Mjölnir


Mjölnir - 21.10.1941, Qupperneq 1

Mjölnir - 21.10.1941, Qupperneq 1
Útgefandi: SÓSÍAUSTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 4 . árgangur Siglufirði, þriðjudaginn 21. okt. 1941 22. tölubl. Minningarord. Sjaldan hafa Siglfirðingar orðið fyrir öðru eins áfalli eins og þegar m/b. Pálmi fórst. Fimm menn í einu drukkna, allt duglegir atorku- menn og sumir þeirra frá stórum fjölskyldum. Þetta átakanlega slys kemur líka öllurn svo óvart, veður var sæmilegt, litlir opnir bátar eru á sjó, leggja og draga lóðir sínar og hlekkist ekkert á, en þessi bát- ur, nýuppgerður og sterkur, dekkaður og betur fær um að mæta misjöfnu, kemur ekki aftur af sjónum. Enginn getur sagt um hvað valdið hefur. Það eina, sem ber órækt vitni um hver endirinn varð, er likið af unga, hrausta piltinum, sem fannst í björgunar- beltinu 2 til 3 sjómílur utan við Stráka. Mörgurn getum hefur verið að því leitt, hvað valdið hafi hinum sorglega atburði og hafa sumir látið sér detta í hug, að veður hafi grandað bátnum. Slíkt er með öllu óhugsandi. Aðrir hafa gizkað á, að sveifarásinn hafi brotnað og bullan brotið sig niður úrbátnum. Þannig löguð slys áttu sér stað fyrr á ár- um, þegar umbúnaður á bátum og vélum var allur annar en nú tíðk- ast, en nú er þetta svo að segja ó- hugsandi. Sama er að segja um þá tilgátu, að sveifarásinn hafi bilað svo framarlega, að »sving«- hjólið hafi brotnað af og kastazt af afli út í síðu bátsins og brotið hana. Þá hefur verið gizkað á, að báturinn hafi brunnið. Ekki er það heldur sennileg tilgáta, því þó að kvikni í litlum bát úti á hafi, er það nokkurn veginn fullvíst, að eldurinn verður slökktur, áður en báturinn brennur mikið, enda mun það aldrei Iiafa komið fyrir í sögu litlu mótorbátanna hér á landi, að bátur hafi brunnið svo mjög, að hann hafi sokkið. En hvað hefur þá valdið hinu ægilega slysi? Raunar er varla nema um eitt að ræða og það er, að báturinn hafi rekizt á eitthvað, annað hvort á eitthvert rekald eða skip. Það getur auðvitað komið fyrir, að bátur rekist á spýtu eða eitthvert annað rekald, en það er sjaldgæft og það kemur oftar fyrir, að tvö skip eða bátar rekast á og þegar tekið er tillit til þess, að næstu dagana eftir að Pálmi fórst, sáu bátar héðan frá Siglufirði tugi skipa, er sigldu hér urn smábátamiðin ljós- laus, þá virðist gátan ekki lengur jafn vandráðin. Þ. G. Með m/b. Pálma fórust þessir menn, sem allir voru búsettirSigl- firðingar, dugnaðarmenn og hinir beztu drengir: Kristján Haiigrímsson fæddur 14. marz 1892 að Kaplastöðum, Sléttuhlið í Skaga- firði. Var hann sonur þeirra hjóna Hallgríms Jónssonar og Ingibjarg- ar Jónsdóttur. Síðar fluttust þau hingað til Siglufjarðar og áttu um hríð heima á Skútu. Héðan fór Kristján heitinn út til Noregs og dvaldi hann þar um 10 ára skeið. Giftist hann þar fyrri konu sinni, en hún dó eftir fremur stuttar samvistir. Átti hann með henni tvö börn, dreng og stúlku og eru þau bæði á lífi, stúlkan úti i Noregi, en drengurinn, Hermann Kristjáns- son hefir alizt upp hjá föður sínum hér á Siglufirði. í Noregi kynntist Kristján heitinn eftirlifandi konu sinni Kaju Hallgrímsson. Fluttu þau hingað til Siglufjarðar og hafa bú- ið hér síðan. Áttu þau saman þrjú börn og eru þau öll á lífi og hinn mannvænlegustu. Kristján heitinn var hinn mesti dugnaðarmaður, stundaði hann hér allskonar vinnu. Hann var ágætur beykir og fékkst mikið við slík störf á sumrum, einnig vann hann við bryggjusmíð, og við sjómennsku og var hann meðeigandi að m. b. Pálma. Kristján heitinn var elju- maður, og svo hagur, að honum lék flest í höndum, er hann snerti á. Hanri var ágætur starfsfélagi og drengur hinn bezti. lúlíus Einarsson varfæddur i Viðvík við Vopnafjörð, og ólst þar upp með foreldrum sínum Einari og Margrétu. Síðar fluttist hann til Vestmannaeyja og átti þar heima um hríð og stund- aði sjómennsku. Þaðan fluttist hann hingað til Siglufjarðar, og giftist hér 1930 eftirlifandi konu sinnilngi- björgu Guðmundsdóttur. Átti hann með henni 6 börn og eru þau öll í ómegð, það elzta aðeins 11 ára. Júlíus heitinn stundaði hér alla vinnu og þótti dugnaðarmaður, að hverju sem hann gekk. Hann var og þaulvanur sjómaður, og var bæði skipstjóri og vélamaður á bátnum, sem hann fórst á. Hann lætur eftir sig konu og 6 börn, og auk Jþess foreldra, er búa í Reykjavik og tvö systkin og á annað þeirra heima í Reykjavík, en hitt í Vestmannaeyjum. Júlíus heitinn var verkalýðssinni ag sósíalisti, var hann félagi í Kommúnistaflokknum og síðar

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.