Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 7
TIMARIT VFl 1955
93
Gullfoss verður samur fyrir og eftir virkjun hans.
tökin og kostnaðarsamar breytingar getur hann sparað,
svo að hann er fyllilega réttmætur.
Nú eru engin náttúruverndarlög til hér á landi, en
þau myndu að vísu varla ná til útlits mannvirkja
beint, að minnsta kosti yrði slíkt væntanlega mats-
atriði í hvert sinn, því að þau myndu ná til breytinga
á landslagi og öll mannvirki hafa hana i för með sér
að meira eða minna leyti. Þau myndu líka ná til alls-
konar jarðrasks og snyrtilegrar umgengni við mann-
virkin.
Það er viðbúið, að mörgum myndi finnast. slik lög-
gjöf fjötur um fót, jafnvel ýmsum verkfræðingum,
og óþarfa afskiptasemi. Eins er viðbúið, að slík lög-
gjöf geti komið á stað hatrömmum deilum og margur
myndi telja hana öfga og vitleysu, og víst er það, að
slíku getur verið til að dreifa, þó að engin löggjöf sé
fyrir hendi, eins og sú firra bendir til, sem ég hefi þrá-
faldlega orðið var við og ég tilfæri hér sem dæmi:
Ef talið berst að virkjun fallvatna okkar, telja allir
sjálfsagt, að í því efni sé hafizt handa, en það megi
þó ekki henda, að Gullfoss verði virkjaður. Slíkt megi
aldrei ske, enda af nógu öðru að taka. (Björn Þorsteins-
son: Leiðarlýsing að Gullfossi og Geysi). Þessi firra
virðist hafa gripið það marga, að ekki er vonum fyrr
að henni verði hnekkt. Hef ég jafnvel heyrt því fleygt,
að hugsað hafi verið til þess á hinu háa Alþingi, að
festa það með lögum, að Gullfoss verði aldrei virkjaður.
Ekki trúi ég að slikt hafi vakað fyrir Sigríði í Bratt-
holti á sínum tima, en hennar er oft getið í þessu sam-
bandi. Hitt ætla ég sönnu nær, að hún hafi komið í
veg fyrir að útlenzkum vseri afhentur þessi aflgjafi
þjóðarinnar.
Við skulum athuga hver spjöll yrðu að virkjun Gull-
foss ? Stiflumannvirki myndu verða staðsett það fjarri