Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Blaðsíða 6
92
TÍMARIT VFl 1955
hitt að ræða þá hlið, sem að okkur verkfræðingunum
snýr í starfi okkar, og kem ég þá að efni því, sem ég
hafði ætlað mér að ræða.
Ekki fer hjá því að lausn flestra verkefna verkfræð-
inga varðar almenning að meira eða minna leyti. Það er
skylda verkfræðings að hafa þetta í huga og gæta al-
menningsheilla í starfi sínu.
Þetta getur verið með ýmsu móti, en hér drep ég aðeins
á eina hlið þessara mála, þá hlið sem mér virðist hér
á landi hafa verið alltof lítill og óviðunandi gaumur gef-
inn. Hér á ég við þær breytingar, sem verkfræðilegar
framkvæmdir geta haft á landslag og útsýni.
Það er alkunna að miklar framkvæmdir geta gjör-
breytt svip landsins við og i kringum þær. Nægir hér að
benda á virkjunarframkvæmdir ýmsar, þar sem stór lón
og stöðuvötn eru gerð, stíflumannvirki er loka fyrir út-
sýni og margt fieira.
Færri veita því sjálfsagt eftirtekt, að til þessa þarf
ekki stór mannvirki. Lítil brú á læk, vegur í hlíð, hleðsla
kringum tún og hús, malargryfja og mógrafir orka lika
til breytingar á landslaginu sem fyrir var.
Nú verður því ekki neitað að breytingin getur ann-
aðhvort verið til bóta eða til hins verra, og hér lit ég
aðeins á útlitsatriðið og geri ráð fyrir, að breytingin
sé, hvað ábata og annað áhrærir, verkfræðilega rét.tlæt-
anleg. Yfirleitt eru ekki gerðar kröfur til þess, að fram-
kvæmdir lýti ekki landslag, og þess ekki getið þó að
þær geri það, eins og það jafnoft er látið afskiptalaust
og varla talið hrósvert, sem í þessu efni er vel gert, að
minnsta kosti á opinberum vettvangi.
Það er segin saga, að þegar ráðist er í framkvæmdir
koma jafnframt fram kröfur fyrir landsspjöll og lög
landsins sjá fyrir, að landeigendur fái þeim kröfum sín-
um fullnægt. Eignarrétturinn til landsins er heilagur og
lögvemdaður. Hann nær þó ekki svo langt, að það varði
við lög, að aðrir en eigendur megi horfa á landið og
njóta fegurðar þess. Meðan slíkt er ekki lögfest, verð-
ur það að teljast hefð, að allur almenningur eigi rétt-
inn til sliks. Er þá ekki jafnrétt, að hann geti gert
kröfur til þess, að þessum rétti sé ekki spillt og jafnvel
fengið skaðabætur, ef svo væri gert? En landsins lög
ná ekki til þessa og það sem verra er, þetta virðist
liggja flestum ráðamönnum þjóðarinnar í léttu rúmi
og almenningsálitið er heldur ekki vakandi, að því
er þetta atriði varðar.
Af er sú tíð, að brjóstvitið var hiklaust tekið fram
yfir verkfræðimenntina, þótt það sé ekki ýkja langt
undan, svo að nú má heita að allar meiriháttar fram-
kvæmdir séu unnar undir yfirstjóm verkfræðinga og
með tímanum verður í fleiri og smærri greinum leitað
til þeirra.
Það er því ekki úr vegi, að þeirri ósk sé beint til
okkar verkfræðinga, að við höfum það í huga, að okk-
ur ber beinlínis skylda til að sjá um að mannvirkja-
gerð sé svo af höndum leyst, að sem til minnstra lýta
verði í landslagi, því ef svo verður, er gengið á rétt
almennings, en heill hans á verkfræðingurinn að bera
fyrir brjósti jafnt í þessurri efnum sem öðrum.
Það er því síður umhendis að minna þá á þessa
skyldu sína, þegar þess er gætt, að mikið mun á skorta,
að þeir hafi rækt hana sem skyldi á þessu sviði og
virðast jafnvel, allur þorri þeirra, ekki bera skyn á
hvers verði að krefjast af þeim í þessum efnum.
Það er sorgleg raunasaga, sem ég verð að kannast
við um marga mína starfsbræður, að þeir virðast líta
á það eitt sem sína skyldu, að gera mannvirki svo úr
garði, að það sé nógu traust og fullnægi „funktion-
ellum" kröfum, án þess að tillit sé tekið til útlits og
annars sem augað gleður. Jafnframt skal á það bent,
að til eru aðrir, en þeir eru færri, sem kunna skil
á þessu atriði.
Venjulegasta viðbáran, sem heyrist til að afsaka
ljót mannvirki er kostnaðarhliðin. Það er talið dýrara
að ganga fallega frá þeim. Það fer saman, að þetta
er tíðasta afsökunin og að hún er í flestum tilfellum
byggð á misskilningi. Alla jafna er það, að kostnaður
er svo að segja sami, hvort búinn er til fallegur eða
ljótur hlutur. Stundum getur það líka verið ódýrara að
ganga fellega frá. önnur viðbáran er sú, að þetta at-
riði um útlit, sé svo mikill hégómi, að ekki beri að
skeyta því neinu. Ef verkfræðingur ber þessa viðbáru
fyrir sig, á hann ekki sitt heiti skilið og hefur ekki
fengið þá menntun, sem honum ber að hafa.
Þriðja viðbáran og kannske ekki sú veigaminnsta
er mörgum verkfræðingum ef til vill ókunn eða að
minnsta kosti ekki sjálfráð. Það er ekki öllum gefin
sú gáfa i vöggugjöf, að vera smekkmenn og yfirleitt
eru menn misjafnir í þeim efnum.
Hinsvegar hættir mörgum til að ofmeta dómgreind
sína á þessu sviði auk þess, sem þeir hafa ekki athug-
að það, að hin meðfædda dómgreind er hjá fæstum
svo þroskuð og óbrigðul, að henni verði treyst. Til
þess að vel sé, þarf að fara saman góð eðlisdómgreind
á þessa hluti og nám í þeim sjálfum. Kannske svona
t. d. 10% af dómgreindinni og 90% af þjálfuninni.
Nú eru til menn, sem stund hafa á þetta lagt, arki-
tektar. Að vísu verður, því miður, ekki um þá alla
sagt, að þeir hafi öll þessi 100% á takteinum, en þó
er þess að vænta, að langflestir þeirra skari fram úr
verkfræðingum á þessu sviði jafnvel þótt eitthvað skorti
upp á hvorttveggja hundraðshlutana. Þetta er stað-
reynd, sem verkfræðingurinn verður að hafa í huga og
viðurkenna með þvi að leita samvinnu við arkitektana.
Það verður auðvitað verkfræðingsins að meta hvenær
hann þarf að leita þeirrar samvinnu og við hvaða við-
fangsefni. Hann getur verið jafnhreykinn af því og
arkitektinn, ef eitthvert atriði er leyst vel fyrir atbeina
arkitektsins, þegar það var hann, sem fann að hér
þurfti hins við.
Og eitt er víst, að ef verkfræðingurinn er svo hepp-
inn að lenda í samvinnu við góðan arkitekt, þá nýtur
hann engu síður góðs af því. Arkitektinn getur orðið
honum ómetanleg stoð.
Það verður því ekki ofbrýnt fyrir verkfræðingum að
leita sem tíðast samvinnu við arkitekta, en treysta ekki
um of á eigin dómgreind. Það vantraust, sem oft áður
bryddi á hér heima, gagnvart arkitektum, á ekki rétt
á sér, frekar en hitt, hve verkfræðingar voru vanmetnir.
Enn er eitt, sem ég skal minnast á, er getur verið
orsök til misfella. Það er ekki öllum gefið, að geta
lesið svo úr uppdráttum, að þeir af þeim einum geti
skynjað, hvernig hlutur eða mannvirki muni líta út í
okkar þrívíða rúmi. Þessi skynskortur eða blinda er
mjög algeng og getur engu síður náð til arkitekta og
\erkfræðinga en annarra. En þá er hægurinn á, að
láta gera eftirmynd af hlutnum, líkan eða model, og
ætti yfirleitt ekki að horfa í þann kostnað, sem þetta
hefur í för með sér, því allajafna er hann hverfandi
hluti af heildarkostnaði mannvirkisins og mörg mis-