Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Síða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Síða 4
90 TlMARIT VFl 1955 leita til útlanda um leiðsögn í þessum málum. Hann varð því fyrsti brautryðjandi á þessu sviði og er í raun- inni mikil furða, hve miklu varð áorkað á þessu 12 ára tímabili við þau erfiðu starfsskilyrði og litlar fjárveit- ingar, er hann átti við að búa. Hann kaus því að hverfa frá þessu starfi og að kennslu við Menntaskólann í Reykjavík, í þeirri námsgrein, stærðfræðinni, sem er undirstaða allrar tæknimenntunar, er hann gegndi til 1935 og hefur þannig um 31 árs skeið búið í haginn fyrir meðal annarra nemenda, einnig alla íslenzka verk- fræðinga, sem á þeim árum stunduðu nám í Mennta- skólanum. Jafnframt hafði hann í sumarleyfum með höndum ýmis verkfræðistörf fyrir Reykjavíkurbæ og aðra. Hann var jafnan mikilsvirtur meðal félaga og nemenda, enda var hann maður mjög virðulegur og hreinlyndur í framkomu. Er hann varð áttræður, var hann kjörinn heiðursfélagi Verkfræðingafélags Islands, og var við það tækifæri m.a. þannig farið orðum um störf hans: ,,Ómetanlegt gagn hefur orðið að verkum yðar. Þau hafa aukið álit verklegrar menningar í landinu og orðið þjóðinni hvatning til framfara. Þér hafið rutt braut fjöl- mennri stétt verkfræðinga, er vottar yður fyllstu virðingu sína.“ Sama árið og Sigurður Thoroddsen tók við starfi landsverkfræðings voru að heita má hvergi nothæfir, kerrufærir vegir á landinu. Hér sunnanlands t.d. aðeins upp í Svínahraun og um ölves frá Varmá yfir ölvesár- brúna og Hafnarfjarðarvegur. Þá voru sett á Alþingi ný vegalög, sem gerðu ráð fyrir að gerðar yrðu akfærar flutningabrautir um nokkur þéttbýlustu héruðin, samtals 375 km., en póstvegunum samtals um 1500 km. skyldi haldið við sem reiðvegum. Þá voru fjárveitingar til vegamála hækkaðar úr 36 þús.kr. í 68 þús.kr. eða tvö- faldaðar og þótti mikið stökk, enda hafði hagur lands- sjóðs batnað mikið eins og segir í alþingistiðindum, en tekjur landssjóðs voru þá aðeins tæplega 600 þús.kr. og hver km. akfærs vegar var talinn kosta 1600—2500 kr. Áhugi var þá mikill fyrir bættum samgöngum, svo sem kom fram í umræðum á Alþingi, en þar telur flutningsmaður vegalagafrumvarpsins, að samgönguleys- ið sé ein þyngsta þraut þjóðarinnar. Þess var varla að vænta, að framfarirnar yrðu stór- stígar á þessu tímabili. Enga aðstoð hafði landsverk- fræðingur öll starfsárin, nema nokkra verkstjóra, sem fyrst í stað höfðu harla litla þekkingu á vegagerð. Hann var eini íslenzki verkfræðingurinn til 1902, er Kn. Zimsen réðist til starfa fyrir Reykjavíkurbæ. Er Sigurður Thoroddsen hætti störfum 1905, mun hafa verið lokið lagningu á eitthvað nálægt 110—120 km. af flutningabrautunum og akfærir kaflar þjóðveganna, sem að notum komu til vagnflutninga, munu hafa verið 50—60 km. auk allmargra sundurlausra kafla víðsvegar um land. Þetta var þá allt akvegakerfið fyrir 50 árum. Enda þótt margir ráðandi menn hefðu góðan áhuga fyrir málum þessum, þá var getan lítil á þeim árum og víða var lítill skilningur á starfi eða þörf menntaðs verkfræð- ings til þessara starfa. G. Z. Um náttúruvernd og víðhorf verkfræðinga til hennar Eftir Sigurð S. Toroddsen Erindi flutt á fundi í VFl 15. desember 1955. Herra formaður og fundarmenn. Ég hefi nefnt þetta erindi mitt ,,Um náttúruvernd og viðhorf verkfræðinga til hennar". Þessi titill er orðinn til jafnhliða því sem erindið var að fullmyndast í huga mér. En því er ekki að leyna, að ég hefi gengið með efni í þetta erindi mitt nú um langt skeið og talið það rétt- mætt og æskilegt fundarefni hér í félaginu. Hitt verð ég að játa að að samningu þess settist ég ekki fyr en ég mátti til, en þegar þar að kom, sá ég að ekki varð hjá því komizt í samband við mitt sjálfvalda efni að minn- ast að mjög miklu leyti á náttúruvemd, svo náskylt var það hvort öðru. Efni mitt var aðeins hluti af því, sem í titlinum felst, svo að erindið verður víðfeðmara en ég hafði hugsað mér. Ég ætla þá fyrst að minnast þess að fjórum sinnum hafa verið borin fram á Alþingi frumvörp til laga um náttúruvernd, þó að ekki hafi þau öll borið það nafn. Síðast var slíkt frumvarp flutt á þingi 1954. Ekkert þess- ara frumvarpa hefir hlotið samþykki þingsins. Ekki af því, að ég held, að allan skilning skorti þar á þessu efni, heldur vegna annmarka, sem á frumvörpunum hafa verið taldir. Þetta atriði er mér þó svo lítið kunnugt, að raimar get ég ekkert um það sagt með vissu. Ég hefi einungis kynnt mér eitt þessara frumvarpa, hið síðasta, og lít ég svo á, að samþykkt þess hefði markað rétt og mikið spor í þá átt, sem halda skal í þessum efnum. v Frumvarpinu fylgdi merk greinargerð, eins og við var að búast af semjendum frumvarpsins þeim dr. Sig. Þór- arinssyni, Ármanni Snævarri og dr. Finni Guðmundssyni. Um leið og ég vísa til frumvarpsins og greinargerðar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.