Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 6
Óskum veslfirskum sjómönnum til hamingju með daginn Nasco ehf. Höfðabakka 9, Reykjavík Sögulegar kosningar Alþingiskosningarnar í síðasta inánuði voru um margt sögulegar. Þetta voru líklega síðustu kosning- arnar á þessari öld og næsta víst er að í síðasta sinn var kosið í Vestfjarða- kjördæmi. Þákvöddu sjónarsviðið þrír stjórnmálaflokkar, sem um áratuga- skeið hafa boðið fram og á ég þar við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalag- ið. Flokkarnir hafa að vísu ekki verið lagðir niður formlega ennþá en enginn vafi er á því að svo verður gert fljót- lega. Þar með lýkur einum katla í stjórnmálasögunni en reyndar verða breytingarnar minni en ætla mætti. Tveir nýir flokkar koma í þejrra stað, Samfylkingin tekur við hlutverki Al- þýðullokksins og Vinstri grænir koma í stað Alþýðubandalagsins að hluta til. Niðurstaðan úr Alþingiskosning- tinum varð að fjórflokkurinn heldur velli í meginatriðum þrátt fyrir hið pólitíska umrót. Nýju framboðin kepptust við að viðhalda gömlu skír- skotuninni og forðuðust að koma með nýja pólitíska hugsun enda varð árangurinn eftir því. Stjórnarflokk- arnir héldu sínu, fengu samalangt nú Kristinn H. Gunnarsson. 59% atkvæða en höfðu 60% í síðustu kosningum. Stjórnarandstaðan tapaði fylgi, hafði 38% áður en lekk nú 36% atkvæða. Skilaboðin frá kjósendum voru því skýr, þeir vildu að stjórnar- samstarfið héldi áfram. Það varð líka niðurstaðan að þessu sinni. Stjórnar- andstaðan á nokkuð í land með að ná tökum á sínum innri málum og ekki vænleg til samstarfs meðan svo er. Hins vegar er það síður en svo að Framsóknaiflokkurinn hafni stjórnar- Óskum vesLfircskum sjómönnum Lil hamingju með daginn Hraðfrystihúsið hf. - Mjölvinnslan hf. Hnífsdal samstarfi til vinstri og það er æskilegt fyrir lýðræðið í landinu að sli'kur möguleiki sé fyrir hendi. Óánægja með byggðamálin Utkoma stjórnarflokkanna varð misjöfn, Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tæpum 4% en Framsóknar- flokkurinn tapaði nærri 5%. Eðlilega Ieita menn skýringa á því. Þar kemur efalaust ýmislegt til en ég vil nefna eitt atriði öðrum fremur. Það eru byggðamálin. Veruleg fólksfækkun á landsbyggðinni endurspeglar erfiða stöðu landsbyggðarinnar og ég tel að í hugum kjósenda sé Framsóknar- flokknum ætlað öðrum fremur að standa vörð um hagsmuni fólks á landsbyggðinni og þegar illa gengur á því sviði er flokknum refsað. Af einhverjum ástæðum eru aðrar vænt- ingar til Sjálfstæðisflokksins og byggðaþróunin virðist bitna síður á fylgi hans. Hins vegar virðist Sjálf- stæðisflokkurinn njóta árangursins í efnahagsmálum. í þessu Ijósi verða úrslitin í Vestfjarðakjördæmi enn athyglisverðari. Vestfirðir eru eina kjördæmið þar sem Framsóknarflokk- urinn bætti við sig fylgi sem einhverju nemur, fór úr 19,8% í 23,2% og eina kjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði fylgi. Þetta er í því kjör- dæmi sem byggðaþróunin hefur verið hvað erfiðust og óánægjan eðlilega mest meðal kjósenda. Sigur á Vestfjörðum Sérstök framboð hafa verið öflugri á Vestfjörðum en annars staðar vegna byggðaþróunarinnar og hafa gjarnan höggvið skörð í fylgi Framsóknar- flokksins umfram aðra flokka. Ein- mitt vegna þessarar stöðu flokksins í huga kjósenda sem brjóstvörn lands- bygðarinnar. Framboð Þjóðarflokks- ins árið 1987 var nærri því að fá mann kjörinn og þá fór fylgi Framsóknar- tlokksins á Vestíjörðum niður undir 20%. I næstu kosningum árið 1991 voru aðeins hefðbundin framboð flokkanna fjögurra, en í síðustu kosn- ingum 1995 kom Vestfjarðalistinn og fékk ívið meira fylgi en Þjóðarflokk- urinn 1987 og þá fór fylgi Framsókn- arflokksins aftur niður í 20%. Nú var enn sams konar byggðaframboð, en undir nafni Frjálslynda flokksins að þessu sinni. Það fékk heldur meira fylgi en Vestfjarðalistinn síðast, enda áfram versnandi staðaá Vestfjörðum. Það vakti athygli mína hvað Frjáls- lyndir lögðu sig fram um að vega að Framsóknarflokknum, það vargreini- Suðureyri við SúgandaJjörð. legt hver var aðalandstæðingur þeirra. Við þessar aðstæður tekst Framsókn- arflokknum á Vestfjörðum að verjast tapi og bæta við sig fylgi. Það er rnjög góð frammistaða sem byggist á því að frambjóðendur flokksins lögðu mikla áherslu á byggðamálin í mál- flutningi sínum, einkum sjávarútvegs- málin. Hvergi voru erfiðari aðstæður fyrir Framsóknarflokkinn en einmitt á Vestfjörðum en hvergi varð útkoman betri. Þarkomtil aðfjölmargirflokks- menn og stuðningsmenn lögðu sig mjög fram í kosningabaráttunni og það skilaði góðum árangri. Eg vil fyrir hönd frambjóðenda þakka þeim öllum fyrir mikinn dugnað og frábært starf. Byggðamálin til Framsóknar Kosningaúrslitin sögðu okkurfram- sóknarmönnum að frammistaða í byggðamálum skipti miklu máli. Því lögðum við áherslu á að ráða meiru um þann málaflokk en var í fyrri ríkis- stjórn. Samkomulag varð um að yfir- stjórn byggðamála færðust frá for- sætisráðuneyti til iðnaðaráðuneytisog tengdust þaratvinnuþróunarstarfsemi á vegum ráðuneytisins. Það er í sam- ræmi við skipan mála víða erlendis, þar sem byggðamálin eru tengd at- vinnumálum og sveitarstjórnum fremuren forsætisráðuneyti. Byggða- stofnun verður væntanlega breytt til samræmis við nýjar áherslur og mun Fasteignagjöldin verða lækkuð ( 7 ~ ó Oskum sjómönnum Ul hamingju með dagjnn Hafnarbúðin Isafjarðar Apótek Lífeyrissjóður Vestfirðinga Klofningur ehf Suðureyri Samkaup Vélbátaábyrgðarfélag Isfirðinga * Agúst og Flosi ehf Gúmmíbátaþjónusta Vestfjarða Hf Djúpbáturinn Sam vinnuferðir-Landsýn Sparisjóður Þingeyrarhrepps Gná hf Bolungarvík Finnabœr - Víkurbœr Vélstjórafélag Islands ísfell hf Borgarplast hf Sparisjóður Strandamanna Rörtœkni hf ísfang hf Tœkniþjónusta Vestfjarða Hólmavíkurhreppur Verkalýðs- og sjómannafélagið Álftfirðingur V_____________ _________________) 6

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.