Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 1

Akranes - 23.04.1942, Blaðsíða 1
070 Gerist áskrifendur að blaðinu I. árg. Akranesi, 23. apríl 1942. 1. tbl. Ávarpsorö. Allt frá 1880 hefir verið vakandi áhugi fyrir wtgáfu blaðs á Akranesi. Slíkt blað hefir þó aldrei verið prentað. En skrifuð og fjölrituð blöð hafa ýms félög gefið hér út við og við. Enda þótt blaðanna hafi áður verið meiri þörf en nú, virðist ekkert benda til, að almenningur líti þann veg á það mál. A. m. k. bendir hið síaukna bldða- og bókaflóð ekki í þá átt. En um nauðsyn og gildi þess deila menn vitanlega og fella dóma sitt á hvað. Aðalmarkmið vort með þessu litla blaði, sem hér hefur göngu sína, er þetta þrennt: 1. Að ræða bæjarmál Akraness, þau sem efst eru á baugi með samtíð vorri og þau er snerta framtíð þess. 2. Að safna saman og halda til haga öllum gögnum og gömlum fróðleik, er að haldi mætti koma við samningu fullkominnar sögu Akraness að fornu og nýju. 3. Að eyða ennfremur noklcru rúmi blaðsins til þess að ræða önnur þau mál, sem efst eru á baugi með þjóð vorri á hverjum tíma. Munum vér eftir föngum afla oss stuðnings til þeirra hluta. Jafnvel þótt Akranes liggi svo nærri Reykjavík sem raun ber vitni, virð- ist sem Akranes eigi þess of lítinn kost að ræða þar að staðaldri sín áhugamál samkvæmt þeirri megin hugsjón, sem fyrir oss vakir og hér hefir að nokkru lýst verið. Vér viðurkennum að hafa færst mikið í fang, bæði fjárhagslega og gagn- vart getu vorri að öðru leyti, til þess að geta gert blaðið svo úr garði, sem vér vildum. En vér vonum að einlægur vilji vor visi veginn í rétta átt, og að smátt og smátt eignumst vér unnendur sama áhugamáls, og a<S þeir muni um síðir hjálpa oss til að ná markinu. Vér vonum að blaðið komi út a. m. k. 10 sinnum á ári. Gert er ráð fyrir að selja það til áskrifenda fyrir kr. 8.00 árgangurinn. Það er ætlunih að prenta það á góðan pappír og hafa myndir í því að staðaldri. Virðingarfyllst. Akranesi, 23. apríl 19U2. ÚTGEFENDUR. Fjárhagsáæilun Akraneskaupsiaðar árið 1942 Eftir Arnljót Guðmundsson, bæjarstjóra Á fjárhagsáætlun Akraness fyrir ár- ið 1942 er gert ráð fyrir að útgjöld bæjarins verði kr. 625,500,00, en tekj- urnar jafnháar. Langhæsti tekjuliður- inn er niðurjöfnuð útsvör: 536,500,00. Skattgreiðendur munu vera kringum 720 talsins og greiðir hver þeirra því að meðaltali nálægt kr. 750,00. Að sjálfsögðu leggst mestur hluti þessar- ar fjárhæðar á tiltölulega fáa útsvars- greiðendur. I fyrra námu álögð útsvör kr. 324,516,00 og skiptust svo milli ein- stakra útsvarsgreiðenda: 7 þeirra greiddu frá kr. 5000 til kr. 51300 eða samtals kr. 127788,00. 38 þeirra greiddu frá kr. 1000 til kr. 5000 eða samtals kr. 69093,00. 663 þeirra greiddu undir kr. 1000 eða samtals kr. 127635,00. Við fjárhagsáætlanir bæjar- og sveitarfélaga er fleira að athuga en upphæðir útsvaranna. Fjárhagsáætl- anirnar eru bezti spegill þeirrar stefnu, sem hver ráðandi flokkur innan bæjar- stjórnar fylgir. Vanhugsaðar framkvæmdir bæjar- félags, sem hrundið er af stað með stórfelldum lántökum, geta leitt það í mestu ógöngur. Það getur svo farið, að bæjarfélagið fái ekki risið undir háum vaxta- og afborganagreiðslum og neyð- ist til þess að hækka útsvör og álögur á bæjarbúa úr hófi fram. Ef slíkar álögur haldast um margra ára skeið eyðileggja þær fjárhag bæjarins og lama atvinnulíf hans. Menn vilja ekki leggja fé í fyrirtæki á þeim stöðum, þar sem þeir verða að greiða óbærilega skatta. Fjármagnið leitar frá þessum stöðum til annara, þar sem skattar eru lægri. Svo hefir þetta farið í íslenzk- um bæjum og kauptúnum, sem ekki hafa sýnt gætni í þessu efni. Það var engan veginn auðvelt að semja fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akraness. Skuldir bæjarins voru röskar krónur 100,000,00. — Kostnaður við rekstur bæjarfélagsins (rekstur barnaskól- anna, löggæzla, framlag til alþýðu- trygginga, kostnaður við stjórn kaup- staðarins o.'fl.) hlaut að aukast stór- lega vegna aukinnar dýrtíðar. — Framundan liggja margar nauðsyn- legar framkvæmdir, svo sem raf- magnsveita, stækkun hafnargarðsins, varnir gegn landbroti, vegagerð og endurbætur vega, bygging elliheimil- is, stofnun gagnftæðaskóla og gagn- fræðaskólabygging, sjúkrahússbygg- ing, bygging bókasafns og lestrarsals, bygging verkamannaskýlis og margt fleira. Allar þessar framkvæmdir kosta mikið fé. Afkoma bæjarbúa var óvenju góð s.l. ár. Þótti því sjálfsagt að ráðast í fleiri framkvæmdir, en áður hefir þekkzt á Akranesi. Einstakir útgjalda- liðir fjárhagsáætlunarinnar verða raktir hér stuttlega. 1. Bæjarreksturinn. Þess gerist ekki þörf að fjölyrða um útgjöld til bæjarrekstursins. Þau, eru að .miklu leyti lögbundin, og lítil áhrif hægt að hafa á þau til lækkunar eða hækkunar. Helztu útgjöldin eru sem hér greinir: Til alþýðutr. og fræðslum...kr. 128.462,00 Til menntamála: Barnaskólinn .... kr. 38.000,00 Aðrir skólar....— 7.000,00 Bókasafnið .......— 3.000,00 Barnabókasafn .. — 600,00 Barnavinafél. ... — 300,00 ----------- 48.800,00 Stjóm kaupstaðarins, hafnar- innar og Garðalandsins .... — 27.000,00 Flyt kr. 204.262,00 Fluttar kr. 204 262,00 Sorp og salernahreinsun .......— 20.000,00 Brunamál ......................— 7.000,00 Löggæzlan .....................— 6,700,00 Verðlagsuppbætur ..............— 22.600,00 Samtals kr. 269.662,00 1 sambandi við liðinn „Stjórn kaup- staðarins" er þess að geta, að ýms störf, sem áður skipt milli margra manna, eru nú fengin í hendur tveim- ur starfsmönnum, byggingarfulltrúa og hafnarverði. Nánari grein fyrir þessari stafssk’ptingu er að finna ann- ars staðar í blaðinu. 2. Verklegar framkvæmdir. Til verklegra framkvæmda er veitt það sem hér greinir: ‘ Vatnsveitan.......... kr. 25.000,00 Holræsagerð.............— 20.000,00 Til byggingar gamal- mennahælis ...........— 50.000,00 Framr. Garðalandsins — 30.000,00 Gagnfræðask.bygging — 20.000,00 Vegagerðir ............ — 40.000,00 Leikfinrshúsið .........— 15.000,00 Fangahús .............. — 10.000.00 Flyt kr. 210.000,00

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.