsið, samkv. uppdrætti og útboðslýsingu sem er til sýnis hjá Páli Jónssyni, verkstjóra. Tilboðum sé skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 20. maí. Hafnarnefnd. unin gróði og þann gróða verða allir aðrir þegnar þjóðfélagsins að greiða, m. ö. o. skilamennirnir verða að greiða fyrir vanskila- mennina. Hið vinnandi fólk til sjávar og sveita er rænt stórum hluta lífsviðurværis síns til þess eins að skuldakóngarnir geti haldið áfram að þrífast. Þetta er sannleikurinn í gengis- málinu. Þennan sannleik er fólk- ið búið að sjá og eg veit að dóm- greind íslendinga verður aldrei það mikið rugluð að þeir ljái þeim flokkum fylgi sitt sem vilja fara þær leiðir sem leiða til ófarnaðar og hörmunga. Á þessari skoðun minni byggi eg það, að sú stjórn sem nú fer með völdin í landinu sé minnihlutastjórn og rnikill hluti af kjósendum lágengisflokkanna munu snúa við þeim bakinu og fylkja sér urn Sósíalistaflokkinn, sem einn beitti sér á móti þessu stærsta þinghneyksli sem þingsaga íslendinga getur um. Lífið sjálft mun kenna fólkinu að hugsa rök- rétt um þetta mál sem önnur. Það er sá skóli sem flestir fyr eða síð- ar verða að taka tillit til. Persónulegu hnútukasti til mín læt eg ósvarað. Eg lít á þessi mál fyrst og fremst út frá sjónarmiði minnar stéttar, verkalýðsstéttar- innar og skoða gengislækkunina sem ósvífna árás á lífskjör hennar. Eg harma það að Jón Sigurðs- son erindreki skuli hafa tekið þá afstöðu sem hann hefur tekið í þessu máli, því hún er í algjörri mótsögn við hagsmuni þess fölks sem hann hefur talið sig vera full- trúa fyrir. Eg á enga ósk aðra betri til erindrekans en þá, að honum mætti auðnast að snúa frá villu síns vegar frá andstæðingum fólksins í landinu og koma yfir í raðir verkalýðsins og vinna þar Lindarpennar eru ágætir til fermingar- gjafa. Mikið úrval, verð frá kr. 6.00—35.00. Hannes Jónasson. Fermingar- kortin eru komin. Hannes Uónasson. Félagsmenn í »Þrótti« eru beðnir að greiða gjöld sín hið fyrsta. Gjaldkeri. jafn ötullega að hagsmunamálum okkar eins og hann hefur venð ötull í því að vinna að málum sem eru andstæðingum alþýðunnar kærkomnust. Gunnar Jóhannsson. Abyrgðarmaður: ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON. Siglufj arðarprentsmíð j a.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.