Mjölnir


Mjölnir - 30.06.1939, Síða 4

Mjölnir - 30.06.1939, Síða 4
4 M J O L N 1 R KRAKKAR! Hafið þið séð nýju LEIKFÖNGIN, sem komin eru í Geislann? »Rauðka«. Frh. aí 1. síðu. Þremur dögum seinna, 24. mars 1937, skýrir Morgunblaðið frá því að byggingarleyfið sé veitt. Hin stóra fyrirsögn greinarinnar er svo- hljóðandi: •Þjóðarhagsmunir settir ofar pólitísku ofsóknarœði«. Morgunbl. taldi þá þjóðarhags- muni að byggja nýja síldarverk- smiðju og ofsóknaræði að hindra það. En hvernig stendur á að þetta blað þegir nú? Og þó er á allra vitorði, að ekki er minni þörf á nýrri síldarverksmiðju en 1937. 25. mars 1937 birti Mbl. ræðu eftir Ó. Thórs, er hann flutti í út- varpsumr. frá Alþingi. íræðu þess- ari leitaðist Ó. Thors við að sanna, hve mikil nauðsyn væri á nýrri síldarverksm. og hve mikla atvinnu hún myndi skapa, síðan heldur hann áfram og segir að nú muni málum vera svo komið, að »enginn ráðherra sjái sér fært að standa gegn leyfinu«. Ræðuna endaði Ól- afur með því að fullyrða, að þeir sem reyna »að varna því að reist verði ný stór verksmiðja á Hjalt- eyri, er veiti hundruðum manna nýja, góða atvinnu« hljóti að verða »að pólitísku liki fyrr eða síðar«. Siglfirðingar góðir! Hér hafið þið dóm »Morgunblaðsins« frá 1937 um þá menn, sem hindra byggingu nýrrar síldarverksmiðju og þið hafið hér einnig lýsinguÓ. Thórs frá sama tíma, á örlögum þeirra manna, sem fremja slíkt glapræði. Á ekki þetta við nú, þó 2 ár séu liðin? Og hversvegna svarar ekki Ó. Thórs — sem nú situr í ráðherra- stóli — og veitir leyfið til að end- urbyggja Rauðku. Það er þegar orðið hneyksli.hver Olíupils Oluermar Olíuhattar Regnkápur Gúmmístígvél Gúmmívettlingar Vinnuvettlingar Síldarhnífa o. m. fl. ódýrt og vandað hjá Kaupfélaginu. Ú t b o d. Tilbod öskast í að mála eftirfarandi eignir Hafnarsjóðs Siglufjarðar: 1. Hafnarhúsið á bæjarbryggjunni að utan. 2. Viðbóíarbygginguna við Hafnarhúsið að innan. 3. Ránargata 9 að innan. 4. Ránargata 9 að utan. 5. Brakkinn á Ingvarsstöðinni að innan. 6. Brakkinn á Ingvarsstöðinni að utan. Hafnarsjóður leggur til allt efni. Tilboð óskast sundurgreind í hvert einstakt af þessum verkum. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 12 á hádegi þ. 2. júlí til Páls Jónssonar bæjarverkstjóra. Áskilinn réítur til þess að taka hvaða tilboði sem er og hafna öílum. Siglufirði, 29. júní 1939. HafrearnefEidBn. dráttur hefir orðið á svari ríkis- stórnarinnar. Nú heimtum við Sigl- firðingar að fá svar og meira að segja játandi svar, og við heimtum að það komi skýrt fram, hverjir eru fjandmenn okkar og vinna gegn málum okkar. Bæjarstjórnin verður að gefa skýrslu um málið á opin- berum bæjarstjórnarfundi, því þetta er mál allra bæjarbúa, en ekkert einkamál bæjarstjórnar. Ef við Siglfirðingar stöndum sam- an í máli þessu og setjum hags- muni heildarinnar öllu ofar, látum flokkspólitíska sérhagsmuni víkja sýnum það strax að almennings- álitið mun brennimerkja andstæð- inga málsins sem pólitíska stiga- menn, er innan skamms verði • pólitísk lík«, þá getum við end- urbyggt »Rauðku« fyrir næstu vertíð. 0. S.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.