Mjölnir - 21.10.1941, Blaðsíða 2
2
M J O L N I R
Sósíalistaflokknum og hinn ötulasti
liðsmaður í frelsisbaráttu íslenzkrar
alþýðu. Hann var og drengur hinn
bezti og vel látinn af öllum, er til
þekktu.
Júlíus Sigurðsson
var fæddur 5. júlí 1882 að Hálsi í
Svarfaðardal. Foreldrar hans voru
þau Sigurður Sigurðsson og Ásta
Antonsdóttir. Hann fór ungur að
heiman og kynntist snemma við
sjóinn. Var hann 11 ára, er hann
fór fyrst á hákarlaveiðar með föð-
ur sínum. Eftir fermingu fór hann
austur til Seyðisfjarðar til Antons
bróður síns, er þar bjó og stund-
aði hann sjó þaðan og var orðinn
formaður á árabát, aðeins 18 ára
að aldri.
Síðan fór Júlíus heitinn í sigl-
ingar og stundaði þær um fimm
ára skeið. Var hann einkum með
Norðmönnum og Englendingum,
og kynntist allvel háttum þessara
ágætu siglingaþjóða og nam mál
þeirra.
Árið 1905 kom hann aftur til
íslands og settist þá að í Bolungavík
vestra. Giftist hann þar fyrri konu
sinni Önnu Guðmundssdóttur, dó
hún eftir 15 ára sambúð og höfðu
þau þá átt 9 börn og eru 5 þeirra
enn á lífi. Þá var Júlíus heitinn
um nokkurt skeið syðra en fluttist
til Akureyrar 1923 og giftíst þar
eftirlifandi konu sinni Theódóru
Níelsdóttur. Áttu þau saman fjögur
börn og eru þrjú þeirra á lífi.
Hingað fluttust þau 1938 og hafa
búið hér síðan. Júlíus heitinn
hafði skipstjórapróf og mátti vera
með skip allt að 70 smál, var hann
oft stýrimaður á stærri bátum, og
þótti jafnan hinn fjölhæfasti og
bezti sjómaður og hinn ágætastí
drengur.
Snorri Sigurðsson Björgúlfs
var fæddur 16. sept. 1916 á Seyðis-
firði. Foreldrar hans voru þau
hjónin Sigurður Björgúlfsson og
Svafa Björgúlfs. Fluttist hann hingað
til Siglufjarðar með foreldrum sín-
um 1919 og hefir alizt hér upp og
átt hér heima síðan. 22. sept. 1938
giftist hann Guðrúnu ívarsdóttur
frá Hafnarfirði. Áttu þau saman
eitt barn, en það dó ungt. Snorri
heitinn vann hér í ríkisverksmiðj-
unum á sumrum, en stundaði ver-
tíðir syðra á vetrum tvö eða þrjú
siðustu árin. Hann var vel látinn
af öllum er þekktu hann. Hann var
aðeins 25 ára að aldri og er vanda-
mönnum hans, vinum öllum og
kunningjum því meiri harmur
kveðinn við fráfall hans, er hann
féll í valinn svo ungur.
Jóhann Guðbrandur Viggósson,
fæddur 22. febrúar 1923 á Akur-
eyri. Hann var sonur þeirra hjón-
anna Viggós Guðbrandssonar og
Guðlaugar Steingrímsdóttur og
fluttist hann með þeim hingað til
Siglufjarðar árið 1937. Hugur hans
stefndi snemma að sjómennsku
og fór hann fyrst til sjós sextán
ára að aldri. Tvo síðustu veturna
var hann á vertíð syðra, hinn síð-
ari á m/b. Sæunni. Jóhann heitinn
hafði hugsað sér að helga líf sitt
sjómennskunni og var það ætlun
hans að læra í vetur til að búa
sig undir nám á vélfræði- og stýri-
mannaskóla. — En Ægir er bráð-
látur og tók hann til sín ungan,
aðeins 18 ára, meðan lífið allt
með verkefnum sínum og mögu-
leikum brosti framundan.
E. s. Jarlinn ferst
E. s. Jarlinn, er lét úr höfn frá
Englandí snemma í síðasta mán-
uði, hefir ekki komið fram síðan,
og er allangt umliðið, síðan hann
var talinn af. Er talið fullvíst, að
skipið muni hafa farizt af styrj-
aldarorsökum. Á skipinu voru alls
11 menn og voru tveir þeirra héð-
an frá Siglufirði, þeir Jóhann Sigur-
jónsson 2. vélstjóri og Dúi Guð-
mundsson, kyndari.
Jóhann Sigurjónsson
var fæddur 12. febrúar 1897 á
Sigurðarstöðum á Sléttu. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Sigurjón
Hrólfsson og Ingibjörg Árnadóttir
Jóhann heitinn átti tvær systur og
er önnur þeirra enn á lífi og býr
á Seyðisfirði. í bernsku fluttist
hann með foreldrum sinum til
Austfjarðaj og ólst mest upp á
Seyðisfirði og stundaði þar sjó.
1923 giftist hann eftirlifandi konu
sinni Kristjönu Hall^órsdóttur og
áttu þau saman tvö börn og tóku
auk þess eitt barn til fósturs.
Hingað til Siglufjarðar fluttist Jó-
hann heitinn 1930. Hapn vann hér
á sumrum í Rikisverksmiðjunum og
sl. sumar vann hann í Rauðku,
allt til þess að hann réðst 2. vél-
stjóri á e. s. Jarlinn. Jóhann var
vel látinn og hinn duglegast maður.
Dúi Guðmundsson
var fæddur 4. febrúar 1901 í
Fljótum. Foreldrar hans voru þau
Guðmundur Ásmundsson og Lovisa
Grímsdóttir.
Dúi heitinn ólst upp með for-
eldrum sínum í Fljótum. Hann
fluttist hingað til Siglufjarðar fyrir
fáum árum. Dúi heitinn fékkst aðal-
lega við sjómensku, hafði hann
minna próf í skipstjórnarfræðum
og bjó sig undir að taka próf upp
úr stýrimannaskólanum. Hann var
hér oft formaður á bátum á síld-
veiðum, og þótti ötull sjómaður.
Hann var ókvæntur en átti eitt
barn. Dúi heitinn þótti hinn vænsti
maður af öllum, sem til þekktu.
Siglfirðingar hafa nú á skömm-
um tíma orðið að sjá á bak 7
góðra og hraustra sjómanna, fyrst
tveimur er e. s. Jarlinn fórst og
svo fimm, er druknuðu á m. b.
Pálma. Er slíkt hið mesta áfall
og hið þyngsta harmsefni öllum
og þó sérstaklega vinum og vanda-
mönnum hinna hinna látnu og vill
blaðið votta þeim hina dýpstu
samúð og hluttekningu í raunum
þeirra.
Alúðar þakkir uottum við öll-
um fjœr og nœr, er sýndu okkur
samúð og hluttekningu við fráfall
og jarðarför sonar okkar og bróð-
ur Jóhanns Guðbrandar.
Guðlaug Steingrímsdóttir
Viggó Guðbrandson og systkini
Til sölu
er nýlegt hjóna-
rúm við tækifæris-
verði.
Upplýsingar gefur
Þórður Björnsson
Aðalgötu 23.